Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

SunnudagsMogginn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
SunnudagsMogginn

						20. nóvember 2011 19
m
20.
nóvember 
2011 Bækur
Rætt við rithöfunda um jólabækur, birtir bókakaflar og rótað í bókastaflanum 
Þó að hrunið viðist vera afstaðið í bóka-
útgáfu ef litið er til útgefinna titla, þá eru
rithöfundar enn að glíma við það í ljóðum
og sögum. Ljóð um hrunið er þannig til
að mynda að finna í bók Antons Helga
Jónssonar Tannbursta skíðafélagsins og
fleiri ljóð, í Afviknum stöðum Sigmund-
ar Ernis Rúnarssonar, Undir tjaldhimni
veruleikans eftir Bjarna Bernharð, Allt
kom það nær eftir Þorstein frá Hamri og í
Það sem ég hefði átt að segja eftir Ing-
unni Snædal, þó að skáldin nálgist það
hvert á sinn hátt.
Það er líka nóg af hruni í skáldverkum
hvort sem það er notað sem grundvöllur
illra verka eins og í reyfaranum Sam-
hengi hlutanna eftir Sigrúnu Davíðs-
dóttur, í Ólífulundi Björns Valdimars-
sonar eða Lygara Óttars M. Norðfjörðs.
Bjarni Bjarnason veltir mannorði auð-
róna fyrir sér í Mannorði, Ari Trausti
Guðmundsson notar það sem einn þátt í
sagnasveig sínum um umbrotatíma í sögu
þjóðarinnar, Sálumessu, og í barnabók-
unum Játningar mjólkurfernuskálds
eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Dagbók
Ólafíu Arndísar eftir Kristjönu Frið-
björnsdóttur er upplausnin í kjölfar
hrunsins notuð til að skapa sögusvið.
Pólitískt umrót síðustu árin hefur líka
aukið til muna útgáfu á bókum sem fjalla
um pólitísk álitaefni, hvort sem menn
eru að verja hendur sínar eða koma höggi
á andstæðinga, nema hvort tveggja sé.
Stundum er það allsherjar flenging á einu
þjóðfélagi eins og í Bankastræti núll eftir
Einar Má Guðmundsson, eða pólitísk
stöðutaka eins og hjá Jóhanni Haukssyni í
Þráðum valdsins, Stefáni Snævarr í
Kreddu í kreppu og Tryggva Herberts-
syni í Hagfræði og stjórnmálum.
arnim@mbl.is
Bókaútgáfa er með blómlegra móti.
Morgunblaðið/Ómar
Hrunið í
ljóðum og
sögum
Segja má að hápunktur íslenskr-ar bókaútgáfu, í það minnsta eflitið er til magns og veltu, hafiverið árið 2007, enda voru þá
gefnir út hér á landi fleiri bókatitlar en
nokkru sinni áður; 797 bækur voru þá
skráðar í bókatíðindi Félags íslenskra
bókaútgefenda. Árið eftir snarfækkaði
þeim, enda kom þá það sem kallað hefur
verið Hrunið, með stórum staf. Útgefn-
um bókum snarfækkaði þannig 2008 og
2009, en fór svo að fjölga aftur og fjölgar
enn ? kannski ætti heldur að tala um
tímabundna erfiðleika en hrun?
Skráningar í Bókatíðindi 2011 eru 757
titlar, voru 747 á síðasta ári, 692 árið
2009, 751 árið 2008 og 797 metárið
2007. Gróskan er heilmilkil, þó hún
komi misjafnlega fram. Sem dæmi má
nefna að íslenskum barnabókum fjölgar
um 23 milli ára, en þýddum barnabók-
um fækkar um 13. Íslenskum skáldverk-
um fjölgar um átta, þýddum um 21,
ljóðum um fjórar, og ævisögum líka um
fjórar.
Í skráningunni kemur fram að það eru
breytingar framundan í útgáfu og þann-
ig er einn útgefandi með bækur sínar í
dreifingu hjá Amazon í Bretlandi og ein-
talið, því engar bækur eru frá nýjum
hljóðbókaútgefanda sem gaf þó út 24 ís-
lensk skáldverk, þrjú íslensk skáldverk,
fimm ævisögur, þrjár íslenskar barna-
og unglingabækur, 59 (!) þýddar barna-
og unglingabækur og fjórar ljóðabækur,
þjóðsögur og smásögur.
Ekki rakst ég á rafrænar bækur í tíð-
indunum, en þess er varla langt að bíða í
ljósi þess að útgefendur stefna að slíkri
útgáfu á árinu og á eflaust eftir að
aukast til muna á næsta ári.
tök prentuð eftir því sem pantanir ber-
ast. Í Bókatíðindum eru skráðar 40
bækur viðkomandi höfundar, en þó er
það aðeins talið sem ein skráning. Væri
hver bók talin með í heildinni yrðu út-
gefnar barnabækur því 142, sem er 65%
aukning frá síðasta ári.
Annað nýtt sem sjá má í Bókatíð-
indum er að þar eru nú hljóðbækur
skráðar, 22 íslensk og þýdd skáldverk
sem hljóðbækur og þrjár slíkar barna-
og unglingabækur. Þar er þó ekki allt
Mikil gróska í ís-
lenskri bókaútgáfu
Útgefnum bókatitlum
fjölgar enn, eru 757 á
þessu ári og nálgast
metárið 2007. 
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Fjöldi bókatitla eftir árum
í völdum flokkum
Íslenskar
barnabækur
Þýddar
barnabækur
Íslensk
skáldverk
Þýdd
skáldverk Ljóð Ævisögur
200
180
160
140
120
100
80
60
40
20
0
61
88
54
51
30
36
115
109
93
99
39
35
2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011
Eins og getið er um hér fyrir
ofan eru rafbækur ekki
skráðar í bókatíðindi, en
verða væntanlega í framtíð-
inni, enda er bók bók sama á
hvaða formi hún er. Raf-
bókaútgáfa hér á landi hefur
farið rólega af stað enda
margir lausir endar, til að
mynda áttu útgefendur og
rithöfundar eftir að ná saman
um skiptingu tekna af raf-
bókasölu og eins hafa menn
verið tvístígandi yfir því
Egill Jóhannsson hjá For-
laginu segir að útgáfan sé í
fullum undirbúningi og að
mörgu að hyggja. ?Þetta er
tilraunaverkefni að einhverju
leyti enda við að fara af stað á
í fyrsta sinn og mörgum
spurningum ósvarað.? 
Gagnasnið á bókunum
verður EPUB og hægt að lesa í
tölvum og spjaldtölvum með
viðeigandi hugbúnaði og
einnig í sumum lestölvum, til
að mynda Sony eReader. ?Ég
hef enga tilfinningu fyrir því
hversu mikil salan getur orð-
ið, en í mínum huga er mik-
ilvægast að hleypa þessu af
stokkunum enda ljóst að þessi
markaður verður mjög vax-
andi á næstu árum.?
væntanleg rafbókaútgáfa
Forlagsins, sem hefst á næstu
dögum, en þá er stefnt að út-
gáfu allra helstu skáldsagna
fyrirtækisins í haust.
hvaða leið eigi að fara, hvaða
gagnasnið eigi að nota, hvort
hægt sé að koma í veg fyrir
ólöglega dreifingu og eins
hvort miða eigi við tiltekin
tæki og tól, til að mynda
spjaldtölvur, lestölvur,
snjallsíma eða bara borð- og
fartölvur.
Nú hefur verið greitt úr
mörgu af ofangreindu og
segja má að rafbókaútgáfa
hefjist með nokkrum mynd-
arskap. Dæmi um það er
Rafbókaútgáfa í
startholunum
Sony Touch lestövan les EPUB. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48