Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						M I Ð V I K U D A G U R 8. F E B R Ú A R 2 0 1 2
 Stofnað 1913  32. tölublað  100. árgangur 
BÝR TIL BRÚÐUR
EFTIR TEIKNING-
UM BARNA
SETUR UPP
MJALLHVÍTI Í
LOS ANGELES
MEÐ TILBOÐ FRÁ
ODENSE Í 
DANMÖRKU 
ANDREA ÖSP 32 ÁGÚST JÓHANNSSON ÍÞRÓTTIRGUÐMUNDUR LISTAMAÐUR 10 
Sigrún Rósa Björnsdóttir
Hólmfríður Gísladóttir
Félag leikskólakennara hefur tilkynnt Reykjavík-
urborg formlega að það hyggi á málsókn, láti
borgaryfirvöld verða af því að fella niður
greiðslur vegna neysluhlés. Þrír leikskólastjórar
ákváðu að skrifa ekki undir bréf þar sem starfs-
mönnum FL var sagt upp neysluhléinu en þeir
eru um 30% af starfsmönnum leikskólanna.
Starfsmenn í öðrum stéttarfélögum fá greiðsl-
urnar áfram.
?Grundvallaratriðið er að það er engin bókun
um þetta í kjarasamningum,? segir Lilja Eyþórs-
dóttir, leikskólastjóri á Klettaborg, en hún var ein
þeirra sem ekki skrifuðu undir. ?Enda hefðu fé-
lagsmenn hér í Reykjavík þá varla samþykkt slíka
samninga.? Ákvörðunin var tekin í nóvember síð-
astliðnum og sagði Haraldur Freyr Gíslason, for-
maður FL, þá engu líkara en verið væri að refsa
leikskólakennurum fyrir að ná góðum samning-
um. Félagið mundi ekki taka þessu þegjandi. 
M
Málshöfðun verði neysluhlé afnumið »18
Neysluhléið samsvarar tíu yfirvinnutímum,
sem leikskólastarfsfólk hefur fengið greidda frá
árinu 2007 fyrir að borða hádegismat með börn-
unum. Nú á hins vegar að fella greiðslurnar til fé-
laga FL niður en þar sem félagið hafi samið um
umtalsvert meiri kjarabætur en önnur stéttar-
félög sé ekki um mismunun að ræða.
Bæði Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og
frístundaráðs, og Bjarni Brynjólfsson, upplýs-
ingastjóri Reykjavíkurborgar, hafa sagt að ljóst
hafi legið fyrir að við kjarabæturnar yrði neyslu-
hléið látið niður falla hjá félögum FL.
Undirbúa málshöfðun
 Félag leikskólakennara segir borginni stríð á hendur  Aldrei samið um afnám
neysluhlés  Þrír leikskólastjórar hafa neitað að skrifa undir uppsagnarbréfin
Lítill drengur leit í gegnum bílrúðu þar sem dropar perluðu eins og tár í
slagviðrinu í gær. Mikið hvassviðri með úrkomu gekk yfir suðvesturhornið
og olli það meðal annars miklum töfum á afgreiðslu flugvéla á Keflavík-
urflugvelli. Um 520 farþegar þurftu að bíða í flugvélunum þar til lægði.
Veðrið gekk svo norður yfir landið vestanvert og í gærkvöldi var orðið
hvasst allt frá norðanverðu Snæfellsnesi og norður úr. »2
Morgunblaðið/RAX
Guðað á tárvotan glugga
 Landgræðslustjóri varar ein-
dregið við því að þekkingarsetri á
Kirkjubæjarklaustri verði valinn
staður í farvegi Skaftár. Telur
hann að lítið þurfi að hækka í ánni
til þess að hún flæmist yfir bakka-
vörn og yfir fyrirhugað bygging-
arsvæði.
Skaftárhreppur og stofnanir rík-
isins undirbúa byggingu þekking-
arseturs. Það á að hýsa gestastofu
Vatnajökulsþjóðgarðs, stjórnsýslu
sveitarfélagsins, Kirkjubæjarstofu,
nýtt Erró-setur og ýmsar fleiri
stofnanir. Skaftárhreppur á ekkert
byggingarland á Kirkjubæj-
arklaustri en fékk lóð í nágrenni fé-
lagsheimilisins sem hreppsnefnd
telur ákjósanlega. Sveitarstjórinn
telur að byggingin standi það hátt
að henni stafi ekki hætta af flóðum
en þó hefur verið ákveðið að gera
verkfræðilega úttekt á lóðinni
vegna athugasemda. »4
Varað við byggingu þekkingarseturs 
í flóðfarvegi Skaftár á Kirkjubæjarklaustri
Frá Kirkjubæjarklaustri
Ríkissjóður mun
verja 90-150
milljónum króna í
að fjarlægja PIP-
brjóstapúða úr
öllum konum sem
hafa fengið þá 
ígrædda hér-
lendis. Aðgerð-
irnar verða fram-
kvæmdar á
næstu sex mán-
uðum en ekki verður í boði að fá nýja
púða í sömu aðgerð.
?Spítalinn hefur aldrei verið með
fegrunaraðgerðir og því teljum við
eðlilegt að vísa á viðkomandi lækni
ef konurnar vilja fá nýja púða,? segir
Guðbjartur Hannesson velferðar-
ráðherra.
?Þeir ætla ekki að veita konunum
heimild til að kaupa sjálfar púða til
að setja inn í aðgerðinni. Ég er ekki
sátt,? segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lög-
maður þeirra áttatíu kvenna sem
hyggjast höfða mál vegna PIP-
púðanna. »14
Fá ekki nýja
púða í sömu
aðgerðinni
Guðbjartur 
Hannesson
Tekjur sam-
skiptavefjar-
ins Facebook
námu 3,7
milljörðum dollara í fyrra en fyr-
irtækið er metið á um 80-100 millj-
arða dollara. Er þá fyrst og fremst
verið að horfa til vaxtarmöguleika
þess en áætlað er að 3 milljarðar
manna verði nettengdir árið 2016.
Árið 2010 voru 1,6 milljarðar net-
tengdir.
Notendur Facebook eru nú alls
845 milljónir talsins og þeirra á
meðal eru 68% íslensku þjóð-
arinnar. Þrátt fyrir það virðast ís-
lensk fyrirtæki lítið auglýsa á
þessum áhrifamikla miðli. » 16
Auglýsa lítið
á Facebook 
 68% Íslendinga
eru meðal notenda 
 Aflaskipið Börkur NK 122 hefur
komið með um 1,5 milljónir tonna
að landi frá því að Síldarvinnslan í
Neskaupstað keypti skipið fimm
ára gamalt árið 1973. Ekkert ís-
lenskt skip mun hafa komið með
jafnmikinn afla að landi. 
Börkur fær í dag nafnið Birting-
ur og heldur áfram loðnuveiðum út
vertíðina, en þá verður tekin
ákvörðun um framhaldið. Nýr
Börkur, áður norska skipið Torbas,
er væntanlegur til Norðfjarðar fyr-
ir hádegi í dag. 
Sextán af 24 íslenskum upp-
sjávarskipum eru smíðuð fyrir 1990
og þrjú þau elstu árið 1960. »9
Aflaskipið Börkur NK 122 hefur komið 
með um 1,5 milljónir tonna að landi 
Ljósmynd/ Guðlaugur Birgisson
Breytingar Börkur verður Birtingur
 Verð á bensíni
hækkaði í gær-
kvöldi og fór
verðið á hverjum
lítra af 95 okt-
ana bensíni í
sjálfsafgreiðslu á
Shellstöðvunum
yfir 250 krónur
og kostaði
250,90 krónur. Dísilolían kostaði
258,80 krónur hjá Shell.
Önnur olíufélög höfðu ekki
hækkað verðið á ellefta tímanum
í gærkvöldi samkvæmt upplýs-
ingum frá afgreiðslustöðvum Olís
og N1. 
Bensínið komið yfir
250 kr. þröskuldinn

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36