Tķmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

and  
M T W T F S S
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | JPG  | TXT  |Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Morgunblašiš

						20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012
? SigurðurBjarnason
fæddist í Vigur í
Ísafjarðardjúpi 18.
desember 1915 og
ólst þar upp. Hann
lést í Reykjavík 5.
janúar 2012.
Foreldrar Sig-
urðar voru Bjarni
Sigurðsson, f.
24.7. 1889, d. 30.7.
1974, hreppstjóri í
Vigur, og k.h., Björg Björns-
dóttir, f. 7.7. 1889, d. 24.1.
1977, húsfreyja. Sigurður var
elstur sex systkina. Systkini
Sigurðar: Björn Bjarnason, f.
31.12. 1916, d. 20.10. 1994,
bóndi í Vigur; Baldur Bjarna-
son, f. 9.11. 1918, d. 8.7. 1998,
bóndi, oddviti og hreppstjóri í
Vigur; Þorbjörg Bjarnadóttir,
f. 16.10. 1922, d. 7.1. 2006,
fyrrv. skólastjóri Húsmæðra-
skólans á Ísafirði; Þórunn
Bjarnadóttir, f. 14.7. 1925,
kennari, búsett í Reykjavík.
Sigurlaug Bjarnadóttir, f. 3.7.
1926, kennari og fyrrv. alþm.,
búsett í Reykjavík.
Sigurður kvæntist 5.2. 1956
eftirlifandi eiginkonu sinni,
Ólöfu Pálsdóttur, f. 14.4. 1920,
myndhöggvara. Hún er dóttir
Páls Ólafssonar, útgerð-
armanns og ræðismanns, og
k.h., Hildar Stefánsdóttur hús-
móður. Börn Sigurðar og
Ólafar eru Hildur Helga, f.
8.8. 1956, sagnfræðingur og
blaðamaður í Reykjavík og er
sonur hennar Óðinn Páll, f.
12.4. 1994; Ólafur Páll, f. 13.6.
1960, bókmenntafræðingur,
skáld og kvikmyndaleikstjóri.
Sigurður lauk stúdentsprófi
1957-58, og formaður Nor-
ræna blaðamannasambandsins
1957-58, var stjórnarformaður
menningarsjóðs blaðamanna
1946-62, sat í Útvarpsráði
1947-70 og var formaður þess
1959, formaður Íslandsdeildar
Norðurlandaráðs 1953-59 og
1963-70, og var einn af for-
setum ráðsins 1953-56, 1958-
59 og 1963-70, sat í Þingvalla-
nefnd 1957-70 og var formað-
ur Norræna félagsins 1965-70.
Sigurður var formaður utan-
ríkismálanefndar Alþingis um
skeið, var skipaður í und-
irbúningsnefnd löggjafar um
þjóðleikhús 1947, sat í endur-
skoðunarnefnd laga um skipun
prestakalla og endurskoð-
unarnefnd íþróttalaga 1951,
var kosinn í milliliða-
gróðanefnd 1951, í úthlut-
unarnefnd atvinnuaukning-
arfjár 1959-60, sat í
úthlutunarnefnd listamanna-
launa 1961-66 og í stjórn At-
vinnubótasjóðs, síðar Atvinnu-
jöfnunarsjóðs 1962-70,
skipaður í nefnd til að gera
tillögur um framtíðarskipan
ferðamála á Íslandi 1962 og í
endurskoðunarnefnd hafna-
laga 1966, í endurskoð-
unarnefnd laga um þingsköp
Alþingis 1966 og skipaður í
endurskoðunarnefnd laga um
utanríkisráðuneyti Íslands og
fulltrúa þess erlendis 1968.
Hann sat á Allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna 1960-62.
Sigurður skrifaði fjölda tíma-
rits- og blaðagreina ásamt út-
varpserindum um þjóðleg og
söguleg efni. Hann var sæmd-
ur fjölda orða og heið-
ursmerkja og sýndur annar
sómi í viðurkenningarskyni
fyrir margháttuð opinber
störf sín.
Útför Sigurðar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 30. jan-
úar 2012, og hefst athöfnin kl.
13.
frá Mennta-
skólanum á Ak-
ureyri 1936, lög-
fræðiprófi frá
Háskóla Íslands
1941 og lauk
framhaldsnámi í
lögfræði í Cam-
bridge á Englandi
1945. Sigurður var
ritstjóri Vest-
urlands 1942-59,
ritstjóri Stefnis
1950-53, blaðamaður við
Morgunblaðið frá 1941, stjórn-
málaritstjóri Morgunblaðsins
frá 1947 og aðalritstjóri blaðs-
ins 1956-70. Hann var alþm.
Norður Ísafjarðarsýslu fyrir
Sjálfstæðisflokkinn 1942-59,
varaþm. 1959-63 og alþm.
Vestfjarðakjördæmis fyrir
Sjálfstæðisflokkinn 1963-70.
Hann var forseti neðri deildar
Alþingis 1949-56 og 1963-70.
Sigurður var skipaður sendi-
herra Íslands í Danmörku
1970-76 og jafnframt á Ír-
landi, í Tyrklandi og fyrsti
sendiherra Íslands í Kína, var
sendiherra í Bretlandi 1976-82
og jafnframt Írlandi, Hollandi
og Nígeríu. Hann starfaði í ut-
anríkisráðuneytinu í Reykja-
vík 1982-85, var sendiherra á
Kýpur frá 1983 og á Indlandi,
Kýpur og í Túnis 1983-85. Sig-
urður vann mikið að heim-
komu handritanna til Íslands
sem sendiherra Íslands í Dan-
mörku. Sigurður var formaður
Stúdentaráðs Háskóla Íslands
1938-39, var formaður Stúd-
entafélags Reykjavíkur 1941-
42, forseti bæjarstjórnar Ísa-
fjarðar 1946-50, formaður
Blaðamannafélags Íslands
Það er fallegur júnímorgunn
í Vigur árið 1998. Djúpið speg-
ilslétt. Morgunsólin merlar á
fagurbláu hafinu. Tveir lág-
vaxnir gamlir menn koma út úr
Pukru og rölta út á Börð. Ann-
ar er með hatt, hinn með svart
kaskeiti. Þeir láta sig engu
skipta hamagang kríunnar, sem
rýkur upp við þessar manna-
ferðir og gerir þrálátar loft-
árásir. Þeir eru báðir vel búnir
til höfuðsins svo þeim er engin
hætta búin. Krían hættir líka
fljótlega sínum skyldubundnu
árásum þegar hún sér hverjir
eru á ferð. Það stafar ekki
hætta af þessum tveim öldung-
um sem ganga í hægðum sínum
um varpland hennar. Það hafa
þeir gert í hartnær 80 ár. Öðru
hvoru beygja þeir sig eftir dún-
hnoðra í útleiddu hreiðri, stað-
næmast af og til, blása mæðinni
og horfa út á Djúpið sem er
þeim svo kært.
Þetta er ein síðasta myndin
sem við systkinin eigum af
þeim bræðrum Sigurði og
Baldri föður okkar. Örfáum
dögum seinna kvaddi pabbi
okkar elskulegur þennan heim.
Þegar Sigurði var tilkynnt and-
lát hans horfði hann lengi þög-
ull út um gluggann og sagði
síðan: ?Hann Baldur minn á
góða heimvon.?
Sigurður frændi var heims-
maður, stjórnmálamaður fram í
fingurgóma og bar hag þjóðar
sinnar mjög fyrir brjósti. En
hann var ekki síður náttúru-
barn sem elskaði heimahagana,
eyjuna sína grænu, af öllu
hjarta. Þangað kom hann oft til
að safna kröftum eftir harðar
snerrur í pólitíkinni og til að
næra sálina. Þá fór hann í
gönguferðir út á eyju eða
skrapp í lunda. Hann var glúr-
inn lundaveiðimaður allt fram á
síðustu árin sem hann kom í
Vigur, þá kominn á níræðisald-
ur.
Ekki síst var hann einstak-
lega góður stílisti og var ein-
skær unun að lesa sögur og frá-
sagnir eftir hann ekki síst þær
sem tengdust Vigur á einhvern
hátt. Þar skein alltaf í gegn ást
hans á eyjunni, náttúru hennar
og mannlífi.
Það var alltaf gaman þegar
Siggi frændi kom í heimsókn.
Þá fengum við góða innsýn í
pólitíkina því oft voru fjörugar
umræður við eldhúsborðið og
spennan var mikil þegar kosn-
ingar voru í nánd. Kosninga-
dagarnir voru alltaf sérlega
skemmtilegir. Þá dubbuðu allir,
sem vettlingi gátu valdið, sig
upp áður en haldið var á kjör-
stað í Ögri á Gesti. Það ríkti
mikil spenna, líka hjá okkur
krökkunum, þótt við gætum
ekki haft áhrif á niðurstöður
kosninganna. Yfirleitt voru þær
á þann veg sem við vonuðumst
eftir. Þegar kjördagur var að
kveldi kominn og úrslitin kunn
voru reyktir margir vindlar og
koníaksflöskur tæmdar svo
kaupstaðarlyktin barst úr
Grænustofunni um allan bæinn
í Vigur. Þá var glatt á hjalla og
þeir bræður hrókar alls fagn-
aðar.
Nú ganga þau aftur saman,
bræðurnir þrír í Vigur og Þor-
björg systir þeirra á grænum
grundum eilífðarinnar. Og
áreiðanlega verður þeim oft lit-
ið til eyjunnar sinnar, sem þau
voru alltaf bundin órjúfandi
böndum.
Við kveðjum hér kæran
frænda. Við sendum Ólöfu, Óla
Páli, Hildi Helgu og Óðni Páli
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur sem og eftirlifandi
systrum hans. Blessuð sé minn-
ing Sigurðar Bjarnasonar
Björg, Ragnheiður, 
Bjarni, Salvar og Björn
Baldursbörn.
Mig langar til að minnast
móðurbróður míns Sigurðar
Bjarnasonar í nokkrum orðum.
Ég kynntist aldrei stjórn-
málamanninum Sigurði Bjarna-
syni. Ég var of ungur þegar
hann stóð í því hanaati, en mér
fróðari menn segja hann hafa
verið leiftrandi pólitíkus með
mikinn kjörþokka.
Lengi vel þegar ég heimsótti
hann á hjúkrunarheimilið
Grund þar sem hann dvaldi við
þokkalegan aðbúnað síðustu ár-
in spurði hann mig að því
hvernig gengi hjá íhaldinu.
Ég kynntist Sigurði best í
Vigur en hann þráði alltaf eyj-
una sína grænu og notaði hvert
tækifæri sem honum gafst til
að komast heim til að efla lífs-
andann. Þar var hann í essinu
sínu. Eftir að hann komst á eft-
irlaun var hann árlegur dval-
argestur í Pukru, litlu sumar-
húsi sem þau systkinin frá
Vigur, sem brottflutt voru,
byggðu saman. Þar dvöldu þau
oft öll saman og var einatt kátt
á hjalla. Á milli þeirra systk-
inanna sex frá Vigur var sam-
band sem einkenndist af mikilli
og djúpstæðri vináttu og virð-
ingu.
Sigurður var alla tíð hlýr og
notalegur í minn garð. Það var
alltaf gaman að hitta hann. Oft
sá maður bregða fyrir leiftri í
augum hans frá gamalli tíð.
Hann hafði yndi af því að segja
frá og fræða okkur ungviðið um
örnefni og annað sem tengdist
umhverfinu í Vigur. Svo lét
hann mann þylja upp nöfn á
fjöllum og öðrum kennileitum
til að vera nú alveg viss um að
vísdómurinn hefði síast inn.
Hann var einnig gjörsamlega
fréttasjúkur og skrúfaði frá
gufunni með skruðningum um
leið og hann opnaði augun á
morgnana. Það var rútína
gamla blaðamannsins sem hafði
staðið vaktina á Mogganum í
áratugi.
Í Vigur stundaði Sigurður
jafnan lundaveiðar af kappi á
meðan hann gat enn lyft háf og
stráði skarfakáli út á hafra-
grautinn til að efla hreysti sína.
Það síðarnefnda þótti okkur
unglingunum í kringum hann
miður gott á bragðið. 
Ég heimsótti hann tvisvar á
meðan hann var sendiherra í
London. Sigurður tók mig með
sér í sendiráðið og svo fórum
við og drukkum te á Grosve-
nor-hótelinu þar sem hann
stundaði sund sér til heilsubót-
ar. Mér var ekki í kot vísað að
fá að dvelja í sendiherrabú-
staðnum hjá Sigurði og Ólöfu
Pálsdóttur, eiginkonu hans,
enda tóku þau mér bæði opnum
örmum og dekruðu við mig á
alla lund.
Sigurður var mikill bóka-
maður, sílesandi og sívitnandi í
alls konar bókmenntaverk,
þjóðlegan fróðleik og sagn-
fræði. Hann hafði sérlega gam-
an af sögum Jóns Indíafara
sem flakkaði um allan heim og
var úr Djúpinu líkt og hann
sjálfur. Þá fór hann oft með
vísur og ferskeytlur sem kættu
sinnið og lifa í minningunni. Ég
heimsótti hann síðast á afmæl-
isdaginn hans í desember. Þá
var mikið farið að draga af hon-
um. Ég fékk hann samt til að
drekka með mér kaffi en
heyrnin var eiginlega farin og
sálin orðin þreytt. Eftir kaffið
vildi hann komast aftur í bólið
sitt og sofna. Um leið og þeim
áfanga var náð lauk hann aug-
unum aftur og sofnaði værum
svefni. Þannig kvaddi ég hann,
friðsælan og fallegan.
Ég votta Ólöfu Pálsdóttur,
eftirlifandi eiginkonu hans, og
börnum hans, Hildi Helgu og
Ólafi Páli, innilega samúð mína.
Bjarni Brynjólfsson.
Meira: mbl.is/minningar
Sigurður Bjarnason var
sterkur stjórnmálamaður þegar
hann var uppá sitt bezta og öfl-
ugur talsmaður Sjálfstæðis-
flokksins sem stjórnmálarit-
stjóri Morgunblaðsins, þegar
ég kom ungur að blaðinu, en
við því starfi tók hann af Jóni
Kjartanssyni 1947. Áhrif hans
voru mikil í tíð Ólafs Thors, en
dvínuðu þegar Bjarni tók við
flokknum, þeir áttu illa skap
saman, þótt samstarf þeirra á
blaðinu væri hnökralaust að
kalla. Ég hafði lítið af Sigurði
að segja fyrstu missirin á
blaðinu, enda sinnti hann þá
einna helzt pólitíkinni sem við
blaðamennirnir tókum lítinn
þátt í. Hann kom ungur að
Morgunblaðinu, pólitísk vonar-
stjarna, ráðinn af Valtý frænda
sínum sem þá stjórnaði blaðinu
af pólitískri festu og í nánum
tengslum við forystu Sjálfstæð-
isflokksins og langt fram á
sjötta áratuginn, þegar heilsa
hans bilaði. 
Þegar við Sigurður störfuð-
um saman að ritstjórn blaðsins
uppúr 1959, var samstarfið ein-
att gott, þótt ekki værum við
alltaf sammála og þegar Eykon
kom að blaðinu var samstarf
okkar þriggja eins og bezt varð
á kosið. Ég minnist Sigurðar
því með hlýju og virðingu og
þakka þær góðu stundir sem
við áttum saman. En á sjöunda
áratugnum var kaldastríðspóli-
tíkin í algleymingi og reyndi
mjög á ritstjóra Morgunblaðs-
ins. Kalinn á hjarta þaðan
slapp ég, segir Grímur gamli
Thomsen um hirðlífið hjá Goð-
mundi kóngi á Glæsivöllum. 
En það var þó ekki svo
slæmt!
Á lokaspretti Eykons kom
Styrmir að ritstjórn blaðsins.
Þá var Geir Hallgrímsson
stjórnarformaður Árvakurs og
Haraldur Sveinsson áfram
framkvæmdastjóri, hafði tekið
við af Sigfúsi Jónssyni. Þá ríkti
traust og trúnaður milli stjórn-
ar félagsins og ritstjórnar eins
og lengstum hafði verið og
sjálfstæði blaðsins gagnvart
flokki og flokksforystu tryggt,
en þau samskipti höfðu verið
nokkuð brösótt um skeið. Nýr
tími var í garð genginn og
væntingar miklar. 
Sigurður Bjarnason hafði
ekki einungis áhuga á stjórn-
málum, þótt lífsstefnan hafi
verið mótuð, þegar hann ungur
að árum vann kjördæmi æsku-
slóða sinna. Eftir það var hann
að vísu fyrst og síðast þingmað-
ur af lífi og sál eins og Sig-
urður afi hans hafði verið, en
þá var það meiri virðingarstaða
en nú. Hann hafði ekki sízt
áhuga á góðum bókum, las mik-
ið og fylgdist með, t.a.m. þegar
við Þorsteinn Thorarensen
mágur hans og Gunnar
Schram, síðar prófessor, vorum
að basla við að koma Stefni út,
og sinnti skáldskap og listum af
áhuga. Ekki minnkaði hann
þegar leiðir þeirra Ólafar lágu
saman, enda var hún í senn og
hefur ávallt verið sérstæður
listamaður og verk hennar eft-
irminnilegt framlag til íslenzkr-
Sigurður 
Bjarnason
Sigurður Bjarnason og Ólöf Pálsdóttir ræða við skipherra Vædderen við heimkomu handrit-
anna 1971. Sigurður taldi rétt að handritin kæmu sjóleiðina heim þar sem þau fóru þá leið utan.
Sigurður Bjarnason var sendiherra Íslands í Danmörku og síðar í Englandi en var einnig sendi-
herra gagnvart Írlandi, Tyrklandi, Kína, Hollandi og Nígeríu. 

					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16
Page 17
Page 17
Page 18
Page 18
Page 19
Page 19
Page 20
Page 20
Page 21
Page 21
Page 22
Page 22
Page 23
Page 23
Page 24
Page 24
Page 25
Page 25
Page 26
Page 26
Page 27
Page 27
Page 28
Page 28
Page 29
Page 29
Page 30
Page 30
Page 31
Page 31
Page 32
Page 32
Page 33
Page 33
Page 34
Page 34
Page 35
Page 35
Page 36
Page 36
Page 37
Page 37
Page 38
Page 38
Page 39
Page 39
Page 40
Page 40