Baldur - 25.01.1955, Blaðsíða 1

Baldur - 25.01.1955, Blaðsíða 1
 sjy BLAÐ SÓSlií L1 lLISTA á 1 > U fESTFJÖRÐUI vi \ XXI. árg. ísafjörður, 25. janúar 1954. 2. tölublað. 4^ Brezkur íogari siglir niður íslenzkan flskíbát Tveír menn ðmkkna. Pað hörmulega slys varð á miðunum út af Súgandafirði 12. þ.m., að brezkur togari sigldi á m.s. Súgfirðing Í.S. 500 frá Suðureyri, með þeim afleiðingum að báturinn sökk og tveir menn drukknuðu. Þeir, Rafn Ragnarsson, annar vélstjóri frá Suðureyri, 21 árs ókvæntur og barnlaus, og Hörður Jóhannesson, ættaður úr Súðavík, um tvítugt. Hann lætur eftir sig unnustu. Togarinn, sem ásiglinguna gerði, heitir Kingston Pearl og er frá Hull. Hann kom hingað til Isafjarðar kl. 9 að kvöldi dagsins, sem slysið varð, með skipbrotsmennina þrjá, er af komust, og lík Ilarðar heitins. Lík Rafns sál. Ragnarssonar náðist ekki. Sjóréttur hefur farið fram í málinu. trr skýrslu skipstjórans á Súgfirðingi. Eftir því sem segir í skýrslu skipstjórans á Súgfirðingi, Gísla Guðmundssonar, lagði báturinn af stað í fiskiróður frá Suðureyri kl. 21,15 11. janúar s.l. Skipverjar voru fimm. Stefna var tekin N. að V. hálft V. Eftir 3 klst. og 30 mín. siglingu, var byrjað að leggja lóðirnar. Kl. 5,20 um morguninn, 12. þ.m., var byrjað að draga. Veður var þá SA ca; 3 vindstig og lítilsháttar NA öldu- vottur. Skyggni yfirleitt gott, skemmst 1 km. Síðan segir orðrétt í skýrsl- unni: „Nokkru eftir 11,30 f.h., sáum við togara, sem var á siglingu í NV frá okkur og stefndi hann í áttina til okkar. En ég taldi víst, hð hann mundi víkja öðru hvoru megin við okkur. Þar sem við vorum að draga línuna, var skip okkar ferðlaust, og taldi ég öruggt fyrir mig að gera engar ráðstafanir til þess að hreyfa mitt skip, þar sem ég ekki gat séð af stefnu skipsins (togarans), hvoru megin hann mundi sigla fram hjá okkar skipi, en það taldi ég auðvitað sjálfsagt að togarinn gerði. En þegar togarinn átti skammt eftir að skipi mínu, það mun hafa verið kl. 11,45 f.h., og ég sá ekki betur en að (hann) ætlaði að sigla á. okkar skip miðskips, setti ég hið fljótasta mitt skip á fulla fei'ð áfram, til þéss að fá togarann fyrir aftan okkur. Skip mitt náði auðvitað ekki strax fullri ferð, svo að togarinn lenti með stefni sitt á stjórnborðssíðu m.s. Súgfirðings rétt framan við stýrishúsið og gekk stefni togarans inn í mitt skip. Strax eftir ásiglinguna hrökk skip mitt undan, svo að ca. 3—4 faðma bil myndaðist milli skipanna. Renndi togarinn þá þegar aftur í annað sinn á skip mitt og lenti þá lítið eitt aftar á skipi mínu, eða framan til við hurð stýrishússins, og möl- braut þann hluta stýrishússins. Þegar áreksturinn varð, var ég staddur í stýrishúsi við andóf, fyrsti vélstjóri var að innbyrða (gogga) fiskinn, stýrimaður var að draga línu frá spili, annar vélstjóri var í ganginum að blóðga (hálsskera) fiskinn og há- seti var niðri í káetu að borða. Kallaði ég strax á hinn síðast nefnda, og kom hann þegar á þilfar. Og þar sem enginn tími vannst til að setja á sig lífbelti, skipaði ég öllum skipverjunum að ná sér í belgi með bandi við og festa þá við sig. Sjálfur gat ég komið lauslega á mig lífbelti, þar sem það var rétt hjá mér í klefa minum í stýrishúsinu. Um leið og ég greip lífbelti mitt þaut ég út úr stýrishúsinu og aftur á skut til hinna skipverjanna fjög- urra. Á þessu augnabliki tel ég að togarinn hafi fjarlægst frá skipi okkar ca. 20 faðma, og hafði hann þá stöðvað vél sína. Veif- uðum við þá til hans og gáfum honum merki um að renna fram með okkur stjórnborðsmegin, þar sem augljóst var að skip mitt mundi sökkva á næsta augnabliki. Hlýddi togarinn bendingu okkar og tókst fljótlega að leggja upp að stjórnborðssíðu okkar. Fljótt á litið varð ég ekki var við nema fáa menn á þilfari togarans, þeg- ar hann lagði upp að okkur. Sökk skip okkar þá mjög ört og við þá allir komnir í sjóinn, þó að ekki værum við lausir við skipið, enda sökk það skömmu síðar.“ Þannig segist Gísla skipstjóra frá í skýrslu sinni. Það, sem síðar gerðist, var það, að þremur skipverjum af Súg- firðingi tekst að bjarga upp í tog- arann, en tveir menn fóru niður með bátnum, þeir Rafn og Hörð- ur. Fannst sá síðarnefndi á floti eftir ca. 40 mínútur, voru gerðar á honum lífgunartilraunir, en á- rangurslaust. Lík Rafns Ragnars- sonar fannst ekki. Vitnisburður skipstjóra og háseta á togaranum. Eftir vitnisburði skipstjórans á togaranum, hafði hann vikið af stjórnpalli og aftur í ratsjár- klefa þrem mínútum áður en á- reksturinn varð. Áður hafði hann staðið við opinn glugga á brúnni bakborðsmeginn og ekki séð neinn bát þaðan. Hann kvaðst heldur ekki hafa séð bát í rat- sjánni. Á stjórnpalli með skipstjóra voru tveir menn, annar við stýrið en hinn stóð við lokaðann glugga á stýrishúsinu stjórnborðsmegin. peim síðar nefnda sagðist svo frá fyrir réttinum: „Ég var í brúnni þegar árekst- urinn varð. Kom á vakt kl. 12,30 eftir brezkum tíma. Auk mín voru í brúnni tveir aðrir menn, maður Hann andaðist í Landsspítalan- um í Reykjavík 13. janúar s.l. eftir langvarandi veikindi. Aðalbjörn var fæddur í hafnar- dal í Nauteyrarhreppi 18. ágúst 1902. Foreldrar hans voru Pétur Pétursson bóndi þar og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Hann lærði gullsmíði'-hjá Einari Oddi Krist- jánssyni, gullsmið hér á ísafirði, og stundaði þá iðn alla ævi upp frá því, meðan heilsa og kraftar entust. Fyrst á Akureyri, síðan Siglufirði og síðast í Reykjavík og starfrækti jafnframt gull- smíðaverkstæði á þessum stöðum. Gekk þessi starfsemi hans mjög vel, enda var allt sem frá hans hendi köm, vandlega og vel unn- ið. Hugur Aðalbjarnar hneigðist snemma að stjórnmálum og sner- ist hann þá brátt á sveif með alþýðunni og þeim flokkum, er djarfast og af mestri raunsæi hafa barizt fyrir rétti hennar. við stýri og skipstjóri. Ég fór fyrst að glugga stjómborðsmeg- inn að gæta að skipaferðum og var sá gluggi lokaður, en þegar skipstjóri fór í ratsjárklefann um kl. 12,45 þá tók ég mér varðstöðu við gluggann á bakborða, sem var opinn. Um 5 mínútum eftir að skipstjóri fór, sá ég bát fram- undan, og var hann um tveggja skipslengda fjarlægð frá togar- anum. Ég hringdi þegar í vélina fulla ferð aftur á foak og um leið kallaði ég í skipstjórann, en maðurinn, sem við stýrið var, beygði á stjórhborða eins og hægt var að leggja stýrinu. Það skipti ekki sekúndum, að áreksturinn varð milli skipanna. Ég hygg að togarinn hafi verið á um 9 mílna ferð áður en tekið var aftur á bak.“ Skipverjar togarans töldu úti- lokað að hann hefði tvisvar siglt á bátinn. Þegar áreksturinn varð voru aðeins þessir þrír menn á þilj- um. M.s. Súgfirðingur ,var nýr bát- ur, smíðaður í Reykjavík s. 1. haust og seldur til Suðureyrar. Eigendur hans voru Hermann Guðmundsson og Óskar Kristjáns- son. Báturinn var 40 rúmlestir. Aðalbjörn Pétursson gullsmiður. Hann var einn af stofnendum Kommúnistaflokks íslands 1930 og Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins — 1938 og reyndist alla tíð einn af allra beztu liðsmönnum þessara flokka. Framhald á 4. síðu. Aðalbjörn Pétursson gullsmiður.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.