Stormur


Stormur - 03.04.1936, Blaðsíða 1

Stormur - 03.04.1936, Blaðsíða 1
STORMUR FMa ll A. -1 KTTSTJOn Magnússon XII. árg. Reykja'vík, 3. apríl 1936. 10. tbl. Þjáningarsaga Nýja Dagblaðsins. Þegar glímuskjálftinn var sem mestur í Hermanni Jónassyni og hann dreymdi um það að leggja undir sig Reykjavík með Aðalbjörgu og verða einvaldur á íslandi, stofnaði hann Nýja dagblaðið. Omsir af flokksmönnum hans lögðu fram stórfé í fyrirtækið. Vatnsskarðs-Jón mun hafa látið 5000 kr. Svavar Guðmundsson lofaði 5000 kr. Tryggvi Þórhalls- son sömuleiðis og fleiri létu þetta frá 2000—5000 kr. Skömmu eftir blaðstofnunina bar svo það við, að Fram- sóknarflokkurinn klofnaði og gengu þá ýmsir úr honum, sem lofað höfðu stórum fjárframlögum, þar á meðal þeir Svavar og Tryggvi, en alt fyrir það efndu þeir þó loforð sín við blaðið, sumir alveg, en aðrir að meira eða minna leyti. Auk þessara hluthafa var svo fjöldi af smærrí, sem lögðu fram 250—500 kr. Voru það aðallega þeir menn, sem embætti og bitlinga höfðu hlotið í tíð Framsóknar- stjómarinnar. Var sumum þeirra það meira en nauðugt- en þeim var hótað uppsögn og brottrekstri, ef þeir létu ekki féð af hendi rakna, og þá glúpnuðu þeir, sem von var að. Alls mun hið upphaflega hlutafé blaðsins hafa numið um 1000 þús. króna, og var aðallega lagt fram af þeim mönnum, sem mest höfðu auðgast á fyrra Hriflunga- aldartímabilinu, árunum 1927—1931, og var því í raun og veru að miklu leyti fengið á óráðvandlegan hátt — beint og óbeint tekið úr ríkissjóðnum með aðferðum, sem heiðarlegir menn láta sér ekki sæma. Þetta var þá fyrsta tannfé barnsins og dúsugjöf. — Ekki að furða, þótt barnasjúkdómar kæmu og reyndust illkynjaðir, enda varð og svo. Sá sem fyrstur var ráðinn til þess að hafa eftirlit og umsjá með þessu afkvæmi Hermanns, var maður norðan úr Þingeyjarsýslu, er Gísli-hét Guðmundsson, og ýmist kallaður Tíma-Gísli, Gísli sannleikur, eða Hrossakéts- Gísli. Hann var þá ritstjóri Tímans, og treysti Hermann og aðrir forystumenn Framsóknarflokksins, að hann væri orðinn svo leikinn í því að rangfæra og blekkja, að ekki myndi annar lærifaðir fást betri handa barninu. En Gísli átti um þessar mundir við ýmiskonar armæðu að etja, sem tók mjög á hann og sinti því lítt blaðinu. Fóru nú strax að koma ýmiskonar óþrif í það bæði andleg og líkamleg. Faðir sjúklingsins

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.