Stormur


Stormur - 21.12.1939, Blaðsíða 3

Stormur - 21.12.1939, Blaðsíða 3
STORMUR 3 Quðmundur Gíslason Hagalín: Saga Eldey j ar- H j al ta Til eru þær bækur, sem eru svo skenitilegar, að ekki er hægt að hætta við þær fyr en lokið er við les'tur þeirra, og þegar maður er búinn að lesa þær, saknar maður þess að vera búinn með þær. Ein þessara bóka er Saga Eldeyjar-Hjalta, sem Guðm. Gíslason Hagalín hefir skráð eftir sögn Hjalta sjálfs. Það er margt, sem gerir þessa sögu svona skemtjlega. Frásagnar- gleði Guðm. Hagalín hefir aldrei verið meiri en i þessari frá- sögn, og það er svo mikill hraði og líf í stílnum og frásögn- inni, að eg held að næstum því einsdæmi sé í íslenskum bók- mentum. Fer ekki hjá því, að þótt Guðm. sé létt um mál, þá hafi þó Hjalti magnað hann með fjöri sínu og karlmensku, og stundum er eins og maður geti freistast til að halda, að freiðandi kampavínsglas eða Bretaveig blönduð sóda hafi staðið í háum kristallsglösum fyrir framan höfundana, þeg- ar Hjalti las fyrir og Guðmundur skráði og skar klæðin. En hið viðburðaríka líf Hjalta og tilbreytingarmikia hefir líka fvlt frásögnina þrótti og gert hana að einni óslitinni at- burðasögu. Og frá öllum þessum atburðum og æfintýrum er sagt þannig, að enginn mun efast um sannleiksgildi frásagn- arinnar, en það held eg að hver maður hljóti að undrast, hversu sterkur hausinn á Hjalta er, að hann skuli hafa mun- að öll þessi ósköp, sem fyrir hann hafa borið. Það hafa verið gefnar út margar barnabækur nú fyrir jól- in, en það hafa ekki komið margar unglingasögur, sögur fyr- ir drengi á aldrinum 14—20 ára. Eg held að þessi saga Eld- eyjar-Hjalta sé besta bókin, sem unglingar á þessum aldri geta lesið. Þar kynnast þeir, hvernig dugnaður, greind, fræknleikur, glaðlvndi og drengskapur gera umkomulausan niðursetning að einum mesta atorku- og atha-fnamanni þjóð- arinnar. Og það eru einmitt sögur af þessum mönnunn þess- um karlmennum, sem hafa brotist áfram af eigin ramleik, sem íslenski æskulýðurinn þarf að lesa. — Það eru íslend- ingasögur 20. aldarinnar. Niðurlagsorð þessarar ágætu bókar eru á þessa leið: „Hann (þ. e. Hjalti) dáir dugnað, þrek, fx-amfarahug og bjartsýni, og hann vonar og óskar, að sem flestir íslendingar eignist kjark og manndáð til að rífa sig upp úr kerlingar- dölum eymdar og volæðis og klífi eldeyjar og háudranga til- verunnar, sjálfum sér til vaxtar og aukins þoi-s og sér og árnaðaróskirnar, en las síðan upp kafla úr óprentaðri sögu og var gerr að góður rómur. — Gunnar Gunnarsson er ein- beittlegur maður og festulegur, yfirbi’agðsmikill og gáfuleg- ur, og ber engin merki þess, að hann hafi lengstum dvalið hjá erlendri þjóð, sem okkur er ólík um flest. — Svo sterkt hefir verið í honurn Islendingseðlið. Allmargt manna var þarna samankomið, en ekki bar þar þó mikið á bændum. Um sex leytið yfirgáfum við Atlavík, því að ætlunin var að ná til Skjöldólfsstaða á Jökuldal um kveldið. — Hafði Fljótsdalshéi’að birst okkur í sínu fegui’sta ski’auti, en þó litum við eigi Fljótsdalinn sjálfan, sem sagður er fegurstu sveitir í Fljótsdalshéi’aði. — En Fljótsdalur heitir sveitin, sem liggur fyrir botni Lagarnes og er efsti hluti Héraðsins. Frh. öðrum til tryggara bjargræðis og betra og hamingjusam- ai’a lífs. Það er svo hans vilji, að sagan urn líf hans og störf endi á þessum orðumi: ísland lifi!“ Bókin er um 560 síður að stærð, í tveim bindum. ísafoldar- prentsmiðja hefir gefið hana út og gert hana prýðilega úr garði. Til jólarma 1939 verður vissaxa að kaupa í tíma. Við höfum nokkuð mikið úrval af hinu heimsfræga Schramberger Kunst-Keramik, handslípuðum Kristal og ótal tegundir af Barnaieikföng- um, Jólati’jám, Klemmum, Snjó og Skrauti, Kerturn, Spil- um, Stjökum, Blysum, Kínverjum, Jólapokaörkum, Jóla- sei’víettum o. s. frv. K. Einarsson & Björnsson. Bankastræti 11. Leggið leið yðar um Hafnarstræti Á JÓLASÖLU Edinborgar Lífstykkj abúðin tilkynnir: Fjölbreytt úrval af: Lífstykkjum — beltum — brjósthöidum. Nýir dreglar nýkomnii’, einnig teygjur í belti, ýms- ar gei’ðii’. Til jólagjafa fyrir konur: Silkisokkar — slæður — nærföt — vasa- klútar — hanskar — töskur — snyrtivörur. Fyrir kai’lmenn: Sokkar — bindi — slipsi — vasaveski — hvít- ir vasakiútar. Lífstykkj abúðin Hafnarstræti 11. * % 'k i I 'i V

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.