Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						F I M M T U D A G U R 1 6. F E B R Ú A R 2 0 1 2
 Stofnað 1913  39. tölublað  100. árgangur 
SÖGUBÍLLINN
ÆRINGI VINSÆLL 
NEYTENDUR
VILJA 
HOLLARI MAT
NANOOK VILL
EFLA SJÁLFSMYND
GRÆNLENDINGA 
VIÐSKIPTABLAÐ
OG FINNUR.IS FÓLK HAFI TRÚ Á SJÁLFU SÉR 36SÓLA OG BJÖRK BÓKAVERA 10 
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Útlit er fyrir að yfirstandandi loðnu-
vertíð geti orðið sú besta síðan vet-
urinn 2004-5. Má ætla að útflutnings-
verðmæti loðnunnar geti numið hátt
í 30 milljörðum króna. Er þá reiknað
með að allur kvóti íslenskra skipa
upp á tæp 554 þúsund tonn veiðist og
að auki um 40 þúsund tonn sem koma
í hlut Íslendinga af óveiddum kvóta
annarra aðila. ?Allt þarf að ganga
upp til að þetta verði að veruleika;
veiðar, vinnsla í sem verðmætastar
afurðir og sala á mörkuðum,? segir
Friðrik J. Arngrímsson hjá LÍÚ. 
Verðmætin 18 milljarðar í fyrra
Á vertíðinni 2010-2011 veiddu ís-
lensk skip um 322 þúsund tonn og
voru útflutningsverðmæti loðnuaf-
urða á síðasta ári um 18 milljarðar.
Hlutfallslega mikið fór af afurðunum
í hrognafrystingu og heilfrystingu á
loðnu fyrir Japansmarkað. Sam-
kvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu
var í gær búið að landa tæpum 270
þúsund tonnum á vertíðinni sem
mátti byrja 1. október en þar sem
mikið hefur verið landað síðustu
daga og tölur berast kerfi Fiskistofu
ekki samdægurs, má reikna með að
loðnuaflinn nálgist 300 þúsund tonn.
Um 30 milljarða verðmæti
 Útlit fyrir bestu loðnuvertíðina í sjö ár  Útflutningsverðmæti gætu numið hátt
í 30 milljörðum króna ef allt gengur upp  Voru 18 milljarðar á síðasta ári
M
Hátt í 30 milljarðar króna »4
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Loðna Skilar miklu í þjóðarbúið.
 Hestamenn eru farnir að ræða
aðgerðir, ef ekki fæst ásættanleg
niðurstaða í umræður um fast-
eignaskatt af hesthúsum í þéttbýli.
Hefur meðal annars komið til um-
ræðu að efna til hópreiðar eftir
Miklubraut og Hringbraut og niður
að Alþingi. Það myndi augljóslega
hafa mikil áhrif á umferðina ef 300
til 500 knapar færu fetið á hestum
sínum á miklum álagstíma.
Landssamband hestamanna-
félaga og einstök hestamannafélög
hafa í mörg ár reynt að koma í veg
fyrir hækkun fasteignaskatts á
hesthús en sveitarfélögin hafa eitt
af öðru hækkað hann, nú síðast
Reykjavíkurborg. »12
Hestamenn áforma
mótmælareið
Hestamenn Ósáttir við fasteignaskatta.
 Óljóst er hvaða Norðurljós lán-
uðu Baugi Group 100 milljónir
króna stuttu fyrir áramótin 2008. Í
úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur
frá 9. feb. sl. kemur fram að lánið
hafi verið veitt af Norðurljósum
ehf. en það félag virðist þó hafa átt
takmarkaðar eignir á þeim tíma.
Annað félag, JER hf., hét Norður-
ljós hf. árið 2008. Það átti eignir
upp á rúman hálfan milljarð í árs-
lok 2007 en mögulegt er að það hafi
þó verið eignalaust á þeim tíma er
lánið var veitt. Í þeim gögnum sem
þrotabú Baugs býr yfir kemur
hvorki fram kennitala félagsins né
hlutafélagaform þess. »9
Óljóst hvaða Norð-
urljós lánuðu Baugi
Kristján Jónsson
Skúli Hansen
Ljóst er að þeir sem tóku gengis-
tryggð lán og greiddu þau upp muni
fá endurgreidda tugi milljarða króna
en mikil óvissa ríkir um það hve víð-
tæk áhrifin af vaxtadómi Hæstarétt-
ar í gær verða. Bankastjóri Lands-
bankans, Steinþór Pálsson, segir að
ljóst sé að endurreikna verði öll geng-
islán bankans í kjölfar dómsins.
Fram kom í yfirlýsingu frá Íslands-
banka í gær að hann myndi fara
vandlega yfir dóm Hæstaréttar og
meta áhrif hans en engin gengis-
tryggð lán væru í tryggingasafni sér-
tryggðra skuldabréfa bankans. Mið-
að við þá túlkun dómsins, sem talin
væri bankanum mest í óhag, þá verði
eiginfjárhlutfall áfram yfir þeim lág-
mörkum sem FME setur.
Arion banki sagði í yfirlýsingu að
ekki lægi fyrir hvert fordæmisgildi
dómsins yrði gagnvart þeim gengis-
tryggðu lánum sem Arion banki hef-
ur endurreiknað. En fjárhagur bank-
ans yrði eftir sem áður mjög
traustur. 
Ráða við afleiðingarnar
Gunnar Andersen, yfirmaður Fjár-
málaeftirlitsins, segir að bankarnir
eigi vel að geta ráðið við afleiðingar
dómsins.
?Þar sem framkvæmdin hefur ekki
verið sú sama hjá öllum bönkunum
hvað varðar endurútreikninginn þá
gætu áhrifin sums staðar verið mjög
lítil, allavega í einhverjum tilfellum,
þannig að þetta gætu orðið mun lægri
fjárhæðir út af þessu en þeir tugir
milljarða sem nefndir hafa verið,?
segir Gunnar, spurður út í áhrif
dómsins. 
Hann bætir við að hann telji
þetta ekki vera neitt sem ógni fjár-
málastöðugleika í landinu. Telur
hann að bankarnir eigi að ráða við
kostnaðinn af þessu, jafnvel
þótt hann nemi t.d. 20-30
milljörðum króna. Sam-
kvæmt öruggum heimildum Morgun-
blaðsins mun nefnd um fjármálastöð-
ugleika funda í dag um niðurstöðu
Hæstaréttar í málinu.
Bankarnir munu ekki eiga endur-
kröfurétt á hendur þrotabúum gömlu
bankanna, frestur til kröfulýsinga er
fyrndur. Þegar ríkisstjórnin samdi
við erlenda kröfuhafa um að þeir yf-
irtækju þrotabúin var ekki settur fyr-
irvari um að semja mætti á ný ef
dómar yrðu til að breyta forsendum.
Ragnar H. Hall hæstaréttarlög-
maður álítur að dómurinn taki einnig
til lána sem fyrirtæki tóku. Ekki sé
hægt að útiloka að þeir sem misstu
allt sitt í hruninu geti átt kröfu á
hendur bönkunum um bætur. Menn
sem hafi misst fyrirtæki sín, að hluta
vegna krafna sem nú sé ljóst að hafi
verið ólöglegar, íhugi nú að leita rétt-
ar síns. 
Tugmilljarðar til baka
 Fjármálaeftirlitið segir bankana ráða við afleiðingarnar af vaxtadóminum
 Hæstaréttarlögmaður segir þá sem misstu allt sitt geta átt kröfu um bætur 
Morgunblaðið/Golli
Viðbrögð Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði fljótlega í kjölfar hæstaréttardómsins í gær.
?? Meira fyrir lesendur
F
Y
L
G
I
R
M
E
Ð
M
O
R
G
U
N
B
L
A
Ð
I
N
U
Í
D
A
G
Samkvæmt dómi Hæstaréttar eru
áhrifin einungis á þá vexti sem
greiddir voru af gengisláninu frá
því að það var tekið og þangað til
Alþingi setti lög um málið í desem-
ber 2010.
?Það segir ekki í dóminum
að hann hafi ekki áhrif á
aðra, þannig að það er
aðeins túlkunaratriði,?
segir Andrea Jóhanna
Ólafsdóttir, formaður
Hagsmunasamtaka
heimilanna, en sam-
tökin hvöttu árið 2009
fólk til þess að
taka þátt í greiðsluverkfalli og þar
með hætta að greiða af íbúða-
lánum og bílalánum og að tak-
marka greiðslur við greiðsluáætl-
anir. Aðspurð hvort ekki hafi verið
óábyrgt, í ljósi niðurstöðu dóms-
ins, af hálfu samtakanna að hvetja
fólk til þess að taka þátt í greiðslu-
verkfalli segir Andrea svo ekki
vera. Enda hafi Hagsmuna-
samtökin allan tímann haft rétt
fyrir sér með það að afturvirku út-
reikningarnir stæðust ekki.
Hún bendir á að allir dómarar
Hæstaréttar hafi verið sammála
um þetta atriði. skulih@mbl.is
?Aðeins túlkunaratriði?
SEGIR GREIÐSLUVERKFALL EKKI HAFA VERIÐ ÓÁBYRGT
Andrea Jóhanna Ólafsdóttir
M
Óvissa um áhrif dómsins »2

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40