Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						M Á N U D A G U R 6. F E B R Ú A R 2 0 1 2
 Stofnað 1913  30. tölublað  100. árgangur 
FEÐGAR OPNA
VEITINGASTAÐ
VIÐ BORGARTÚN
JÓN ARNÓR
MIKILVÆGUR
HJÁ ZARAGOZA
ARTÓTEK LEIGIR
OG SELUR
LISTAVERK 
SÁTTUR ÍÞRÓTTIR MYNDLIST ALLA ÆVI 26FÉLAGSMIÐSTÖÐ 10 
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
?Menn vilja halda vel utan um er-
lendu eignina sína. Hún er nú komin
niður í 24% en talið hefur verið æski-
legt að hún sé vel yfir 30%,? segir
Arnar Sigurmundsson, formaður
Landssamtaka lífeyrissjóða, um er-
lendar eignir íslensku lífeyrissjóð-
anna. Hann segir að innlendi fjár-
málamarkaðurinn sé enn grynnri en
hann var fyrir efnahagshrun. Þá er
ekki hægt að stofna til nýrra við-
skipta erlendis vegna gjaldeyrishaft-
anna. Eina undantekningin er end-
urgreiðslur úr erlendum framtaks-
sjóðum sem lífeyrissjóðirnir keyptu í
fyrir hrun. Þær má nota til að standa
við gerða samninga um greiðslur í
erlenda framtakssjóði. 
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
benti á það í samtali við mbl.is að
þrátt fyrir mikið tap lífeyrissjóðanna
hefðu erlendar eignir þeirra virkað
til mótvægis. Hann teldi nauðsynlegt
að horfa heildstætt á fjárfestinga-
stefnu sjóðanna.
Helgi Magnússon, stjórnarfor-
maður Lífeyrissjóðs verzlunar-
manna, segir ástæðu til að hafa
áhyggjur af þrengri fjárfestinga-
möguleikum lífeyrissjóðanna. Gjald-
eyrishöftin þrengi þá og tækifærin
hafi minnkað. Hins vegar hafi tals-
vert fé verið bundið í ríkistengdum
fjárfestingum.
?Við erum alla daga að leita að
tækifærum á öðrum sviðum. Eftir
því sem betur gengur að endurreisa
atvinnulífið og koma af stað fjárfest-
ingum, þess betri horfur eru fyrir líf-
eyrissjóðina,? sagði Helgi. 
Hann benti á að lífeyrissjóðir
hefðu keypt þriðjung í HS Orku og
nefnd hefði verið hugmynd um fjár-
festingu í Landsvirkjun og fleiri rík-
isfyrirtækjum. Þá hefði Framtaks-
sjóður verið settur af stað, en að
honum koma lífeyrissjóðirnir ásamt
fleirum. Hann myndi hjálpa fyrir-
tækjum, sem strönduðu í hruninu,
aftur af stað. Þá yrði farið að selja
hlutabréf í Landsbankanum og þetta
yrði allt skoðað.
Minna ávaxtað erlendis
 Erlend eign lífeyrissjóða er komin niður í 24% en æskilegt þykir að hún sé yfir
30%  Gjaldeyrishöft þrengja kostina en nýrra fjárfestinga er leitað innanlands
M
Tap lífeyrissjóðanna »12
Fyrstu einleikstónleikarnir á píanó í Hamraborg, stóra
salnum í menningarhúsinu Hofi á Akureyri, fóru fram í
gærdag að viðstöddu fjölmenni. Þar sýndi listir sínar
Víkingur Heiðar Ólafsson; lék margvíslega tónlist, inn-
lenda sem erlenda, og frumflutti til dæmis sex stutt
verk eftir Jón Hlöðver Áskelsson, tónskáld og fyrrver-
andi skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri. 
Fimm af sex verkum Jóns Hlöðvers eru glæný. Hann
færði skólanum þau að gjöf og þau voru formlega gefin
út í gær. Tónskáldið tileinkaði verkin Víkingi Heiðari
og framsæknum píanónemendum við gamla skólann
sinn. Verk Jóns Hlöðvers voru þau síðustu á dagskrá
fyrir hlé og að flutningi loknum kom tónskáldið á svið.
Jón Hlöðver, sem fatlaðist við heilagerð þegar hann
var rúmlega rúmlega fertugur, var greinilega hrærður
og þeim Víkingi Heiðari báðum ákaft fagnað. Píanist-
inn sagðist telja það mjög vel við hæfi að frumflytja
verk eftir Jón Hlöðver á fyrstu einleikstónleikunum á
píanó í Hofi og sagðist hugsa tónleikana honum til heið-
urs.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Tónskáldi og einleikara vel fagnað
Eitt þungt hnefa-
högg getur dregið
mann til dauða.
Líkamlegir
áverkar eftir al-
varlega líkams-
árás eða nauðgun
geta gróið en mis-
jafnt er hvernig
fólki tekst að tak-
ast á við hið sál-
ræna áfall sem
þeim fylgir. Sumir þróa með sér
áfallastreituröskun sem getur haft
gríðarleg áhrif á líf viðkomandi. 
Í síðustu viku voru kveðnir upp
tveir dómar þar sem áfallastreitu-
röskun kom við sögu. Annars vegar í
dómi vegna nauðgunar sumarið 2010
en hins vegar í dómi vegna alvar-
legrar líkamsárásar árið 2006. Bæði
fórnarlömbin fengu áfallastreitu-
röskun í kjölfar árásanna. Unga kon-
an sem áður hafði verið opin og
skemmtileg varð grátgjörn og fékkst
ekki út úr herbergi sínu. Ungi karl-
maðurinn sem ráðist var á þjáist af
ýmsum andlegum kvillum og er
árásin talin hafa verið kveikjan að
erfiðleikum hans. 
?Áföll geta haft hræðilegar afleið-
ingar,? segir dr. Berglind Guð-
mundsdóttir sem er sérfræðingur í
greiningu og meðferð við áfalla-
streitu. Hún segir að meiri harka sé í
ofbeldisverkum en áður og að fleiri
mál komi því inn á borð hjá áfalla-
teymi Landspítalans. »4
Valda
sálar-
kvölum
 Árásir leiða til
sálrænna erfiðleika
Berglind 
Guðmundsdóttir
 Gatnakerfi höfuðborgarsvæð-
isins stækkar sífellt og sömuleiðis
lengjast göngu- og hjólastígar.
Þetta hefur meðal annars í för með
sér að erfiðara verður um vik fyrir
snjómokstursmenn að sinna starfi
sínu. Árið 1980 var samanlögð
lengd gatna í Reykjavík 277,7 km
en 515 km árið 2011. Göngu- og
hjólastígar með bundnu slitlagi
voru 269 km árið 1980 en 768 km í
fyrra og hefur áþekk þróun orðið
víðar á höfuðborgarsvæðinu. »2
Gatnakerfið hefur
víða þanist út 
Hjólreiðar Fólk nýtur útiveru.
Morgunblaðið/Kristinn
 Fyrir Alþingi
liggur nú þings-
ályktunartil-
laga þess efnis
að hér verði
tekið upp hið
norræna holl-
ustumerki
Skráargatið en
það gefur til
kynna að vara merkt því sé sú holl-
asta í sínum flokki. Fjölmargir hafa
talað fyrir innleiðingu Skráargats-
ins en meðal þeirra má nefna Neyt-
endasamtökin og Landlæknisemb-
ættið.
?Markmið Skráargatsins er að
leiða neytendur að hollum mat-
vælum. Þetta er gæðastimpill og
matvælaiðnaður þarf að aðlagast
skilyrðum en ekki öfugt,? segir Zul-
ema Sullca, sérfræðingur hjá Mat-
vælastofnun. »16
Alþingi fjallar
um Skráargatið
?Ég veit ekki til þess nú að sjóð-
ir þurfi að skerða réttindi, en ég
veit heldur ekki hver niðurstað-
an er hjá hverjum og einum
vegna ársins 2011. Við höldum
að meðalraunávöxtun verði
1,5-2%. Það er nokkuð ljóst að
árið í fyrra verður undir 3,5%
viðmiðuninni um raunávöxtun á
allar fjárfestingar,? sagði Arnar
Sigurmundsson.
Undir viðmiðun
NIÐURSTAÐA ÁRSINS 2011
EKKI ENN ORÐIN LJÓSÞyrlan TF-SYN, sem Landhelg-
isgæslan hefur tekið á leigu út árið,
kom til landsins um kl. 21 í gærkvöldi.
Gera þurfti við þyrluna í Færeyjum
eftir að leka varð vart í vökvakerfi á
aðalgírboxi þegar hún lenti þar á
fimmtudag til að taka eldsneyti á leið
sinni til Íslands frá Noregi. 
Að sögn Hrafnhildar Brynju Stef-
ánsdóttur, upplýsingafulltrúa Land-
helgisgæslunnar, þurfti að panta
varahlut í þyrluna frá Noregi og því
seinkaði komu hennar.
Á myndinni eru Benóný Ásgríms-
son flugstjóri, Brynhildur Ásta Bjart-
marz flugmaður og Daníel Hjaltason
flugvirki við þyrluna í gærkvöldi.
Leiguþyrlan
loks komin 
Morgunblaðið/Kristinn

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32