Stormur

Tölublað

Stormur - 08.11.1924, Blaðsíða 1

Stormur - 08.11.1924, Blaðsíða 1
STORMU R Ritstjóri Magnús Magnússon I. árg. Laugardaginn 8. nóvember 1924 6. blað i I HEILDSÖLU 7 Veiðarfæri: Fiskilínur 1—6 lbs Lóðataumar 18 og 20" Lóðaönglar No. 7 og 8 Lóðabelgir Netagarn 4 þætt Maniíla Seglgarn Bómullargarn Trawlgarn vænt- anlegt Hampur væntanl. J Hrcinlætlsvörur: New-Pin þvotta- sápa Ideal sápuduft Handsápa 12 teg. Raksápa Zebra ofnsverta Zebo fljótandi ofn- sverta Brasso fægilögur Reckitts Blámi Mansion Bonevax Cherry Blossom skósverta i Fatnaðarvörnr: Olíufalnaður alls- konar Enskar húfur Hattar karlmanna Flibbar Nærfatnaður Peysur bláar Regnkápur Manchetskyrtur Miiliskyrtur Nankinsfatnaður Ýmsar vörnr: Sissons Brothers heimskunnu málningavörnr. Vatnsfötur galv. 12" Bollapör Vatnsglös Skipskex Snowflake kex Svínafeiti o. m. fl. Kristján Ó. Skag-fjörð, Rvík. ersliinarmálin. »Stormur« gat þess í ávarpi sínu, að hann mundi láta verslunarmálin til sín taka og mundi þar eindregið fylgja frjálsri verslun, en fara ekki að dæmi þeirra blaða, sem að öðrum þræðiþykjast fylgja frjálsri verslun, en í raun réttri hylla innflutningshafta-pólitík, einokun og ýmiskonar önnur höft á viðskifta- lífinu. Stendur blaðið þar líka vel að vígi, því enginn getur brugðið því um það, svo með sannindum sé — Tryggvi og Jónas eru auðvitað til með að segja það — að kaupmenn standi bak við þetta blað, og því er ekki um það að ræða, að hér sé verið að berjast fyrir málefninu sökum þess, að það sé hags- munamál einnar stéltar. Ekki er heldur þetta blað múlbundið og hálf-volgt eins og sum önnur blöðin eru hér, sem i raun og veru eru þó málgögn frjálsrar verslunar, en þora ekki að segja fullan sannleikann vegna hræöslu við einstaka þingflokka eða einstaka menn í þeim. Petta blað heldur fram stefnu frjálsrar verslunar eingöngu vegna þess, að það er sannfært um, að það sé heilbrigðast þjóðfélagi voru. bað álitur, að velmegun og fjárhags- legt sjálfstæði þjóðar vorrar sé mikið komið undir því, að vér eignumst sjálf- stæða og vel mentaða verslunarstétt, sem hefir góða þekkingu á starfi sinu og vinnur með eigin fé. Hitt sýnist því að geta verið stór- hættulegt — og reynslan er því miður farin að sýna það — að annaðhvort algerlega óverslunarfróðir menn fari meö verslunarmálin, eða þá menn, sem ein- hverja nasasjón hafa fengið af bóklegri verslunarþekkingu, sem vafin hefir verið innan í hvíslinga- og óhróðursögur um kaupmenn og aðstandendur frjálsrar verslunar, en brestur algerlega alla verk- lega reynslu. Má það annars merkilegt heita, hve nærri því allir sem við stjórnmál fást nú, skríða flatir fyrir þvi sem þeir kalla »samvinnu« í verslunarmálum. Nær allir þykjast nú vera orðnir heitir og einlægir samvinnumenn og þreytast aldrei á því að syngja henni lof og dýrð og fullvissa kjósendur um trygð sína við hana. Auðvitað er þetta einn þátturinn í kosningadaðrinu og dekrinu við bænd- urna. Þeir halda að bændum geðjist að þessu, og því gerir ekkert til þótt sam- viska þeirra segi þeim alt annað. Hinu gæta þessir góðu menn ekki að, í kosningadaðri sínu og kjósendasmölun, að »samvinnan« í verslunarmálum er einn anginn af jafnaðarstefnunni og hann ekki sá minsti. Með framferði sínu eru þessir menn, sjálfsagt mikið til í blindni, að »sociali- sera« bændurna. Væri þessu enn lengra komið, ef svo giftusamlega hefði ekki viljað til, að margir hinir skynsamari og gætnari bændur sáu að hverju stefndi og hafa skilið það rétt, að verkahringur þeirra var annar en að vera að bjástra 1 verslunarmálum án þess að hafa nokkra þekkingu á þeim sviðum. Peir hafa skilið • það réttilega, að samvinnu þeirra átti að vera alt öðru- vísi háttað en í því að flækjast allir jafnt í einni samábyrgðarflækju eða vera allir í félagi um það að kaupa vöru, sem enginn hafði vöruþekkingu á. Þeir skildu það réttilega að sveita- búskapurinn er ekki svo tekjumikill, að hann þyldi að leggja á sig þá áhættu, sem altaf hlýtur að fylgja verslunar- rekstrinum og auðvitað er þvi meiri, því óstarfhæfari mennirnir eru, sem við hann fást. Þeir höfðu líka dæmin fyrir sér um það, að margir kaupmenn, sem bæði voru dugandi menn og höfðu mikla verslunarþekkingu, höfðu verslað svo árum skifti án þess að safna nokkrum auði, svo að hjalið um allan kaup- mannagróðann var því ekki sem áreið- anlegast. Pað hefir líka komið á daginn, að þessir gætnu menn höfðu rétt fyrir sér. — Kaupfélögunum hefir gengið örðug- lega að safna rekstursfé, enda þótt vörur þeirra hafi síst verið ódýrari en kaup- manna. — Lau best stæðu berjast nú í bökkum, en fjöldinn er sligaður skuld- um og viðskiftamenn þeirra sömuleiðis. Þetta er raunasaga kaupfélaganna hér, sem ekki verður á móti borið. Af veltu- fjárleysi kaupfélaganna, samfara póli- tlskum brellum samviskuliðugra manna, spratt svo samábyrgðin, sem nú vofir yfir höfði mikils hluta bændanna í landinu. Verður i næsta blaði sýnt fram á hver voði þar er á ferðum og hve gá- lauslega þar hefir verið fárið að ráði sínu af þeim mönnum sem þar hafa mest um vélað. A kosningafundunum. »Vér þurfum að fá járnbraut yfir Helj- ardalsheiði«, sagði Villi á Bakka. wÞað skuluð þið fá«, sagði Bernharð, »ef þið kjósið mig. — Og hann var kosinn. »Við þurfum að fá brú yfir Eyjafjarð- ará«, sagði vinnumaður á Eyrarlandi, sem átti kærustu austur í Fnjóskadal. »Hana skuluð þið fá, ef þið kjósið migo, sagði Einar. — Og hann var kosinn.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.