Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						M I Ð V I K U D A G U R 1 5. F E B R Ú A R 2 0 1 2
LJÓÐASÖNGVAR
ALBANS BERGS OG
EDVARDS GRIEGS
BRAK Í GÓLFFJÖLUM
KVEIKJA AÐ VERKI 
GEÐVEIKUR
FYRIRLESTUR
UM TÓNLIST MYNDBANDSINNSETNING 
ÓTTAR GUÐMUNDSSON 33AUÐUR GUNNARSDÓTTIR 40 
 Stofnað 1913  38. tölublað  100. árgangur 
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Umskipti hafa orðið á fasteigna-
markaði á höfuðborgarsvæðinu.
Íbúðaverð er tekið að hækka á ný eft-
ir verðlækkun í kjölfar efnahags-
hrunsins.
Þetta má lesa úr tölum Fasteigna-
skrár en samkvæmt þeim hækkaði
íbúðaverð um 4,7% að raungildi á 12
mánaða tímabili frá desember 2010
og fram í desember í fyrra.
Samkvæmt Hagstofu Íslands
hækkaði húsaleiga á báðum helming-
um síðasta árs. Er það mat Leigulist-
ans að leiga á höfuðborgarsvæðinu
hafi hækkað um 4-8% á árinu 2011.
Dýrt að mæta eftirspurninni
Byggingarkostnaður hefur áhrif á
framboðið en Gunnar Þorláksson,
framkvæmdastjóri Byggingarfélags
Gylfa og Gunnars, bendir á að ekki sé
hagkvæmt að byggja eins til tveggja
herbergja íbúðir um þessar mundir.
Birgir Ottósson, forstöðumaður
þjónustudeildar Félagsbústaða, seg-
ir skort á litlum leiguíbúðum. Þá sé
biðlisti eftir stærri íbúðum hjá Fé-
lagsbústöðum, m.a. vegna þess að
viðskiptavinir ráði ekki við markaðs-
verð eins og sakir standa.
Guðlaugur Örn Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri Leigulistans, tel-
ur svigrúm fyrir meira framboð á
leigumarkaðnum.
M
Húsaleiga hækkar enn» 6
Íbúðaverðið á uppleið
 Íbúðarhúsnæði hækkaði um 4,7% að raungildi á höfuðborgarsvæðinu í fyrra 
 Húsaleiga hélt áfram að hækka í lok síðasta árs  Enn skortur á leiguhúsnæði
Mikil eftirspurn
» Samkvæmt upplýsingum
Neytendasamtakanna er eft-
irspurn eftir leiguhúsnæði mun
meiri en framboðið.
» Allt stefnir í að 1.600-1.700
manns leiti til samtakanna á
þessu ári með fyrirspurnir um
leigumál.
Rekstur Vesturmjólkur ehf. í Borg-
arnesi liggur nú niðri. Engin fram-
leiðsla hefur verið frá því um 20. jan-
úar síðastliðinn, að sögn Gylfa
Árnasonar, framkvæmdastjóra
Vesturmjólkur. Fyrirtækið fram-
leiddi drykkjarmjólk, jógúrt og
sýrðan rjóma undir vörumerkinu
Baula - beint úr sveitinni. Vörurnar
sem síðast voru framleiddar eru nú
komnar fram yfir síðasta söludag og
ekki lengur til sölu. 
?Reksturinn gengur ekki í núver-
andi mynd með núverandi fjár-
mögnun. Það er ástæða rekstrar-
stöðvunarinnar, hvernig sem unnið
verður úr því,? sagði Gylfi. Hann
sagði framhaldið vera í höndum eig-
enda félagsins. Til að byrja að nýju
þurfi það að hafa mjólk til að vinna
úr og rekstrarfé. Aðspurður sagði
Gylfi að ekki hefði skort á hráefni en
það þyrfti fjármagn til að taka þráð-
inn upp. Hann sagði að framleiðslu-
vörurnar hefðu fengið ágætar við-
tökur hjá neytendum. 
Vesturmjólk er í eigu þriggja
bænda. Einn þeirra er Bjarni Bær-
ings. Hann sagði að framleiðslan
væri stopp í bili. Bjarni kvaðst
reikna með að framleiðslan fari aftur
af stað.
Um síðustu mánaðamót var fjór-
um starfsmönnum Vesturmjólkur
sagt upp störfum og eru þeir á upp-
sagnarfresti til loka febrúar.
gudni@mbl.is
Engar
vörur frá
Baulu
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Stopp Vesturmjólk hefur m.a.
framleitt Baulu-vörur.
 Hlé gert á rekstri
Vesturmjólkur
Þessi ungi maður tók sig vel út þar sem hann stóð í gær í frekar litlausu
umhverfi strætóskýlis með hárauðan blómvönd og beið eftir vagni, vænt-
anlega til að flytja sig á fund einhvers sem honum þykir vænt um, því í gær
var dagurinn sem tileinkaður er ástföngnu fólki og kenndur við heilagan
Valentínus. Vonandi að sem flestir hafi notað tækifærið og komið sínum
heittelskuðu á óvart með dekri eða hverskonar velgjörningi.
Beðið eftir strætó á degi ástarinnar
Morgunblaðið/Eggert
 Jean-Claude
Juncker, for-
sætisráðherra
Lúxemborgar,
sem fer fyrir fjár-
málaráðherrum
evruríkjanna,
staðfesti í gær að
ekki yrði af fundi,
sem halda átti í
Brussel í dag á
milli fjármálaráðherra evruríkjanna
og fjármálaráðherra Grikklands.
Grikkir hafi ekki uppfyllt skilyrði
Evrópusambandsins fyrir nauðsyn-
legum björgunarpakka svo forða
mætti landinu frá gjaldþroti. Í stað-
inn verður haldinn símafundur. »16
Hætta við að fara til
fundar við Grikki
Jean-Claude Juncker
 Jón Sigurðsson, forstjóri stoð-
tækjafyrirtækisins Össurar, mun á
Viðskiptaþingi í dag ræða sérstöðu
Íslendinga og muninn á því að
koma með viðskiptamenn
til Íslands og að vera sjálf-
ur útlenskur við-
skiptamaður. 
Er gjörólíkt reynslu
þeirra erlendis
Að hans mati er erlend-
um viðskiptamönnum ekki
tekið fagnandi hérlendis,
öfugt við reynslu hans
af því hvernig þeim er
tekið fagnandi þegar
hann kemur sem er-
lendur viðskiptamaður til annarra
landa.
Össur hf. skilaði fyrir tæpri viku
ársuppgjöri þar sem kom fram
að söluvöxtur á árinu 2011
hefði verið 9%.
Meðal annars sem Jón
segir er að Össur þurfi að
finna fjárfestingakosti eða
greiða út arð. 
Jón hefur þessa vikuna
verið á ferðalagi um Evrópu
að kynna ársuppgjörið fyr-
ir fjárfestum á ýmsum
mörkuðum. Nánar er
rætt við Jón Sigurðs-
son í Morgunblaðinu
á morgun. »16
Ekki auðvelt fyrir erlenda viðskiptamenn
um þessar mundir að koma til Íslands
Jón Sigurðsson
Loka á fangelsinu í Bitru í Flóa-
hreppi í vor og flytja starfsemi þess á
Sogn í Ölfusi. 
Páll Winkel fangelsismálastjóri
staðfestir þetta og segir fjármála-
ráðherra hafa samþykkt beiðni þess
efnis. Í Bitru hefur verið starfrækt
fangelsi með opnu sniði og breytist
það ekki við flutninginn á Sogn. Litlu
þurfi að breyta fyrir flutninginn.
Páll segist sjá Sogn fyrir sér sem
varanlegt fangelsi. Töluverð hag-
ræðing verði af því að flytja frá Bitru
og á Sogn, enda Bitra í eigu einka-
aðila en Sogn í eigu ríkisins og leigan
því mun lægri. Sami fjöldi fanga á að
geta verið þar og er nú í Bitru, eða 18
fangar. Átta stöðugildi, fangavarða
og annarra starfsmanna, flytjast
óbreytt með yfir á Sogn. »14
Flytja fangelsið frá
Bitru á Sogn í vor
Morgunblaðið/Sigmundur
29

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36