Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						M Á N U D A G U R 1 3. F E B R Ú A R 2 0 1 2
 Stofnað 1913  36. tölublað  100. árgangur 
FJÖLSKYLDAN
KOM AF STAÐ 
TEBYLTINGU
LAUGARBALL 
Á VETRAR-
HÁTÍÐ
HELDUR 
FYRIRLESTRA 
Í SKÓLUM 
MIKIÐ FJÖR 27 ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON 26TEFÉLAGIÐ 10 
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Íbúar Húnaþings vestra njóta þess
með ýmsum hætti að Landsbankinn
hefur fellt niður lán sem sveitarfé-
lagið tók vegna kaupa á stofnfé í
sparisjóði sínum fyrir hrun. Pening-
ar eru nú veittir til þarfra verkefna.
Húnaþing vestra keypti stofnfé í
Sparisjóði Húnaþings og Stranda
fyrir 166 milljónir á árinu 2007, áður
en hann sameinaðist Sparisjóðnum í
Keflavík. Stofnféð varð verðlaust. Á
fundi sveitarstjórnar fyrir skömmu
kom fram að niðurfelling lánsins hef-
ur minnkað tjón sveitarfélagsins um
38 milljónir kr. Var búið að greiða
hluta af þeirri fjárhæð þannig að
sveitarfélagið fær 15 milljónir end-
urgreiddar.
Að tillögu oddvita samþykkti
sveitarstjórn í framhaldinu sam-
hljóða að ráðstafa endurgreiðslunni
til ýmissa samfélagsverkefna í ár.
Þannig fær grunnskólinn 2 milljónir
til að kaupa húsgögn í kennslustofur
og leikskólinn sömu fjárhæð til að
breyta aðgengi og auka öryggi
barna. Íþróttamiðstöðin fær peninga
til að kaupa hlaupabretti og tónlist-
arskólinn hljóðfæri. Meðal annarra
verkefna má nefna að ráð ungmenna
fær að ráðstafa hálfri milljón og pen-
ingar verða settir í viðhald og endur-
nýjun heiðagirðinga.
Dreifa peningum í samfélaginu
 Húnaþing vestra notar peninga sem Landsbankinn endurgreiðir  Börnin fá
hljóðfæri og ný húsgögn í kennslustofur  Hlaupabretti kemur í íþróttamiðstöðina 
Seiðandi salsasýning fór fram í Ráðhúsi Reykja-
víkur í gær, en sýningin var hluti af Vetrarhátíð
í Reykjavík sem fór fram um helgina. Það var
sýningarhópur og kennarateymi frá SalsaIce-
land sem dönsuðu frjálst salsa og rueda de cas-
ino, fjöldadans. Ráðhúsið var troðfullt af fólki
meðan á danssýningunni stóð. Vetrarhátíð hófst
í Reykjavík á fimmtudaginn og lauk í gærkvöldi,
Safnanótt var meðal viðburða á hátíðinni.
Morgunblaðið/Ómar
Sælleg og seiðandi danspör á salsasýningu
?Ég persónulega kæri mig ekki um
að drengurinn minn standi í strætó á
milli byggðarlaga og borgi svo fullt
fargjald fyrir,? segir Halldór Guð-
mundsson, leigubifreiðarstjóri, en 12
ára sonur hans var fyrir helgi látinn
standa um borð í lítilli 19 manna
strætóbifreið á leiðinni frá Vík til
Selfoss. Halldór hefur áhyggjur af
þeirri stefnu Strætó að gera ráð fyr-
ir standandi farþegum um borð í bif-
reiðum sem ferðast á þjóðveginum á
Suðurlandi. ?Ég ætla ekki einu sinni
að hugsa þá hugsun til enda ef þessi
stóri bíll, með 95 farþega, fer út af
veginum,? segir Halldór áhyggju-
fullur. Umferðarstofa hefur einnig
lýst yfir áhyggjum sínum vegna
þessara vinnubragða af hálfu Strætó
og hvetur forsvarsmenn Strætó til
þess að koma í veg fyrir að farþegar
standi um borð í bifreiðum fyrirtæk-
isins sem ekið er á þjóðveginum.
Að sögn Einars Kristjánssonar,
sviðsstjóra hjá skipulags- og þróun-
arsviði Strætó, hefur farþegum á
þessum leiðum einungis verið heim-
ilt að standa í stærri bifreiðum, þ.e.
strætisvögnum sem taka fimmtíu til
sjötíu farþega. Um 1000 manns
ferðast með Strætó frá Selfossi til
Reykjavíkur í hverri viku. »6
Staðið í
strætó
Strætó Strætisvagn frá Selfossi við
stoppistöð í Mjódd í Reykjavík.
 Hafa áhyggjur af
standandi farþegum
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
Það gæti reynst flóknara en virðist í
fyrstu fyrir sveitarfélagið Norður-
þing að kaupa jörðina Grímsstaði á
Fjöllum, með láni frá Huang Nubo, til
að endurleigja honum. Greint var frá
því í síðustu viku, að sá möguleiki
væri nú kominn upp. 
Í sveitarstjórnarlögum nr. 138/
2011 sem tóku gildi nú um áramót er í
7. gr. kveðið á um skyldu sveitarfé-
laga til að annast lögbundin verkefni
og að [innaríkis]ráðuneytið muni ár-
lega gefa út leiðbeinandi yfirlit yfir
lögmælt verkefni þeirra. Greinin er
nýmæli og slíkt rit hefur ekki verið
gefið út ennþá. Norðurþing þarf því
að hafa í huga hvernig kaup á jörð,
sem er sögð hafa kostað um milljarð,
falla inn í þann lagaramma sem sveit-
arfélögum er settur. Þeim er til dæm-
is ekki skylt að eiga jarðir. Fjárfest-
ing sem þessi getur einnig talist
áhættufjárfesting og því er sveitar-
stjórninni skv. 66. gr. laganna skylt að
meta áhrif hennar á fjárhag sveitarfé-
lagsins. 
Séu lögin og lögskýringargögn
skoðuð áfram kemur í ljós að heim-
ildir sveitarfélaga til að ganga í
ábyrgðir fyrir lánum hafa verið
þrengdar. Því er erfiðara fyrir sveit-
arfélög að ganga í ábyrgð ef félag er
stofnað utan um slík kaup. Taki sveit-
arfélagið sjálft lán reynir ekki á heim-
ild þess til að ganga í ábyrgð fyrir lán-
inu. Ef sveitarfélag stofnar hins vegar
hlutafélag um slík kaup væri búið að
takmarka áhættu en þá þarf að fjár-
magna kaupin. 
Gæti að skuldsetningu
Guðjón Bragason, sviðsstjóri lög-
fræði- og velferðarsviðs Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, segist ekki hafa
skoðað þetta tiltekna mál en í lögun-
um sé sveitarfélögum gert óheimilt að
skuldsetja sig umfram lögákveðið há-
mark. Heildarskuldir og skuldbind-
ingar A- og B-hluta eigi ekki að vera
hærri en sem nemur 150% af reglu-
legum tekjum. Aðspurður segir hann
Norðurþing í hópi þeirra sveitarfé-
laga sem þurfa að laga sig að þessu
viðmiði innan tíu ára. 
Ekki einfalt að kaupa
 Þarf að gæta að hámarki skuldsetningar  Skylt að meta áhrif fjárfestingar
Ljósmynd/Birkir Fanndal
Flókin mál Grímsstaðir á Fjöllum.
 Vegagerðin
mun sækja um
undanþágu til
að geta unnið
að vegagerð á
Vestfjarðavegi
á varptíma arn-
arins næstu
þrjú til fjögur
ár. 
Ekki er heimilt að fara nær
arnarhreiðrum en 500 metra,
nema í almennri umferð, frá því í
mars og fram í miðjan ágúst.
Vegagerðin telur ekki hjá því
komist að vinna á þessum tíma.
Þröngt er um veginn á þessu
svæði og þarf að fara nær hreiðr-
unum, 300 metra þar sem styst
er, og ef örn verpir í þeim þrem-
ur hreiðrum sem þarna eru talin
vera, verður sótt um undanþágu
til umhverfisráðherra. »6
Þurfa að vinna nær
arnarhreiðrum

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32