Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Blaðsíða 4
miðvikudagur 22. ágúst 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Fimmtungi færri Þingeyingar vinna hjá fyrirtækjum og stofnunum í eigu heimamanna nú en á síðastliðnum áratug, eftir því sem fram kemur í nýrri könnun skrifstofu stéttarfélaganna á svæðinu. Nú um stundir starfar 61 prósent aðildarmanna að stéttarfélögunum hjá félögum í eigu Þingeyinga. Aðal- steinn Baldursson, formaður Verka- lýðsfélags Húsavíkur, lýsir áhyggjum af þessari þróun. „Við sjáum það að veru- leg breyting hefur orðið á eignarhaldi fyrirtækjanna, það er að færast héðan af svæðinu og það er ekkert í kortun- um sem bendir til annars en að sú þró- un haldi áfram.“ Sem dæmi um breytingu á eign- arhaldi fyrirtækja sem starfa á svæð- inu nefnir Aðalsteinn að Fiskiðjusam- lag Húsavíkur er nú í eigu Vísis hf. í Grindavík en var áður í eigu heima- manna. „Þessar breytingar á eignarhaldi fyrirtækjanna hafa jákvæðar og nei- kvæðar afleiðingar. Við sem störfum í stéttarfélögum á svæðinu höfum fund- ið það mikið síðustu ár að styrkbeiðn- ir íþróttafélaga og annarrar æskulýðs- starfsemi hafa í auknum mæli borist til okkar. Áður fyrr voru það fyrirtækin á staðnum sem styrktu þessa starfsemi frekar. Það er þess vegna mjög slæmt að eignarhaldið færist til aðila sem hafa ekki taugar til svæðisins.“ Þrjátíu prósent heimamanna starfa hjá fyrirtækjum og stofnunum sem reka starfsemi á svæðinu en eru í eigu aðila utan Þingeyjarsýslna. Aðalsteinn telur að þessi þróun snúist ekki við nema álver verði reist á Húsavík. „Ég hef ofsatrú á því að ef við fáum álver skapist mikil starfsemi í kringum það og að miklir möguleikar muni felast í því fyrir framtakssama Þingeyinga.“ valgeir@dv.is Færri Þingeyingar vinna hjá fyrirtækjum í eigu heimamanna: Álver á Húsavík myndi snúa þróuninni við Húsavík Eignarhald fyrirtækja færist hratt í burtu frá svæðinu. 85 ára skuldar meðlagsgreiðslur Hjá Innheimtustofnun sveit- arfélaga eru ríflega 30 öldung- ar, einstaklingar yfir sjötugu, á skuldalista yfir meðlagsgreiðend- ur. Þetta kemur fram í yfirliti frá stofnuninni. Skuldir þessa hóps nema 40 milljónum króna. Þær reglur gilda um meðlagsskuldir að þær fyrnast aldrei og færast jafnvel yfir í dánarbú skuldara. Það vekur einnig athygli að 44 öldungar fá greiddar meðlagsgreiðslur í þeim tilvikum sem börnum hefur verið komið í umsjá ömmu og afa. Byrjaðir að leita að Þjóðverjunum Formleg leit að þýsku ferða- mönnunum tveimur sem saknað hefur verið síðan 17. ágúst síð- astliðinn hófst í gær. Þá áttu þeir bókað flug aftur til Þýskalands en skiluðu sér ekki. Formleg leit er hafin og hef- ur verið komið upp stjórnstöð í Skaftafelli. Vitað er að ferða- mennirnir móttóku SMS-skila- boð þar nærri 30. júlí og höfðu keypt kort af Skaftafelli í þýskri verslun fyrir för sína. Fyrir vikið mun leitin beinast fyrst að þeim slóðum og er áætlað að þyrla Landhelgisgæslunnar taki þátt í leitinni í dag. Meta gæði skólastarfs Ástæða þykir til að meta gæði skólastarfs í borginni að mati menntaráðs Reykjavíkurborg- ar. Talin er þörf á að skapa betri yfirsýn yfir alla þætti skólastarfs- ins, efla starfsemi grunnskólanna og greina hvernig menntastefnu borgarinnar er framfylgt. Gæði skólastarfs í sex til sjö grunnskólum verða metin á komandi skólaári til að tryggja að þau uppfylli ákveðnar gæðakröf- ur þannig að börnum og foreldr- um sé veitt besta möguleg þjón- usta í skólum borgarinnar. Keyrði gröfu utan í brú Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu handtók karlmann á fimmtugsaldri í fyrradag eftir að hann hafði ölvaður ekið hjólagröfu. Ók hann gröfunni utan í Elliðaárbrúna á mótum Sæbrautar og Reykjanesbraut- ar og við það kvarnaðist úr brúnni. Brot úr brúnni lentu á aðvífandi bíl sem rispaðist eitthvað fyrir vikið. Ökumaður stakk af frá vettvangi og síðar kom í ljós að hann hafði bæði ekið undir áhrifum áfengis og án ökuleyfis. Jón Gunnar Jónsson, faðir Davíðs Jónssonar sem slasaðist í flugslysi í skóglendi í Kanada, segir Elliot Mallman, farþega flugvélarinnar, hafa unnið þrekvirki og bjargað lífi sonar hans. Flugmaðurinn, Guðni Rúnar Kristinsson, lést í slysinu. Elliot dró far- þegana út úr vélinni og gerði að sárum þeirra í níu klukkustundir áður en hjálp barst. Davíð slapp með lærbrot og skurði á líkamanum og verður útskrifaður af spítala í dag. GERÐI AÐ MEIÐSLUM DAVÍÐS JÓNSSONAR Í NÍU KLUKKUSTUNDIR Jón Gunnar Jónsson, faðir Davíðs Jónssonar sem slasaðist þegar lítil Cesna 172-flugvél brotlenti skammt frá borginni Whistler í Kanada um helgina, segir það mikla mildi að meiðsli sonar hans hafi ekki verið alvarlegri en raun bar vitni. Davíð slapp ótrúlega vel, hann lærbrotn- aði en verður útskrifaður af sjúkra- húsi í dag. Flugmaður vélarinnar, Guðni Rúnar Kristinsson, vinur Davíðs, lést í slysinu. Aðrir farþegar vél- arinnar, Elliot Mallman og Lena kærasta hans, sluppu einnig með minniháttar meiðsli, Elliot hefur verið hampað sem hetju í fjölmiðl- um vestanhafs fyrir að hafa bjargað lífi hinna tveggja. Farþegi bjargaði lífi Davíðs „Það virðist sem Davíð sonur minn muni ná sér til fulls, það er í raun og veru kraftaverk því flugvélin er mikið skemmd. Það er hins vegar hræðilegt áfall að Guðni hafi látist því þetta var afar myndarlegur og efnilegur maður,“ segir Jón Gunnar sem býr með fjölskyldu sinni í Van- couver. Elliot Mallman, farþegi vélar- innar, vann mikið þrekvirki við að bjarga félögum sínum út úr vélinni. Níu klukkustundir liðu frá því hún hrapaði til jarðar í bröttum fjalladal í þéttu skóglendi á svæðinu, þar til fólkinu var bjargað. Elliot dró Dav- íð, sem hékk á hvolfi í öryggisbelti, út úr vélinni og bar hann niður að á sem rennur um hundrað metrum frá slysstaðnum. Til að komast nið- ur þurftu þeir að klifra niður bratta kletta, en Davíð var alblóðugur og með marga opna skurði á líkam- anum. Elliot kom Davíð fyrir við ár- bakkann og batt um sár hans, því næst sneri hann til baka og braut rúðu á flugvélinni til að ná kærustu sinni út. Hún var handleggsbrot- in og gegnblaut í bensíni sem lekið hafði úr skrokki vélarinnar. Í þriðju ferðinni reyndi Elliot að ná Guðna Rúnari út úr vélinni, en tókst ekki. Þegar Elliot sneri aftur niður að ánni þar sem félagar hans lágu, hlúði hann að þeim og gerði til- raunir til að veifa björgunarsveit- arþyrlum sem leituðu þeirra. Sjö klukkustundum eftir að vélin hrap- aði fundust þau, en tvo klukkutíma til viðbótar tók að ná þeim heilum á húfi upp í þyrluna. Mjög þétt skóg- lendi er á svæðinu og þurftu björg- unarmenn að síga niður úr þyrlu til þess að komast til þeirra. Mátti ekki tæpara standa Það er mat björgunarsveitar- manna að ekki hefði lengri tími mátt líða áður en þeim var bjargað. Slys- staðurinn er í mikilli hæð og svo kalt var í veðri að hætta á ofkælingu var mikil. „Elliot gerði allt hárrétt, hann vafði teppi utan um þau og gerði að sárum þeirra. Hann bjargaði lífi sonar míns,“ segir Jón Gunnar. Það sem varð hópnum til happs var að fjölmenn björgunarsveitaæf- ing var á svæðinu. „Davíð og Lena voru bæði lögð inn á sama sjúkra- hús og Elliot hefur komið að heim- sækja þau, það er mikill kærleikur meðal þeirra og gleði yfir því að vera á lífi, á sama tíma eru þau harmi slegin yfir fráfalli Guðna Rúnars.“ Tildrög slyssins eru enn óljós, en vitað er að þau höfðu nýverið hækk- að flugið til þess að forðast óveðurs- ský í nágrenninu. Guðni Rúnar var reyndur flugmaður og hafði dvalið í Kanada í þrjá mánuði til að safna flugtímum. Þetta átti að verða síð- asta flugferð hans áður en hann sneri aftur til Íslands. ValGEiR ÖRn RaGnaRsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Jón Gunnar Jónsson og Davíð Jónsson Farþegi flugvélarinnar bjargaði lífi davíðs með hárréttum viðbrögðum. skóglendi Þétt skóglendi gerði það að verkum að leit stóð yfir að fólkinu í sjö klukkustundir. „elliot gerði allt hár- rétt, hann vafði teppi utan um þau og gerði að sárum þeirra. Hann bjargaði lífi son- ar míns.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.