Baldur - 14.01.1950, Blaðsíða 1

Baldur - 14.01.1950, Blaðsíða 1
Bjargráð sjálfstæðismanna. Aukin verðbólga og dýrtíð. Hörmulegt sjóslys. 10 menn farast með vélbátnum Helga. Laugardaginn 7. m. varð þad hörmulega slgs, að vélbáturinn Helgi strandaði á Faxaskeri við Vestmannaegjar, og létu þar 10 manns lífið, 7 skipverjar og 3 farþegar. Helgi kom frá Iiegkja- vík, en hann hafði haldið uppi ferðum milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja frá því á s. I. hausti. Helgi strandaði um kl. 3 s. 1. laugardag, en þá fékk hann ó- lag i Faxasundi. Sást þá til tveggja manna, er komusl upp á Faxasker, en svo yar veður- iiæðin og sjógangurinn mikill, að ekki reyndist unnt fyrr en á rnánudagsmorgun að kornast út í skerið, og voru þar þá lik þeirra Gísla Jónassonar og óskars Magnússonar. Allt vár gert sem mögulegt var til þess að reyna að bj arga mönnunum af skerinu, en án árangurs. Þeir sem fórust voru: Hallgrímur Jiflíusson, ski]>- stjóri, Vestmannaeyjum, f. 3. júní 190(i, kvæntur og átti tvö börn, 5 og 7 ára og tvö fóstur- börn innan við tvítugt. Gísli Jónasson, stýrimaður, frá Siglufirði, f. 27. sept. 1917, ókvæntur. Jón B. Valdemarsson, 1. vél- stjóri, Vestmannaeyjum, f. 25. sept. 1915, kvæntur og átti eitt l)arn. Gísli A. Runólfsson, 2. vél- stjóri, Vestmannaeyjum, f. 27. maí 1922, kvæntur og átti 4 börn frá 1 til 7 ára. Hálfdán Brynjar Brynjólfs- son, matsvcinn, Vestmannaeyj- um, f. 25. des. 1926, nýkvæntur. Óskar Magnússon, háseti, Vestmannaeyjum, f. 15. ágúst 1927, ókvæntur. Sigurður A. Gíslason, háseti, Vestmannaeyj um, f. 5. sept. 1923, ókvæntur, en vann fyrir aldraðri móður sinni. Farþegar voru: Arnþór Jóhannesson, skip- stjóri frá Siglufirði, kvæntur og átti 3 börn. Halldór E. Jolinson, prestur frá Kanada, f. 9. des. 1885, dvaldist í Vestmannaeyjum í suinar og kenndi nú við Gagn- fræðaskólann þar. Þórður Benediktsson l'rá Ól- afsfirði, 16 ára. Ríldsstj órn Sj álfstæðisflokks- ins bar í ram á Alþingi 4. þ. m. frv. um hin margauglýstu bjargráð sín. Samkvæmt því er ríkisahyrgð á nýjum fiskí hækkuð um 10 aura upp í 75 aura á kg., ríkisábyrgð á í'reð- fiski er hækkuð um 20 aura upp í kr. 1.53 á kg. og ríkisá- byrgð á saltfiski er hækkuð um 23 aura upp í kr. 2,48 á kg. Kostnaourinn, sem af þess- iri ábvrgð leiðir, á að fá með þvi að framlengja alla nýju tollana og skattana frá fyrri áramótum um eitt ár enn, nema gjaldeyrisskattinn á heimilisvélum. Auk þess er í þessu bjargráða frv. ríkisstjórn ar Sjálfstæðisflokksins boðuð fimmföldun á söluskattinum frá 1. marz n.k., — verði engin endanleg bjargráð komin fyrir þann tínia!! Söluskatturinn nemur nú 6% af tollverði, en á samkv. frv. að verða 3Ö%. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að þessi hækkun söluskattsins nemi a.m.k. 50milj. kr., en hún verður 65—70 milj. kr. Fram- lenging á öðrum tollum og sköttum, sem frv. gerir ráð fyr- lir, nema 42 milj. kr. Það verða því ca. 110 milj. kr., sem ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokksins ætl- ar að leggja á almenning. Þessi hækkun söluskattsins yrði sú mesta dýrtíðaralda, sem yfir þjóðina hefur skollið. Samkvæmt þessu bjargráði Sj álfstæðisflokksins mundi t.d. strásykur hækka úr kr. 2,00 pr. kg., núgildandi verðlag, upp í kr. 2A5 pr. kg., hveiti úr kr. 1,60 pr. l<g„ upp í kr. 1,90, haframjöl úr kr. 1,75 pr. kg. upp í kr. 2.08, skór úr kr. 95,00 parið upp í kr. 115,00 og þann- ig mætti telja margfallt fleiri vörutegundir. Þessar nýju álög- ur jafngilda að sjálfsögðu stór- vægilegri gengislækkun og verða til þess að allar aðflutt- ar vörur stórhækka i verði, innlendar vörur sigla vitanlega í kjölfar þeirra. Hér er þó að- eins um „bráðabirgða“ úrræði að ræða, úrræði, Sem þóttu svo væg, að talið var þorandi að sýna almenningi þau fyrir kosningar. Það má því nærri geta hvað í vændum er, ef aft- urhaldssflokkarnir auka styrk- leika sinn í þessum kosningum. Almenningi er talin trú um, að frv. þetta sé flutt til bjargar sj ávarútveginum. Sannleikur- inn er hinsvegar sá, að aukin útgjöld vegna fiskábyrgðarinn- Framhald á 4. siðu. 'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii | Kosningaskrifstofa | | Sósíalistaflokksins. I | Kosningaskrifstofa B-LISTANS, lista Sósíalista- f | flokksins, í Smiðjugötu 13, er opin alla daga frá | | kl. 4—7 e. h. | | Þar geta kjósendur fengið allar upplýsingar varð- | | andi kosningarnar. Kjörskrá liggur frammmi. | Einkum er áríðandi að menn láti skrifstofuna | | vita um kjósendur, sem verða fjarverandi úr bæn- \ 1 um á kjördegi, svo að þeir kjósi áður en þeir fara, f I eða hægt sé að ná í atkvæði þeirra í tæka tíð, séu I | þeir þegar farnir. Sömuleiðis ættu kjósendur Sósíal- | | istaflokksins utan af landi, sem staddir eru í bæn- f | urn, að koma á skrifstofuna og fá upplýsingar um f | lista flokksins á þeim stöðum, sem þeir eru á kjör- | | skrá. Atkvæðagreiðsla utan kjörstaða fer daglega I | fram á skrifstofu bæjarfógeta. f Fvlgismenn B-LISTAN5 komið sem oftast á | | skrifstofuna og takið þátt í kosningabaráttunni. f Símanúmer skrifstofunnar er 80. \ llllllllllllllllllllltllllllllllllllllllllipillllllllllirilllllllllollll'lllipilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllll Listi Sósíalistaílokksins er B-Iisti.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.