Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.2004, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.2004, Blaðsíða 10
10 Fréttir / Fimmtudagur22.janúar2004 Binni í Gröf: Aldarminning aflakóngs BINNI í Gröf var orðinn þjóðsagnapersóna, strax í lifanda líti en þess er nú minnst að þann 7. síðastliðinn voru 100 ár frá fæðingu hans en hann lést 12. maí 1972. „Benóný er fremur lágur vexti, dökkur á brún og brá, mó- eygur og augun full af fjöri. Hann er þrekinn um herðar og þykkur um hönd, vel að kröftum búinn og léttur í skapi. A fyrri árum var hann lipur knattspyrnumaður og vel þjálfaður fimleikamaður, og býr hann enn vel að þeirri líkamsmennt. Allar hreyfingar hans eru léttar, mjúkar og fjaðurmagnaðar, viðbrögðin snörp og handtökin til allra verka föst og viss. Að vissu leyti hefur hann verið til fyrir- myndar skipshöfnum sínum sem og um alla sjómanns- hæfni. Til hans hafa ávallt valist góðir sjómenn, sem hafa kunnað að beita orku og sjómannssnilli við hand- tökin: Þeir hafa heldur ekki farið tómhentir frá borði Benónýs, en notið hins besta framhaldsskóla og fengið auk þess betri laun en nokkur skóli greiðir meisturum sín- um. Það er meira en nemendur munu yfirleitt geta státað af." Þannig er Benóný Friðriksson lýst af Ama Amasyni frá Gmnd í grein sem birtist um Binna í Gröf í lok vertíðar 1958 en þá hafði hann orðið afla- kóngur fimmtu vertíðina í röð. Binni, sem var þjóðþekktur aflakóngur, hefði orðið 100 ára þann 7. janúar sl. en hann lést 12. maí 1972. Hér verður farið yfir æviskeið kappans og til þess stuðst við greinar úr dagblöðum og bókakafla. Fór ungur til sjós Binni var fæddur 7. janúar 1904 í Gröf í Vestmannaeyjum. Hann var sonur hjónanna, Oddnýjar Benediktsdóttur frá Syðstu-Gmnd undir Eyjafjöllum og Friðriks Benónýssonar frá Núpi í sömu sveit, formanns og dýralæknis. Binni var eitt tuttugu og tveggja bama þeirra hjóna. I grein Ama segir enn- fremur að innan fermingaraldurs hafi Binni verið farinn að róa á opnum bát með félögum sínum, þeim Þorgeiri Jóelssyni frá Fögruvöllum og Magnúsi Isleifssyni í Nýjahúsi. „Allir vom þeir miklar aflaklær, harðfrískir strákar og svo fastsæknir á fiskimiðin, að mörgum eldri mann- inum þótti meir en nóg um. For- mennsku á bátnum önnuðust þre- menningamir til skiptis, og var mikið kapp um hvem róður.“ Happafleytan Gullborg til Eyja 1954 Fyrsti vélbáturinn sem Binni var á hét Friðþjófur Nansen. Var hann í eigu föður hans og fleiri. Binni var þar vél- gæslumaður en leysti af sem for- maður. Síðar var honum boðin for- mannsstaðan á vélbátnum Gullu og var hann þar þrjár vertíðir. Nokkrir bátar fylgdu í kjölfarið sem Binni veitti formennsku en árið 1954 urðu ákveðin kaflaskil í lífi hans þegar hann tók við Gullborgu RE 38. „Hefur hún reynst Binna hin mesta happafleyta og sannkölluð afladrottning, sem hann hefur beitt í brimin hvítu og lygnan sæ með frábæmm dugnaði og harðfylgi í hvívetna." 1 lok vertíðar 1954 var Binni afla- kóngur Vestmannaeyja. Þann titil hlaut hann næstu fimm vertíðir þrátt fyrir að hart hafi verið sótt að honum af öðmm formönnum. Hvergi átti þorskurinn griðastað I grein Arna segir um vertíðina ári seinna: „Það var róið til austurs og vesturs, út og suður á ystu mið, inn undir Sand og út á heimamiðin. Hvergi átti þorskurinn griðastað. Vertíð þessari lauk á þann hátt að enn varð Gullborgin aflahæsú bátur í höfn, með 780 smálestir, miðað við slægðan fisk með haus.“ Aftur varð hann aflahæstur ári seinna og skilaði tvöföldum meðalafla Eyjabáta annað árið í röð. Vertíðina 1957 var sótt harðar að Binna en nokkm sinni fyrr. Nýir bátar komu til sögunnar, öflugri en fyrr og ný veiðitæki. Binni lét það ekki slá sig út af laginu og landaði 1017 smálestum þá vertíð og var það tæplega 100 smá- lestum meira en næsti bátur. Vertíðin 1958 var einhver sú stærsta í sögu Eyjanna með tilliti til þess að 130 vélbátar vom að veiðum frá Eyjum auk fjölda trillubáta. Vom 38 að- komubátar í þessum hóp. Varð vertfðin einhver sú besta og aflamesta hjá vélbátunum. „Þessir veiðigarpar veittu Benóný fljótt harða atlögu er á vertíð leið, en hann varðist af mikilli hörku. Veiði- snilldin brást honum ekki, því þótt fyrir kæmu dagar, sem aðrir vom aflahærri, jafnaði hann metin næstu daga og hækkaði aflamagn sitt jafnt og ömgglega. Hann fiskaði austur með landinu, þegar aðrir vom vestan Eyja, en þegar flotinn kom austur með, þá flutti hann sig vestur, alveg eins og hann fyndi á sér að fiskurinn var að færa sig.“ Þessa vertíð sló Binni öll met og varð Gullborg aflahæsti bátur lands- ins. Alls varð Binni aflakóngur sjö sinnum og þegar hann kom í land fyrir fullt og allt hafði hann veitt um 60 þúsund tonn á sínum formannsferli. Gusaði í sig einu sinni til tvisvar á vertíð „Binni í Gröf var maður sögunnar og þar sem hann var komst vatnið á hreyfingu," segir í grein eftir Asa í Bæ sem birtist í bókinni Aflamönnum. Þar segir jafnframt að hann hafi verið orðheppinn og hafði gaman af því að takast á við lífið og tilvemna á góðum stundum. „Hann gusaði í sig einu sinni til tvisvar á vertíð til þess að slappa af frá spennitreyju veiðihugans. Að öllu jöfnu var hann hæglætismaður, en ef hann fékk sér sjúss þá fór meira fyrir honum en öðmm mönnum. Það fylgdi honum stormur, líf, það þurfti að fara í sjómann, segja sögur, kveðast á og tala mikið. Binni í Gröf var alla tíð fjörkálfur og góðlátlegur hrekkja- lómur eins og löngum hefur verið ræktað í Eyjum þar sem menn líta ekki of alvarlegum augum á sjálfa sig í samspili við lífið og tilvemna þegar færi gefst. Jóraspjallið hefur löngum loðað við Eyjamenn. Drukku sopa af eigin eggjaseyði Margar góðar sögur af kappanum em raktar í kaflanum. Ein slík var um eggjaferð Binna og Koba gamla sem Binni reri þá með. „Einhverju sinni um eggjatímann langaði Binna að skreppa í berg eftir eggjum. Hinn frómi maður Kobi mátti ekki heyra minnst á slfkt, en fýrir þrákelkni Binna lætur sá gamli undan upp á smá- smakk. Eggjaþjófnaður þótti þá stór- glæpur. Kattliðugur kemur Binni úr berginu og stóri ketillinn er fylltur af eggjum. Vamið er farið að sjóða þegar þeir sjá rösklega róið í áttina til þeirra. Þar fara jarðamenn og eggjaeigendur. Kobi vill nú henda þýfinu í sjóinn en Binni er ekki alveg á þeim bux- unum. Hann drífur kaffi í ketilinn og byrjar að veifa eggjaeigendunum í gríð og erg. Þegar þeir em komni í kallfæri býður hann þeim upp á kaffisopa, þeir hafi verið að hella á könnuna. Við þetta góða boð hverfur öll tortryggni eins og dögg fyrir sólu og þeir sötmðu í sig soðið af eigin eggjum og var ekki að sjá annað en þeim þætti sopinn góður.“ Aldrei vitað veiðiskap þar sem setíð er á beitunni Á tímabili var Gölli Valda, Ámi Valdason einn af skipverjunum á Gullborginni. Þeir vom að landa fullfermi af sfld á Siglufirði. „Honum þótti sopinn góður og í þetta skipti hefur hann verið orðinn allþyrstur, því báturinn hafði ekki snert bryggjuna þegar Gölli sveif í land. Hann mætti ekki til skips fyrr en búið var að landa og verið var að leggja frá. Binni var alveg sjóðandi vondur og spurði hvem djöfiilinn þetta ætti að þýða. „Einhver verður að sjá um það andlega," svaraði Göllinn af mestu rósemi og Binni kunni að meta svona gamansemi og málið var úr sögunni." Önnur hnyttin saga af aflakóngnum var þegar hann kom eitt sinn niður að Bæjarbryggju á sumardegi: Það var kaffitími í Hraðinu og stelpumar sátu í hóp á bryggjusporðinum, sóluðu sig og dingluðu fótunum. „Hvað emð þið að gera stelpur mínar?“ spurði Binni. „Veiða,“ svaraði ein. „Veiða hvað?“ spurði Binni áfram. „Veiða menn,“ svömðu þær allar í kór þar sem þær sátu í makindum á bryggjusporðinum. „Aldrei hef ég nú vitað veiðiskap þar sem setið er á beitunni," svaraði aflaklóin Binni í Gröf að bragði." Tekist á við Gæsluna Þær em til margar sögumar af við- skiptum Binna við varðskipsmenn. Hann var þekktur fyrir að vita alltaf upp á hár hvar hann var staddur á hafi úti og skipti engu um skyggni. „Einu sinni var Binni að toga austur á Vík og veit ekki fyrr en varðskip kemur ösl- andi. Garðar Pálsson var stýrimaður á varðskipinu, en Eiríkur Kristófersson var skipherra. Garðar sagði mér söguna. Það lá ljóst fyrir að Binni var í landhelgi, en það dróst örstutta stund að við kölluðum í hann og létum hann vita að hann væri tekinn. Allt í einu heyrist Binni kalla í varðskipið í talstöðinni og Eiríkur svarar að bragði og skiptir yfir á Binna. „Já, sæll og blessaður, Eiríkur minn," segir Binni. , Jríikið er ég feginn að þú komst, ég er eitthvað svo óömggur með mig héma því ég átta mig ekki alveg á staðsetn- ingunni. Mig langar að biðja þig að

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.