SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 21
20. nóvember 2011 21 Barnabækur Af hverju gjósa fjöll? Spurningar og svör af Vísindavefnum um eldgos Þorsteinn Vilhjálmsson og Jón Gunnar Þorsteinsson Mál og menning Fjölmargir fróðleiksfúsar hafa í gegnum tíðina leitað ráða hjá Vísindavef Háskóla Íslands. Það er því góð hugmynd að nýta þennan fróðleik til bókaútgáfu og það er gert í fyrsta sinn með útgáfu þessarar bókar. En það þarf að vanda til verka þó svo að fróðleikurinn sé áhugaverður á heimasíðunni og það hefur svo sannarlega tekist vel til í þetta sinn. Í bókinni eru 40 spurningar og svör um eldfjöll og þær eru allt frá vangaveltum um af hverju eldgos verða yfir í spurningu um hvort íslenskt móberg segi okkur eitthvað um líf á Mars. Bókin er vel heppnað fræði- og uppflettirit og ætti að nýtast vel börnum sem vilja fræðast um eldfjöll, jarðfræði og sögu jarðarinnar. Birta Björnsdóttir Dans vil ég heyra Eva María Jónsdóttir. Óskar Jónasson myndskreytti Mál og menning Alltaf er gleðilegt þegar fólk tekur sig til í þeim tilgangi að kynna gleymdar þjóðlegar hefðir fyrir okkur hinum og ekki er verra þegar það er sett fram á svona frumlegan og aðgengilegan hátt. Maður fyllist þakklæti í garð svona fólks og gaman væri að fá framhald á, það hlýtur að vera til meira þjóðlegt efni sem hægt er að gefa út á svipaðan hátt. Líklega verða margir kennarar fegnir útgáfunni, því þetta er afbragðs innlegg í kennslu, ekki síst yngri barna. En bókin er ekki síður kærkomin viðbót í bókasafn fjölskyldunnar. Anna Lilja Þórisdóttir Forsetinn, prinsessan og höllin sem svaf Gerður Kristný, myndir teiknaði Halldór Baldurssson Mál og menning Sagan er virkilega skemmtileg og Gerður Kristný er flestum lunknari í líkingamáli. Í bókinni lendir flugvél eins og lipur spói, myrkur lýkst um fólk eins og mjúkur trefill og gamal- menni talar eins og kvefuð húsfluga. Myndir Halldórs Baldurssonar skapa örlítið geggjaðan léttleika, það er mikil hreyfing í þeim og þær styðja geysilega vel við söguna. Forsetinn, prinsessan og höllin sem svaf er sprellfjörug skemmtilesning, ekki bara fyrir börn, heldur fyrir alla sem langar til að gleyma sér um stund með forsetanum glaðlynda og vinum hans. Anna Lilja Þórisdóttir Flugan sem stöðvaði stríðið Bryndís Björgvinsdóttir Vaka-Helgafell Það er ekki oft sem tækifæri gefst til að lesa heila bók sem sögð er út frá sjónarhóli húsflugna. Sú staðreynd ein og sér ætti að vera nógu góð ástæða til að mæla með lestri bókarinnar Flugan sem stöðvaði stríðið. Enn betri ástæður eru þær að bókin er skemmtileg, frumleg og vel skrifuð og vel skiljanlegt að Bryndís Björgvinsdóttir hafi fengið fyrir Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina á dögunum. Birta Björnsdóttir Hávamál Þórarinn Eldjárn endurorti, Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndlýsti Mál og menning Það er kannski hæpið að flokka bókina með barnabókum þó svo að öllum börnum væri hollt og gott að kynnast Hávamálum. Fullorðnir ættu ekki síður að hafa gagn og gaman af bókinni og hún á eflaust eftir að nýtast vel sem tilvalin gjöf fyrir börn, unglinga og fullorðna á komandi árum. Birta Björnsdóttir Játningar mjólkurfernuskálds Arndís Þórarinsdóttir Mál og menning En bókin er sem fyrr segir skemmtileg lesning fyrir alla unglinga og ætti að vera hvetjandi fyrir hvern og einn að berjast fyrir því að fá að vera hann sjálfur, sem og að sýna öðru fólki umburðarlyndi þó það sé ekki eins og maður sjálfur. Birta Björnsdóttir Komdu, höldum veislu! Björk Bjarkadóttir Mál og menning Ég hafði smáefasemdir í upphafi um svona bók sem fer fram á virkni lesandans, sá ekki fyrir mér að þeir yrðu virkir. Annað kom á daginn þegar ég las hana fyrir ungan son minn. Hann hikaði ekki við að kyssa blaðsíðurnar, klappa og kalla. Ég hef lesið hana mörgum sinnum fyrir hann og alltaf hefur hann jafngaman af „vinnunni“ sem bókin fer fram á. Sagan er ljúf, ljóslifandi og heillandi. Myndskreytingin er öðruvísi, lífleg í sínum haustlitum, og á vel við söguna ... Komdu, höldum veislu! skapar veislu hjá hverjum þeim sem lesa hana saman. Björk hefur tekist enn og aftur að lífga upp á barnabókaúrvalið með frumlegri og flottri bók. Ingveldur Geirsdóttir Náttúrugripasafnið Sigrún Eldjárn Mál og menning Sigrún Eldjárn kann að skrifa bækur fyrir börn, á því leikur lítill vafi. Indversk blómafræ, dvergar og dularfullir menn með sólgleraugu er meðal þess sem kemur við sögu í þessarri skemmtilegu og spennandi ævintýrabók fyrir alla krakka. Sagan er þrælspennandi og líkt og í öllum góðum spennusögum er um miðbikið fjölda spurninga ósvarað og fjöldi dularfullra persóna á kreiki svo ekki er annað hægt en að halda lestrinum áfram allt til enda Birta Björnsdóttir Óskabarn: Bókin um Jón Sigurðsson Brynhildur Þórarinsdóttir Mál og menning Brynhildur Þórarinsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, tekur sögu Jóns saman. Fyrir fyrri bækur sínar hefur Brynhildur fengið fjölda viðurkenninga en hún hefur t.d. endursagt Njálu, Eglu og Laxdælu fyrir börn og unglinga. Henni bregst ekki bogalistin í þessari bók frekar en í þeim fyrri. Textinn um Jón er „Hann er klepptækur“. Það sýnir bezt fordóma gagnvart geðsjúkdómum hvað þetta orðatiltæki var mikið notað í al- mennum umræðum fyrr á ár- um. Við vorum svo heppin að snemma sumars 1968 var opnuð ný geðdeild á Borgarspítalanum. Yfirlæknir hinnar nýju geð- deildar var ráðinn Karl Strand, sem hafði stundað geðlækningar í London. Hann hafði skrifað bók, Hugur einn það veit, sennilega fyrsta bókin um hug- sýki sem skrifuð hafði verið fyr- ir almenning á Íslandi. Ég las þá bók mikið vorið 1968. Sjúkdómsgreining Karls Strand var skýr. Hér var um al- varlega geðveiki að ræða, senni- lega geðklofa. Schizofreni. Í mínum huga, sem vissi ekki neitt um geðsjúkdóma, þýddi þetta orð óhugnanlegan og ólæknanlegan sjúkdóm. Nokkr- um vikum síðar velti annar geð- læknir, Jakob Jónasson, vöng- um yfir málinu og taldi sig sjá vísbendingar um að kannski væri þetta geðklofi með ein- hvers konar geðhvörfum sem ívafi. Hann reyndist sannspár. Mín fyrsta hugsun var að hlífa dætrum okkar við sjúkdómi móður þeirra. Kannski er rétt- ara að segja að ég hafi reynt að fela sjúkdóminn fyrir dætrum okkar fyrstu árin. Tilhneigingin til að fela var sterk. Ég hafði engan skilning á eða vitneskju um hversu miklu máli tengslin við móður skipta á fyrstu mánuðum og misserum ævinnar. Rofin tengsl á milli móður og nýfæddrar dóttur á fyrsta árinu í lífi hennar áttu eftir að birtast með marg- víslegum hætti næstu áratugi. Í afar fróðlegri og gagnlegri bók sinni, Árin sem enginn man, segir Sæunn Kjart- ansdóttir, sálgreinir: Ung börn vita ekki að þótt tiltekin manneskja sé ekki á staðnum er hún samt ennþá til. Það er ekki fyrr en barnið er sex til níu mánaða gamalt, sem fer að móta fyrir ímynd af móðurinni í hugarheimi þess, sem það getur kallað fram, þegar hún er ekki nærri. Ef móðir og barn eru aðskilin of lengi getur barnið fundið til mikillar skelfingar. Sumarið 1968 og næstu árin á eftir var lítið sem ekkert fjallað af hálfu fagfólks um hugsanleg áhrif þessa erfiða sjúkdóms á börn okkar. Það voru tilfinn- ingaleg viðbrögð að það yrði að forða þeim frá því að upplifa geðveiki móður sinnar. En ég hafði heldur ekki vit á að spyrja. Áratugum síðar, eftir að skilningur okkar beggja hafði vaknað á því hvers konar grundvallaratriði það hefði ver- ið að meðhöndla þessi veikindi með réttum hætti gagnvart dætrum okkar, vakti það athygli mína að íslenzkur hjúkrunar- fræðingur, Eydís Sveinbjarn- ardóttir, stundaði rannsóknir á vandamálum aðstandenda geð- sjúkra. Það var óplægður akur þá, alla vega á Íslandi. Eydís er frumherji á þessu sviði hér. Eitt af því, sem gjarnan ein- kennir viðbrögð geðsjúkra, er reiði í garð sinna nánustu. Fyrst var það bæði sárt og erfitt. Svo varð það þolanlegt þegar ég gerði mér grein fyrir því að þetta voru sjúkdómseinkenni en ekki raunveruleiki. En þau viðbrögð þýddu að ég þurfti stundum að bíta á jaxlinn til þess að fara á geðdeildina á hverjum degi og stundum oft á dag. Jafnframt leitaði þessi spurn- ing á: Var þetta mér að kenna? Hafði ég gert eitthvað eða látið eitthvað ógert, sem hafði komið þessum sjúkdómi af stað? Það leið töluvert langur tími, mörg ár þar til sú hugsun hvarf að mestu – en þó aldrei alveg. Svo liðu dagar og vikur og ekkert breyttist. Sterk lyfja- meðferð hafði hafizt nokkrum vikum áður en til innlagnar kom á geðdeild Borgarspítalans. Kona mín varð sljó og sinnulaus vegna stöðugt aukinnar lyfja- gjafar, sem engum árangri skil- aði, og virtist hverfa inn í aðra veröld, sem hafði enga snert- ingu við okkar veröld. Smátt og smátt jókst skilningur minn á því að það tekur tíma fyrir lyfin að virka. Svo uppgötvast sá veruleiki að lyfin hafa auka- áhrif, sem stundum lýsa sér eins og sjúkdómseinkenni. Þetta var ný og áður óþekkt veröld. Hún lifði í sínum heimi. Og þegar vikurnar liðu án þess að nokkur breyting væri sjáanleg dofnaði vonin um að þessi 25 ára gáfaða og glæsilega kona, sem ég hafði kynnzt fjórum árum áður, næði nokkru sinni tengslum við veruleikann. Á miðju sumri var ég orðinn vonlaus um að nokkuð mundi breytast. Móðir mín og tengdamóðir björguðu þessu með litlu stúlk- urnar tvær, sem mamma þeirra gat ekki sinnt. Það er merkilegt að á svona stundum eru það mömmurnar sem skipta máli – ekki pabbarnir. Hvers vegna? Dag einn sagði Karl Strand: Það er ekki um annað að ræða en reyna raflækningar – öðru nafni „sjokk“. (Úr sjúkraskýrslum) 10.7. „Sjúkl. talar næstum því hreina vitleysu, er mjög óróleg, á sífelldu rápi um gangana inn á vaktherbergi, drekkandi vatn úr krönum o.sv.frv.“ 11.7. „Sama ástand, e.t.v. er reynandi að auka við hana Trilafon og Chlorpromazin í eina eða tvær vikur, en ef ekki sjást batamerki þá er indicerad að reyna raflækningu.“ 12.7. „Sjúkl. var töluvert agi- teruð og aggresiv í gær og var þá ákveðið í morgun að gefa henni E.C.T. (Electroconvulsive Therapy, raflækningar, innsk. höf.) Fékk hún sitt fyrsta E.C.T. í morgun, sem tókst vel, sjúkl. var róleg og ekki hrædd, svaf vært og lengi á eftir.“ Í æsku hafði ég heyrt talað í hálfum hljóðum um „sjokk“ í sambandi við móðursystur mína. Nú var ég beðinn um að undirrita samþykki við raf- lækningum. Ég vissi að sú lækn- ingaaðferð hafði ekki verið not- uð í fyrstu á Kleppi þótt hún hefði síðar verið tekin þar upp á ábyrgð viðkomandi lækna. Þeg- ar ég spurði um áhrif og afleið- ingar var svarið að raflækningar hefðu tímabundin áhrif á minni sjúklinga, sérstaklega skamm- tímaminni. En ekki varanleg. Ég skrifaði undir og sá ekki hvað ég gæti annað gert. Sú undirskrift sótti mig heim áratugum síðar, þegar fjallað var í erlendum bókum á mjög nei- kvæðan hátt um raflækningar og áhrif þeirra – sérstaklega á minni. Raflækningar voru og eru umdeildar. Hins vegar var ekki leitað eftir undirskrift sjúklings. Mundum við telja það viðunandi vinnu- brögð í dag? Á hinn bóginn má þó spyrja: Hvaða máli skiptir undirskrift sjúklings sem veit ekki í þennan heim eða annan? Þegar ég hugsa til baka er ég ekki viss um að ég hafi sjálfur verið í miklu betra ástandi til þess að veita slíkt samþykki. Það er erfitt að lýsa þeirri ör- væntingu, sem getur gripið mann við svona aðstæður. Mér fannst þegar þarna var komið sögu nánast óhugsandi að eig- inkona mín ætti eftir að snúa aftur til raunveruleikans. Á ráðstefnu á vegum Hugar- afls fyrir nokkrum árum sagði ég um þessa undirskrift: Í dag mundi ég hugsa mig betur um. En þegar manni finnst veröldin hafa hrunið í kringum sig er fyrsta hugsunin ekki endilega sú að hugsa sig betur um. Sumarið 1968 var unnið kraftaverk með raflækningum. Með þeim náðist árangur, sem lyfjameðferð hafði ekki skilað. Ómunatíð: Saga um geðveiki er 220 bls. Útgefandi er Veröld. þessa sögu? Morgunblaðið/Árni Torfason ELFRÍÐ - í senn óhugnanleg og hugljúf frásögn holabok.is/holar@holabok.is Elfríð Pálsdóttir fæddist og ólst upp í Þýskalandi á stríðsárunum þar sem dauðinn beið við hvert fótmál. Hún fluttist síðar til Ís- lands og bjó þá m.a. á Siglunesi og á Dalatanga, þar sem hún var vitavörður ásamt manni sínum, Erlendi Magnússyni. Það var Elfríði mikil raun að rifja upp æskuár sín í Þýskalandi. Lesendur þessarar bókar munu vafalítið skilja af hverju svo var.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.