Stormur - 01.05.1947, Blaðsíða 1

Stormur - 01.05.1947, Blaðsíða 1
STORMU 4 Ritstjóri: Magnús Magnússon XXIII. árg. Reykjavík, í maí 1947. \ 2. tbl. JEREMÍASARBRÉF Gamli kunningi Mikla ást hlýtur guð almáttugur að hafa á Pálma Hannes- sjmi að hann skuli láta Heklu gjósa hans vegna, enda þótt að það komi hart niður á lambfullum ám og bændun^í Fljóts- hlíðinni og undir Eyjafjöllum vestanverðum. En í rauninni gerir nú drottinn þetta fyrir fleiri en rektor menntaskólans. Mikið af þeim mýgrút af dokturum og alls- konar „fræðingum", sem sprottið hafa upp eins og gorkúlur á mykjuskán síðustu árin, njóta einnig góðs af þessari hugul- semi við Pálma. Eins og þú sjálfsagt veitzt er hin svonefnda atvinnudeild Háskólans orðin eins og geysi stórt æxli á hon- um, eða eins og nefið á Sumarliða pósti eins og einn fyndinn maður komst að orði nýlega. Nú hafa allir þessir doktorar og „vísindamenn“ getað belgt sig upp og eru eins og úttroðin hlandblaðra, sem börn léku sér að í gamla daga. — Þeir fara í loftinu austur að þessu furðuverki náttúrunnar og ganga svo yfir glóandi hraunstrauminn, upp á þetta eldgjósandi víti, sem spýr upp úr sér björgum, sem að sögn þeirra er tíu sinnum stærra en landssímahúsið. Það glóir í eimyrjuna undir fótum þeirra og jörð öll leikur á reiðiskjálfi. En vísindaáhuginn hjá þessum hetjum feykir burt öllum ótta og í gneista og grjótflugi klifa þeir og skríða upp brennandi fjallið og „gera sínar athuganir". Og svo þegar til Reykjavíkur er komið með hinn dýrmæta feng — athuganirnar, vikurmola og öskuduft, hópast blaða- mennirnir utan um þessa frægu og hugdjörfu könnuði og fylla blöð sín dag eftir dag og viku eftir viku með frásögn- um þeirra og spádómum. En sjálfir setjast svo doktoramir við „að vinna úr“ rann- sóknum sínum, auka ofurlítið við þekkingu mannsandans, eins og þeir komast svo hógværlega að orði. Og auðvitað verður allt það starf, sem þessir menn eru notaðir til að inna af höndum og þiggja laun fyrir, að víkja fyrir þessum vísindalegu athugunum. Skólastjórinn skeytir engu um stjóm skóla síns, kennarinn mætir ekki í tímum o. s. frv. — Og svo koma kvartanir um, hversu illa þing og stjóra farist við vísindamenn vora, þeir lifi á sultarlaunum og geti ekki notið hinna miklu gáfna sem náttúran hefur gefið þeim, né lærdóms síns, sem þeir hafa aflað sér og jafn- framt er svo krafist hærri fjárframlaga til atvinnudeildar- innar — nefið á Sumarliða verður að stækka um helming að minnsta kosti. En á meðan vísindamennirnir setja hálfbognir.yfir athug- unum sínum brýna veslings bændurnir í Fljótshlíðinni hníf- ana sína. En hinn þolni og þrautseigi íslenzki bóndi, sem búið hefur við eldgos og hafís í þúsund ár gefst ekki upp. Hann ætlar að brjótast með kýraar og hrossin gegnum ösku og vikurlagið 4 centimetra þykkt út í Hvolhreppinn og Holtin. — Ó, þú íslenzki Fljótshlíðarbóndi niðji bændanna, sem bjuggu í grennd við Heklu í þúsund ár, hnarreistur með sigurbros á vör, getur þú litið framan í þessa ættfeður þína, þegar þú mætir þeim á gróðurlöndum Himnarikis, þar sem aldrei fellur aska né vikur og aldrei er hnífur brýndur til þess að skera ær sem komnar eru að burði. Reykjavík í apríl 19U7. Lítið fréttist frá sendinefndunum okkar, hinni rússnesku og ensku. Erlendur er þó kominn heim frá Moskva og hefur að sjálfs hans sögn fengið að horfa á hinn smurða líkama Stalins og skoða Kreml. Hugsast getur að bæði Bretinn og Rússinn séu tregir til þess að gefa okkur tvöfallt meira verð fyrir fiskinn, en þeir þurfa að greiða fyrir fisk annarra þjóða, og það hefur jafnvel heyrst, að verðið muni verða lægra en í fyrra. — Allt bendir því til að ríkissjóður verði að greiða útgerðar- mönnunum nokkra tugi og jafnvel hundruð miljóna króna, *því að auðvitað heimtar Finnboga í Gerðum, að staðið sé við gerða samninga og lögunum sé framfylgt, enda þótt aldrei hafi í elstu manna minnum verið jafn hagstæð vertíð, hvað veðurfar snertir og nú. — Róið á hverjurp degi í tvo mánuði samfleytt og aldrei tapast lína eða lóðarspotti. Er það gott dæmi um hina frábæru forsjálni og vitsmuni löggjafa vorra og ríkisstjómar að hnýta engum skilyrðum við uppbæturaar eða fjárveitinguna, og láta alla njóta hins sama, enda þótt einn útgerðarmaður standi mörgum sinnum betur að vígi en annar að reka hallalausa útgerð. En hvar ætlar ríkissjóður að taka þessa tugi eða hundruð miljóna? Nú er búið að leggja 6000% eða eitthvað nálægt því á brennivínið og afleiðingin varð sú að salan í hinum tveim áfengisverzlunum ríkisins hefur minkað um tugi þúsunda á dag, þrátt fyrir hina mildu verðhækkun, en hinsvegar farið að verða tölvert framboð af landa, þrefallt ódýrari en brenni- vínið, og þrísoðinn þó. Og nú hafa þingmennirnir setið tvo sólarhringa samfleytt við að ræða og samþykkja 65% hækkun á verðtollinn, 200% hækkun á vörumagnstollinn og tvítugfalda bensín- tollinn. Og öll þessi gífurlega hækkun færir þó ekki ríkissjóði nema 30—40 miljón kr. tekjur eða sennilega litlu meira en þeir Finnbogi í Gerðum og Suðurnesjamenn (þeir eru að dansa á borginni þegar þetta er skrifað) munu heimta í upp- bætirr á fiskinn til sín. Þingmennirnir verða því að taka betur á honum góða sínum, ef þeir eiga að standa við þær skuldbindingar, sem þeir í glapræði sínu og ábyrgðarleysi bökuðu ríkissjóðnum, sem þeim er trúað fyrir, en þeir fara með eins og ræningjar. En hvað segirðu annars um þessa þingmenn vora, þessa umboðsmenn, sem kosnir hafa verið til þess að gæta hags- muna og sjálfstæðis lands og þjóðar og fylgja eiga sannfær- ingu sinni og engu öðru? Öll styrjaldarárin sátu þessir menn þing eftir þing og fár- uðust um dýrtíðina og þann þjóðarvoða, sem henni væri sam- fara, en enginn þeirra hafði djörfung til þess vegna kjósenda- hræðslu að fylgja sannfæringu sinni og bera fram frumvarp um niðurfærslu hennar með því að lækka kaup og fram- leiðsluvörur bænda jöfnum höndum. En þingmennirnir visu — eins og allir skynibornir menn vita — að þetta hefur æ verið eina i’áðið sem að gagni gat komið, og um annað ráð verður aldrei að i-æða þótt einhverjir hagfræðingar með litla

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.