Stormur


Stormur - 01.05.1931, Blaðsíða 1

Stormur - 01.05.1931, Blaðsíða 1
STORMUR Ritstjóri Magnús Magnúdaon Vn. ársr. | Föstudaginn 1. maí 1931. | 12. blað. Tugthússtjórnin. Framh. VII. Ef að fátækur maður brýst inn í lokað hús og tekur frá öðrum einhverja smámuni, ef til vill til að seðja hung- ur sitt eða sinna, og verður uppvís að því, þá er honum leiðin í tugthúsið mjög greiðfær. Viðkomandi yfirvald yfirheyrir hann, dæmir hann og lætur sjá honum fyrir flutningi í ókeypis bústaðinn. — Og hann er alt að einu dæmdur — ef til vill örlítið vægara — þótt sulturinn sé málsbót hans, því að fram hjá ósveigjanlegum bókstaf laganna getur enginn dómari komist, hversu sárt sem honum tekur að dæma manninn. En löggjafinn íslenski hefir sett fleiri torfærur á leiðina að dyrum hegningar- hússins, þegar ráðherrar eiga í hlut, og það enda þótt þeir vegna valdagirndar, hagsmuna, hefnigirni og óráðvendni hafi sóað miljónum króna af fé þjóðarinnar heimildar- laust, ofsótt einstaka menn með röngum sakargiftum og upplognum kærum, svívirt æðsta dómsvaldið, brotið stjórnarskrá landsins og stofnað sjálfstæði þess og frelsi í voða. Til þess að hægt sé að dæma ráðherra til ábyrgðar fyrir þetta, er ekki nóg, að hann sé sannur að sök, svo sannur, að hvert einasta mannsbarn, sem málavexti þekk- ir, sjái sök hans. — Það, sem þarf til þess að ráðherra verði dæmdur fyrir afbrot sín, er það, að meiri hluti Alþingis kæri hann til ábyrgðar og að landsdómur, sem er kynduglegar samansettur en nokkur annar dómstóll í veröldinni, dæmi hann sekan. Og til þess að allir fái séð, að hér er ekki of mælt skal í fám dráttum skýrt frá, hvernig þessi dómur er sam- an settur, hvað þarf til þess að hann geti dæmt ráðherra til ábyrgðar, og yfir hvaða brot ráðherra hann grípur. Landsdómurinn var stofnaður með lögum nr. 11, 20. okt. 1905, og þó hann sé nú oi*ðinn aldarfjórðungs gam- all, þá hefir aldrei ^rið einu sinni gerð tilraun til þess að fá ráðherra dæmdan fyrir honum, og sú tilraun mun aldrei verða gerð, hversu gamall sem hann verður, ef honum verður í engu breytt. Myndun þessa dóms er í stuttu máli sú, að í fyrstu skipa hann 6 lögfræðingar, þar af eru hinir 3 dómarar hæstaréttar sjálfkjörnir í dóminn, eri hinir þrír laga- embættismennirnir skulu vera „elstu“ lögfræðingar lands- ins, og hefir það verið skilið svo, að það væru þeir, sem elstir væru að áratölu en ekki embættisaldri. Þetta eru aðaldómendur landsdómsins. En auk þessara 6 skulu svo kjörnir 72 dómendur, sem sýslunefndir og bæjarstjórnir kjósa. — Eftir að þetta hefir farið fram, nefnir eldri deild Alþingis 24 menn úr dóminum af þessum 72 kjörnir, eftir reglunum um hlutfallskosningar við nefndarkosn- ingar á Alþingi. — Þá eru eftir 48 menn. Af þessum 48 lætur svo forseti Sameinaðs þings taka 24 menn út úr með hlutkesti, og eru þá eftir 24 af þeim kjörnu, og 6 aðaldómendur, alls 30 menn, og telst dómurinn þá full- skipaður. En ef til máls kemur, þá fer fram dómruðning, því að fleiri en 15 mega ekki sitja í dóminum, ef hann dæmir. Þessi dómruðning fer þannig fram, að ákærði eða ákærðu ryðja 1 af sjálfkjörnu aðaldómurunum og 7 af hinum kjörnu, en sóknari Alþingis ryður einum sjálf- kjörnum og 6 kjörnum. Hvor aðilja fyrir sig ryður eftir eigin geðþótta. Eru þá eftir í dóminum 4 sjálfkjörnir og 11 kjörnir. Samkvæmt öðrum ákvæðum laganna mega ekki færri en 12 dómendur — 2 sjálfkjömir og 10 kjörn- ir — dæma dóm, en til þess svo að hinn ákærði eða hin- ir ákærðu verði dæmdir sekir, þurfa % að vera með dómfellingu. Ef lágmark dómendatölu — 12 — dæma, er því nóg, að 4 séu á móti sakfellingu, en ef allir — 15 dæma —, eru 5 nógir. Af öllu þessu er það auðsætt, að skipun dómsins er þannig fyrir komið, að það getur naumast hugsast, að einn ráðherra sé svo heillum horfinn og fylgislaus, að hann verði dæmdur af þessum dómi. Um sjálfkjörnu dómenduma sex er það tilviljun ein, hvernig viðhorf þeirra er gagnvart ráðherranum, enda skiftir það og minstu máli, því að þeir eru ábyrgðar- mestir samkv. stöðu sinni, enda ekki nema 4. En um hina kjörnu er það að segja, að fyrst og fremst má ætla, ef um flokksráðherra er að ræða, að þeir eigi nokkum veg- inn til jafns við andstæðingana, fylgismenn í sýslunefnd- um og bæjarstjórnum, sem upphaflega tilkveðja menn í dóminn. — Það má því gera ráð fyrir, að í flestum til- fellum séu þessir 72 menn nær því jafnmargir með og móti ráðherranum. — Síðan kemur úrnefningin með hlut- fallskosningaraðferðinni, og mundi hún þá heldur ekki breyta hlutföllunum í dóminum. En svo kemur að síðustu þetta ,,Hasardmoment“, sem af öllu vitlausu við skipun þessa dóms er það vitlaus- asta, úr því að dómurinn á annað borð er í raun og veru pólitískur dómur ólöglærðra manna að mestu. — Og þetta Hasardmoment er útnefning þessara 24 af 48, sem gera á með hlutkesti. — Getur vegna þessa það hæglega komið fyrir, að eintómir pólitískir andstæðingar ráð- herrans verði dregnir út, en 24 meðhaldsmenn hans sitji eftir, sem eiga svo að dæma hann ásamt hinum sex eftir útdráttinn. — Hinsvegar getur og það gagnstæða komið líka fyrir, að meðhaldsinnar þess ákærða verði dregnir út^og andstæðingar einir verði eftir, og í því eina hugs- anlega tilfelli sýnist það vera mögulegt, að ráðherra sé dæmdur sekur. Auk allra þessara ívilnana í garð ákærða er svo að lokum það, að af þessum 30 . má ákærður ryðja 8, en sóknari aðeins 7, og svo nægir það loks, að 4 menn af þessum 15 séu á móti sakfellingu, til þess að ráðherr- ann sleppi. Eru sennilega ekki dæmi til hlægilegrar og vitlaus- ari lagasetningar í allri veröldinni, því að í raun og veru er það hugsanlegur möguleiki, að ráðherra sleppi við refsingu, ef 4 menn af þeim ca. 108 þúsundum, sem byggja þetta land vilja ekki dæma ráðherrann, eða telja hann ekki sekan, þótt hin 107 þúsundin 996 telji hann sekan, og álíti að beri að dæma hann. Landsdómurinn er því pappírsgagn eitt, sem hver einasti ráðherra hlær að. Og hann er til háðungar fyrir þjóðina og þingið. — En þá er spurningin: Um hvaða

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.