Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.04.1994, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 14.04.1994, Blaðsíða 1
Leitið ekki langt yfir skammt. Allar byggingavörur á einum stað. HÚSEV BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYJA Garöavcgi 15 - sími 1115 1 þar sem fagmennirnir versla. HUSEY £T 21. árgangur Vestmannaeyjum, 14. apríl 1994 15. tölublað - Verð kr. 100 - 5ími: 9Ö-13310 - Myndriti: 90-11293 Átta efstu á lista Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðismcnn hafa tilkynnt lista sinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. A myndinni eru átta efstu mennirnir. I fremri röð frá vinstri: Elsa Valgeirsdóttir, Auróra Friðriksdóttir, Guðjón Hjörleifsson, Katrín Harðardóttir. Aftari röð: Olafur Lárusson, Arnar Sigurmundsson, Grímur Gíslason og Úlfar Steindórsson. Bæjarráð: Auglýsa lóðir undir sumarhús Bæjarráð samþykkti tillögu minni- hlutans á fundi sínum sl. mánudag að fela bygginganefnd að auglýsa lóðir undir sumarhús suður á eyju, lausar til umsóknar í samræmi við gildandi skipulag. Að sögn Kristjönu Þorfmnsdóttur (A), eins flutningsmanna tillögunnar, var hún lögð fram til að þrýsta á að lóðimar yrðu auglýstar sem fyrst. Einnig verður sent út dreifibréf til stéttarfélaga og annarra hagsmuna- samtaka þar sem þeim verður kynnt málió. „Ég á von á því að það verði tölu- verður áhugi fyrir þessum lóðum. Auk þess verður þaó mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið þegar framkvæmdir hefjast sem veróur vonandi sem fyrst. Þetta skapar at- vinnu fyrir iðnaðarmenn og kallar á aukna þjónustu vió ferðamenn,“ sagði Kristjana. Bæjarveitur: Lækka hitataxta raf- veitu og hita um 3 % Stjórn Bæjarveitna hefur sam- þykkt að lækka hitataxta rafveitu Slagur um útsölumarkað í Betel, áður Samkomuhúsinu: F élag kaupsýslumanna vildi loka -en þar átti m.a. að selja tímaritið Bleikt og blátt, sem Snorri Óskarsson hefur fordæmt. Á þriðjudaginnn var opnaður stór- útsölumarkaður í Betel, áður Samkomuhúsinu, þar sem til sölu voru geisladiskar, tímarit, tölvu- leikir, sælgæti og verkfæri. Allt var þetta boðið á mjög hagstæðu verði ef marka má dreifibréf sem dreift var í hvert hús í bænum. Félag Kaupsýslumanna í Vestmanna- eyjum gerði athugasemd við markaðinn og varð niðurstaðan sú að honum var lokað að hluta. Snorri Oskarsson, forstöðumaður Betel segir að sér hafi ekki verið kunnugt um að Blcikt og blátt væri til sölu á markaðnum, en því hefði vcrið kippt út án sinna afskipta. Sigurbjörg Axelsdóttir, formaður Félags kaupsýslumanna, sagði að stjómin hefði leitað til sýslumanns- embættisins og farið fram á að markaðnum yrði lokað. Þar hefði þeim verið bent á að tvö fyrirtæki í bænum leppuðu markaðinn. Við athugun hefði komið í ljóst að annað þeirra var ekki með verslunarleyfi og þegar hinn aðilinn komst að því að þar var m.a. verið að selja sælgæti dró hann sig til baka. „Við sem rekum verslun í Vestmannaeyjum erum að reyna að spoma við að hingað komi sölumenn úr Reykjavík sem ekki borga krónu til bæjarins. Við borgum alla okkar skatta og skyldur hér. Varðandi Betel má benda á að söfnuðurinn fékk niðurfelld fast- eignagjöld að upphæð 844 þúsund krónur með því skilyrði að þar fari enginn rekstur fram. Þetta bentum við m.a. á,“ sagði Sigurbjörg. Mótmæli þeirra báru þann árangur að allir nema einn hættu að selja á markaðnum. Er hann í skjóli Vídeóklúbbsins sem ætlar að selja vömr fyrir hann í framtíðinni. Snorri í Betei sagði að stjóm FK hefði tekið sig inn á teppið og spurst fyrir um markaðinn. „Okkur var bent á að við væmm þau einu sem opnuðu dyr okkar fyrir „erlendum kaup- mönnum" og sögðu það stefnu félagsins að hleypa þeim ekki inn þar sem þeir borguðu hvorki skatta né skyldur til bæjarins." Viðbrögð Snorra vom að biðja um formlegt bréf til stjómar safnaðarins sem síðan tæki afstöðu til málsins. „Þá bentu þau mér á auglýsingu sem skartaði m.a. Bleiku og bláu. Ég hafði ekki séð auglýsinguna og vissi ekki að Bleikt og blátt væri til sölu í Betel," sagði Snorri en reyndar kom það aldrei til sölu þar. I framhaldi af þessu kærði stjóm FK markaðinn og lokaði lögreglan honum eftir að hafa spurst fyrir um verslunarleyfi, en eins og fram kemur að framan er einn eftir. „Mér var líka bent á að óeðlilegt væri að söluaðili frá Reykjavík væri að selja hér sæl- gæti á lægra verði en heildsali hér. Þá benti ég þeim á að húsið stæði þeim opið en þeir hefðu ekki sýnt því á- huga eins og fram hefði komið um síðustu jól þegar þeim stóð til boða að hafa markað hjá okkur." Um fasteignagjöldin sagði Snorri að Betel væri kirkja og þær borgi ekki fasteignaskatta. „Einnig innheimtir bærinn ekki gjöld af safnaðar- heimilum og félagsheimilum og litið á það sem styrk til þeirra. Við sáum þennan markað líka sem stuðning við bæjarbúa með því að opna húsið fyrir ódýmm vamingi. Þaó er kjarabót," sagði Snorri að lokum. Samkvæmt upplýsingum frá Betel er ekki um eiginlega leigu að ræða í þessu tilfelli, heldur borga sölu- menniminr Ijós og hita. og hitaveitu íbúðarhúsnteöis um þrjú prósent. Að sögn Eiríks Bogasonar, veitu- stjóra, er helsta ástæðan fyrir lækkuninni sú að ríkissjóður og Landsvirkjun hafa aukið niður- greiðslur á rafhitun, sem kemur til lækkunar á töxtum. Einnig gera önnur skilyrði þetta mögulegt en rekstrammhverfið þykir nú betra en oft áður. „Vonandi er þetta bara byrj- unin,“ sagði Elríkur Bogason, veitustjóri að endingu. „Það er rétt að raér var boðið 3. sæti á Usta Sjálfstaeðisfiokksins sem sárabót en því var hafnað eftir að ég hafði borið það undir stuðningsracnn raína. Framboðs- iisti okkar er ekki enn tilbúinn en boltinn er enn að vaxa. Þetta er frekar hreyfing en hópur ogégá von á að við eigum efíir að tefla frara sterkum lista og hann líti dagsins Ijós í næstu vikn,“ sagði Georg Pór Kristjánsson sem á sunnudaginn fékk umrætt tilboð. Á fuiltrúaráðsfundí sjálfstæðis- manna á suonudaginn buðust Úlfar Steindórsson og Amar Sigurmunds- son að víkja eða færa sig til á listanum ef það yröi til að opna Georg leið aftur Ínn í flokkinn. Ulfar staðfesti þetta í samtali við FRÉTTIR. „Mín skoðun í lífínu hefur verið að lifa í sátt við eins marga og hægt er, þó það geti stundum veríð erfitt. Meö þessu töldu menn aó opnaðist ákveðínn möguleíki tíl sátta. Hagsmunír bæjarins skipta meira máli en mínir og þama taldi ég opnast leið til að tryggja að Guðjón Hjörieifsson yrói áfram bæjarstjóri. Að Georg skyldi hafna þessu tilboði kom mér á óvart því ég hélt að málíð snerist um að hann fengi eitt af fjórum efstu sætunum. Nú viróast einhverjar aðrar aðstæður, en óánægja hans, ráða ferðmni. Hverjar þær eru veit ég ekki,“ sagði Úlfar að lokum. Pólitískt uppgjör Siguróar Einarssonar -Sjá bls. 7-9 HSI skorti kjark til aó biójast afsökunar. -Sjá bls. 15 Skemmtilegar Blómarósir í Bæjarleikhúsinu. -Sjá bls. 2 TRYGGINGA MIÐSTÖÐIN HF. FJOLSKYLDU- TRYGGING FASTEIGNA- TRYGGING Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 -Sími 11535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 -sími 13235 FAX13331 BRUAR BILIÐ Vetraráætlun Herjólfs 1993-1994 Alla virka daga Frá Vestmannaeyjum: KL 08:15 Frá Þorlákshöjn: KL 12:30 Sunnudaga: Frá Vestmannaeyjum: KL 14:00 Frá Þorlákshöfh: KL 18:00.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.