Baldur


Baldur - 31.03.1944, Blaðsíða 1

Baldur - 31.03.1944, Blaðsíða 1
BALDUR UTGEFANDI: SÓSlALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR Kemur út einu sinni í viku, minnst 40 blöð á ári. Árgangurinn kostar 10 kr. Rilstjóri og ábyrgðarmaður er Halldúr Ólafsson, Odda. ísafjörður, 31. marz 1944 Ætla þeir enn að svíkja, Blað Alþýðuflokksins á Akureyri skorar á þjóð- ina að fella lýðveldisstjórnarskrána. X. ÁRG. Baldur vikublað. Sú ákvörðun hefur nú verið tekin að láta Baldur koma vikulega út eftirleiðis, eða minnst 40 blöð á ári. Áreiðanlega fagna allir vinir blaðsins og fylgismenn þessari ákvörðun, en um leið verða þeir að gera sér Ijóst að bér er mikið i fang færst og það er að mestu í þeirra valdi að þetta geti giftusamlega tekist. Til útgáfu blaðsins þarf mikið fé, og aðeins litill hluti þess fæst fyrir auglýsingar, það, sem áskortir verður að koma frá föstum áskrifendum i áskriftargjöldum og styrkj- um. Nú fer áskrifendum blaðs- stöðugt fjölgandi, og það má telja víst að þeim fjölgi enn örar þegar blaðið fer að koma vikulega út. Skal í þessu sam- bandi á það bent, að nú er ódýrara að gerast fastur áskrif- andi, en að kaupa blaðið í lausasölu, auk þess er á þann hátt tryggara að menn fái blað- ið og blaðinu mun meiri styrk- ur að föstum áskriftargjöldum, en því sem inn kemur fyrir lausasölu. Árangur sá sem þegar hefur náðst í söfnun fastra mánaðar- styrkja gefur einnig mjög glæsilegar vonir um, að með þessari ákvörðun, að gera Baldur vikublað, sé útgefandi alls ekki að reisa sér hurðarás um öxl. Að vísu skortir nokk- uð á að það takmark, sem sett var í næst síðasta blaði um styrktarloforð á mánuði, bafi náðst, en með tilliti til þeirra gjafa, sem blaðinu hafa borist síðan það fór að koma reglu- lega út og þess, að enn bafa ekki allir þeir, sem áreiðanlega láta eitthvað af mörkum til blaðsins, lofað styrk, næst þetta takmark áreiðanlega og meira en það. Ákvörðun þessi er þvi alls ekki tekin án þess að fjárhag- ur blaðsins sé nokkurn veginn tryggur, en áætlanir um tekjur blaðsins geta á >Tnsan liátt brugðist, þess vegna verða allir vinir þess að vinna sleitulaust að söfnun nýrra á- skrifenda og fastra styrkja og gjafa til blaðsins. Baldur mun, hér eftir eins og bingað til, kappkosta að rækja blutverk sitt sem bezt. Með stækkun blaðsins verður auðveldara að hafa efni þess fjölbreyttara en bingað til hefur vei'ið, og verður allt, sem unnt er, gert til þess að full- nægja óskum lesenda hvað það Það vakti almennan fögnuð meðal þjóðarinnar er lýðveld- isstjórnarskráin og þingsálykt- unartillagan um skilnað við Dani var samþykkt einróma í sameinuðu Alþingi 25. febrúar. Áður hafði orðið samkomu- lag milli fulltrúa Sj álfstæðis- og Framsóknarflokksins i skilnaðarnefnd annarsvegar og fulltrúa Alþýðuflokksins hins vegar að fella ákvæðið um 17. júní sem gildistökudag úr stjórnarskránni. En jafnframt var því hátíðlega l}rst yfir af formanni skilnaðarnefndar, Gísla Sveinssyni, að allir flokk- ar myndu beita blaðakosti sín- um og öðrum áhrifum til þess að fá stjórnarskrána sam- þykkta með sem flestum at- kvæðum. Einnig lýstu þing- menn Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokksins yfir því, að þeir stæðu fast við ákvörðun sína um 17. júni sem gildis- tökudag, enda þótt svo væri ekki ákveðið í sjálfri stjórnar- skránni. Þingmenn sósíalista og fjórir þingmenn aðrir mót- mæltu þessum bræðingi og bentu á bver hætta málinu gæti af honum stafað. Er réit í þessu sambandi að rifja upp nokkur orð úr grein í Baldur 24. febr. um þennan bræðing, þar segir svo: „Með bonum (þ.e. bræðingn- um) er undanhaldsliðinu gef- ið aukið tækifæri til áfram- haldandi sundrungar- og skemmdarstarfs. Alþýðu- flokksklíkan, sem dansað hef- ur Óla skans í sjálfstæðismál- inu á undanförnum árum er vísust til þess að gera. enn frekari kröfur um undanhald, eftir að einu sinni hefur verið slakað til við hana, eins og nú hefur verið gert“. Þetta virðist nú vera að lcoma ú daginn. Eftir að Alþingi bafði ein- rónia samþykkt lýðveldis- stjórnarskrána hófu blöð und- anbaldsliðsins samstilltan á- róður gegn henni. Gera þau snertir. En um leið ■ skorar l)laðið á alla alþýðu að lnin veiti því allan þann stuðning sem hún megnar, minnug þess, að bver eyrir, sem bún legg- ur til baráttunnar fyrir þeim bugsjónum, sem hún Ijerst fyr- ir, ber rikulegan ávöxt. einkum að árásarefni það á- kvæði, að lög, sem forseti synjar um staðfestingu, skuli þrátt fyrir það öðlast gildi þegar í stað, en þjóðaratkvæða- greiðsla skera úr livort þau skuli gilda áfram eða ekki, Skutull segir að með þessu sé Alþingi að sölsa undir sig allt vald úr höndum þjóðarinnar, og önnur undanhaldsblöð syngja á sömu nótu. Þetta er regin fjarstæða. Hvað sem um Alþingi og störf þess má segja, þá er það spegilmynd þjóðarviljans á hverjum tíma, aftur á móti getur vel farið svo að forseti sé kosinn af þriðja eða fjórða hluta kosninga bærra lands- manna og sjá allir hvílikt tákn þ j óðarvil j ans slíkur forseti væri, auk þess hefur þjóðin sjálf hér beint úrslitavald með þj óðaratkvæðagreiðslu. Þrátt fyrir þessi skrif und- anhaldsmanna var almennt vonað að þeir myndu minnsta kosti ekki vinna gegn al- mennri atkvæðagreiðslu með lýðveldisstj órnarskránni, en sú von hefur nú brugðist. I blaði Alþýðuflokksins á Akureyri, Alþjðumanninum birtist 14. þ. m. grein um stjórnarskrármálið og er þar úkueðið skorað á þjóðina að fella lýðveldisstj órnarskrúna við þjóðaratkvæðagreiðsluna í vor. Hér á að vísu hlut að máli eitt allra ómerkilegasta blað Alþýðuflokksins, stjórnað af batrammasta sundrungarpost- ula þessa flokks, Erlingi Frið- jónssyni, en þrátt fyrir það hlýtur slík áskorun aðivekja nokkurn ugg. Ekki er annað vitað, en að Erlingur sé góður og gildur flokksfélagi i Al- þýðuflokknum og Alþýðumað- urinn málgagn Alþýðuflokks- ins á Akureyri. Og þegar minnst er fyrri svika meiri- bluta Alþýðuflokksforustunnar í sjálfstæðismálinu er ekki nema eðlilegt þó spurt sé: Er hér verið að gefa merki um enn frekari svik? Ætla sundrungaröflin í Al- þýðuflokknum nú að beita Erlingi Friðjónssyni íyrir sig, til þess að sundra þjóðinni í því máli, sem virðing okkar og velferð ríður á að allir séu einbuga um — sjálfstæðismál- inu — eins og hún hefur beitt 7. tölublað. honum fyrir sig i klofnings- starfinu innan verkalýðshreyf- ingarinnar? Þjóðin krefst skýrra og ótví- ræðra svara við þessum spurn- ingum. Það er með öllu ósæmilegt, að nokkur þeirra flokka, sem atkvæði greiddu með lýðveld- isstj órnarskránni á Alþingi, bafi innan vébanda sinna mann, sem skorar á þjóðina að fella þessa stjórnarskrá. Stjórn Alþýðuflokksins verður því tafarlaust að reka Erling Friðjónsson úr Alþýðuflokkn- um og vinna að því jafnframt, að sá fámenni hópur, sem enn bindur trúss sitt við þennan klofningslegáta, láti ekki blekkjast af þessari áskorun hans. Geri Alþýðuflokksforustan það ekki hefur hún játað sig samseka. Vonandi er svo ekki. Endurnýjun fiskiflotans. I bréfi frá Alþingi, sem birt var i Vesturlandi 15. þ. m., gerir Sigurður Bjarnason frá Vigur 5 miljón kr. framlagið til fiskiskipa að umtalsefni. Segir hann þar, eins og rétt er, að framlag þetta hafi verið samþykkt á haustþingu eftir tillögu l'ormanns fjárveitinga- nefndar, Péturs Ottesen, en hann gleymir alveg eða kærir sig ekki um að geta þess, að þingmenn sósíalista fluttu á haustþinginu þá breytingartil- lögu við fjárlagafrumvarpið, að 10 miljónum kr. skyldi var- ið til eflingar og endurnýjun- ar fiskiskipastóls landsmanna; var sú tillaga í fullu samræmi við óskir og kröfur íslenzkra fiskimanna í þessu máli. Frá afdrifum þessarar till. hefur áður verið sagt hér í blaðinu. Hún var felld við aðra umræðu fjárlaganna. Allir þingmenn gömlu þjóðstjórnar flokkanna, að tveimur þingmönnum Al- þýðuflokksins og einum þing- manni Sjálfstæðisflokksins undanskildum, greiddu at- kvæði gegn henni. Við þriðju umræðu fjárlaganna fluttu þingmenn sósíalista svo tillögu um 9y2 miljón kr. 1‘ramlag til liskiskipa. öllum var ljóst, að það var aðeins gert til þess að draga ur þeim álitsbnekk sem meiri bluti þingmanna Al- þýðuflokksins blaut fyrir framkomu sína við atkvæða-

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.