Stormur - 01.01.1950, Blaðsíða 1

Stormur - 01.01.1950, Blaðsíða 1
STORMUR Ritstjóri: Magnús Magnússon Reykjavík í janúar 1950. 1. tbl. XXVI. árg. jeremíasarbréf Reykjavik í janúar 1950. Gamli kunningi! Einhvers staðar stendur þetta í Konungsskuggsjá: „Nú er sá einn ótaldur árgalli, er miklu er þyngri einn en allir þessir, er nú höfum vér talda: ef óáran kann að koma í fólkið sjálft er byggir landið, eða enn heldur ef árgalli kemur í siðu þeirra og mannvit eða meðferðir, er gæta skulu stjórnar landsins — fyrir því, að margt liggur til ráðs að hjálpa því landi er óáran er á, ef á þeim löndum er gott, er í hjá liggja, og véla vitrir menn um. En ef óáran verður á fólkinu eða á siðum landsins, þá standa þar miklu stærstir skaðar af því að þá má eigi kaupa af öðrum löndum með fé hvorki siðu né mannvit ef það týnist eða spillist, er áður var í landinu.“ Því miður er það svo að það er þessi óáran, sem höfund- ur Konungsskuggsjár talar um, sem nú er komin í oss íslendinga, siðu vora og mannvit, og þá sem landinu hafa stjórnað á undanförnum árum. — Fyrir örfáum árum höfðum vér auðfjár vorum jafnvel orðnir svo úttroðnir af dollurum að bankarnir hundsuðu þá og fengust naum- ast til þess að taka við þeim, en nú liggur við að ríkissjóð- urinn sé gjaldþrota og hugrið eftir dollurum er álíka og hjá Hermanni Jónassyni eftir völdum. Og öll hafa þessi snöggu og miklu umskipti að mestu leyti orðið vegna sjálfskaparvíta. — Þjóðina hefur brostið hófstillingu og þegnskap við sjálfa sig og land sitt. Mikill hluti þjóðarinnar hefur verið eyðslusamur og forsjárlaus, unnið illa en heimtað mikið. Þingmenn vorir hafa verið ábyrgðarlausir kjósenda og kjördæmaveiðarar, sem hafa fórnað manngildi sínu og sjálfsmetnaði fyrir vonina um að hljóta atkvæði lítilla manna. Nær því allar stéttir og þorri einstaklinganna í hverri stétt hefur einungis starblínt á eigin hag og hugsað um það eitt að háma í sig sem mest úr ríkissjóðnum. Og svo langt hefur frekja og blygðunarleysi sumra fulltrúa þjóðarinnar þing- mannanna — gengið, að þeir hafa flutt tillögur um milj- óna króna greiðslur úr ríkissjóði, án þess að hafa til þess umboð eða hvatningu frá umbjóðendum sínum, kjósendun- um, aðeins vegna þeirrar frámunalegu lítilmennsku að þeir héldu að þeim ykist fylgi við það í kjördæmum sínum. Á undanförnum árum hafa þingmenn stjórnmálaflokk- anna dekrað og skriðið hundflatir fyrir bændum og veitt þeim hver fríðindin öðrum meiri, í alls konar styrkjum og uppbótum á framleiðsluvörur þeirra. Og í tugi ára hefur veðursældin og náttúran leikið svo við þá sem sveitirnar byggja, að engin dæmi eru til slíks síðan land þetta byggð- ist. — En svo vill það svo til, að eitt hart vor kemur, eftir mildan vetur, og tugi af vetrum og vorum, sem verið hafa að heita má ein samfeld sumarblíða, og þá þjóta nokkrir af þingmönnum vorum upp til handa og fóta, jafnskjótt og þingið kom saman í haust, sem aðallega á að fjalla um vandræði og öngþveiti sjávarútvegsins og ríkissjóðsins — og bera fram þingsályktunartillögu um að stórfé sé veitt úr gjaldþrota ríkissjóði til þessara bænda, sem urðu að þola tveggja mánaða vorharðindi, eftir að hafa baðað sig í sól í mánuði svo hundruðum skiptir. Og þó er þessi stétt nú vegna árgæzkunnar og okurverðsins á afurðum henn- ar bezt stæðasta stétt landsins og afkomuhorfur henn- ar eru öruggari en nokkurrar annarrar stéttar, því að á meðan kaupstaðarbúar hafa nokkuð fé handa á milli kaupa þeii' afurðir hennar, mjólkina, smjörið, skyrið og kjötið. Og þetta gera þessar þingmannahræður ótilkvaðir, án þess að nokkur bóndi hafi ymprað á því við þá! Svona mik- ill er hann orðinn undirlægjuhátturinn í þingmönnum vor- um, svona, mikil er óáranin orðin í mannviti þeirra og manngildi. Ríkið er nú hlaðið skuldum og ábyrgðum sem nema mörgum hundruðum miljónum króna og tveir stærstu at- vinnuvegir þjóðarinnar eru orðnir þungir ómagar á því. En þrátt fyrir þetta heldur ríkið áfram að vera stærsti atvinnuveitandinn og heldur uppi svo harðri samkeppni við aðra atvinnurekendur að bæði sjávarútveginn og land- búnaðinn skortir vinnuafl. Hjá ríkinu eru bæði kaupkjörin betri og minni vinnuafköst heimtuð. Afleiðingin af þessu verður svo sú, að báðum þessum atvinnuvegum hnignar en stórskuldir hlaðast á ríkissjóðinn, enda þótt allir stynji undan þeim sköttum og álögum, sem ríkið leggur á skatt- þegnana til þess að standa straum af hinum kostnaðar- freku og óarðbæru framkvæmdum sínum. Gleggsti fjár- málamaðurinn, sem Islendingar hafa átt á þessari öld Jón Þorláksson, ritaði um það og ræddi að á velgengnisárum eins og þeim sem vér höfum búið við frá 1939 til 1948, ætti ríkið að hafast lítið að láta einstaklingana beita fjár- magni sínu og forðast að halda uppi samkeppni við þá, en þegar að kreppti að og þyngra yrði fyrir dyrum hjá athafnamönnunum, þá ætti ríkið að koma til með hið samansparaða og geymda fjármagn sitt og bjarga með því þjóðinni frá bölvun atvinnuleysisins og stöðvun í fram- kvæmdum. En fjármálamenn vorir — þing- og stjórn — hafa virt þessi ráð Jóns Þorlákssonar vettugi og farið þveröfugt að. Þeir hafa ausið út fé í skólabyggingar, sem hafa kostað hugi miljóna ki'óna og það sem verra er að í sumum af þessum skólum er unnið systematiskt að því að forheimska æskulýðsins. Og það hefur veiúð ausið tugurn og hundruðum miljóna í nauðsynlegar en líka ónauðsynlegar framkvæmdir eða a. m. k. þær sem máttu bíða. Og nær því undantekningar- laust hefur allt sem ríkið hefur látið gera, fai’ið tvöfalt og þi'efallt og jafnvel fimmfallt fram úr áætlun og við flestar fi'amkvæmdirnar hefur verið stói'feld fjársóun eft- irlitsleysi, ýmis konar fjárdráttur og vinnusvik. Og svo þegar atvinnui-ekendurnir ei’u að bogna í. baki og kikna í knjáliðum þá stendur ríkissjóðurinn uppi allslaus og alls- ófær til þess að bægja fi'á bölvun atvinnuleysisins nema með því að ofbjóða gjaldþoli skattþegnanna með nýjum di'ápsköttum. Eins og nú er komið geta því engin önnur bjargráð dug- að en þau, sem gera það tvennt í senn að gei’a sjávarút- LANDSBÓKASAFN ,‘81457

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.