Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						M I Ð V I K U D A G U R 2 2. F E B R Ú A R 2 0 1 2
 Stofnað 1913  44. tölublað  100. árgangur 
MIKIÐ MÁL AÐ
KOMAST Í GEGN-
UM FJÖLDANN
TÓNLIST HANS
HJARTANS MÁL
STREITA MEÐAL 
UNGLINGA
RANNSÖKUÐ
HJARTALÆKNIR OG TO´NLISTARMAÐUR 33 SÁLFRÆÐISVIÐ HR 11TRÍÓ SUNNU GUNNLAUGSDÓTTUR 30 
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Landsvirkjun ætlar að stækka Búr-
fellsvirkjun um 70 MW og auka
framleiðsluna um 210 GWst á ári til
að notfæra sér að hlýnun loftslags
hefur aukist ? og mun halda áfram
að aukast ? og rennsli í Þjórsá. Ef
gert hefði verið ráð fyrir auknu
rennsli frá jökulám vegna hlýnunar
þegar Kárahnjúkavirkjun var reist
hefði mátt auka rafmagnsfram-
leiðslu hennar um 30% eða um 1.500
GWst á ári, eftir því sem fram kom á
blaðamannafundi um nýja skýrslu
Norrænu ráðherranefndarinnar um
áhrif loftslagsbreytinga á endurnýj-
anlega orkugjafa í gær.
Í skýrslunni kemur m.a. fram að
jöklar muni hopa hratt og úrkoma
aukast um allt að 10%. 
Undirbúningur að stækkun Búr-
fellsvirkjunar er langt kominn og
gætu framkvæmdir við nýtt stöðv-
arhús hafist árið 2014. Einnig er ver-
ið að kanna möguleika á að auka afl
Sultartangastöðvar um 10 MW, ann-
aðhvort með því að reisa nýja virkj-
un eða keyra núverandi stöð á meira
álagi. Hugmyndir um að auka fram-
leiðslu Kárahnjúkavirkjunar eru á
frumstigi en ljóst er að breytingar á
núverandi virkjun munu ekki gefa
jafnmikla orku og ef hönnun hennar
hefði frá upphafi tekið mið af auknu
rennsli. 
Stækka vegna hlýnunar
 Landsvirkjun eykur afl Búrfellsvirkjunar til að nýta sér aukið rennsli í Þjórsá
 Kárahnjúkavirkjun gæti framleitt 30% meira ef hönnun hefði miðast við hlýnun
M
Meira rafmagn »12
Aukið rennsli
» Fram til ársins 2050 mun
nýtanleg vatnsorka í virkjuðum
vatnsföllum aukast um 20%,
skv. áætlun Landsvirkjunar. 
» Hægt verður að nýta 40%
aukningarinnar, um 825 GWst,
á ári. Heildarframleiðsla LV 
árið 2010 var 12.000 GWst. 
Steingrímur J. Sigfússon sjávar-
útvegsráðherra segir að ekki muni
takast að leggja fram nýtt stjórnar-
frumvarp um breytingar á stjórn
fiskveiðistjórnunar fyrir mánaðarlok
eins og áður hefur verið boðað. 
?Við stefnum enn að því að ná ut-
an um þetta á allra næstu vikum,?
segir ráðherra. Steingrímur segir að
samráð sé haft við alla helstu hags-
munaaðila í greininni um tillögurnar
og einnig tekið mið af vinnu sem lögð
hafi verið í fyrri frumvörp. Um er að
ræða fjórða frumvarpið um stjórn
fiskveiða á innan við ári. »2
Tillögur
tefjast
 Sjávarútvegsfrum-
varp á næstu vikum
Morgunblaðið/RAX
Löndun Komið að landi í Ólafsvík.
Í tilefni af alþjóðlega móðurmálsdeginum í gær bauðst gestum Borgar-
bókasafnsins við Tryggvagötu að fræðast um ýmis tungumál, hlusta á sög-
ur, búa til ljóð og fara í leiki. Markmiðið var að vekja athygli á tungu-
málum og að skapa stolt hjá börnum með annað móðurmál en íslensku. 
Morgunblaðið/Ómar
Ljóð og leikir sem
skapa stolt og gleði
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Skattar og ýmis gjöld sem Strætó þarf að standa
skil á hafa hækkað umtalsvert á síðustu árum
samfara lækkandi gengi krónunnar og mikilli
hækkun á helstu aðföngum, þar með talið nýjum
vögnum og díselolíu á flotann.
Ríkið endurgreiðir Strætó 85% af olíugjaldinu
eða sem nemur 56 krónum á lítra, alls um 140
milljónir króna á síðasta ári.
Brugðist við hækkunum með hækkunum
Verð á díselolíu er nú frá 255,8 krónum á lítrann
og er því um 10 krónum hærra en 2. janúar sl. þeg-
ar 3,5 króna hækkun á lítra á vöru- og kolefnis-
gjaldi á bensín og dísilolíu hafði gengið í garð.
Brást fyrirtækið við þessum og öðrum hækk-
unum með því að hækka verðskrána um 10% að
jafnaði 1. febrúar síðastliðinn.
Að sögn Reynis Jónssonar, framkvæmdastjóra
Strætó, námu tekjur fyrirtækisins af sölu farmiða
í fyrra um 890 milljónum króna. Til samanburðar
hafi fyrirtækið greitt ríki og sveitarfélögum um
450 milljónir króna í skatta og ýmis gjöld, að
stærstum hluta til ríkisins. Nemur upphæðin um
1.233 þús. krónum á dag, um 51.400 kr. á tímann.
Hlutfall skatta af farmiðasölu er því 50,5% sem
þýðir að ríflega önnur hver króna af andvirði
hvers farmiða fer aftur til ríkisins, líkt og rakið er
hér til hliðar. Hefur þá verið tekið tillit til
greiðslna sem koma til baka frá ríkinu.
Reynir bendir á að verðlag hafi hækkað um tugi
prósenta síðustu ár og skattar með. Þá fái Strætó
t.d. ekki endurgreiddan vsk. af notuðum vögnum.
Nýir vagnar séu of dýrir.
Hálfur strætómiðinn í skatt
Fargjöld Strætó á
höfuðborgarsvæðinu
Aftur til
ríkis/
Kort/farmiðar Verð sveitarf.
Græna kortið (1 mánuður) 7.700 3.889
Rauða kortið (3 mánuðir) 17.500 8.838
Bláa kortið (9 mánuðir) 42.500 21.463
Fullorðnir 10miðar 3.000 1.515
Öryrkjar og aldraðir 2.100 1.061
Staðgreiðslugjald 350 177
 Strætó borgar 450 milljónir í skatt á ári  Jafngildir 51.400 kr. á klukkustund
 Unnur Brá
Konráðsdóttir al-
þingismaður hef-
ur óskað eftir
fundi í velferð-
arnefnd þar sem
farið verði yfir
stöðu mála varð-
andi inntöku
heimilismanna á
hjúkrunar-
heimili. 
Hún óskaði eftir fundinum vegna
upplýsinga sem fram komu í grein
Gísla Páls Pálssonar, formanns
Samtaka fyrirtækja í heilbrigðis-
þjónustu, í Morgunblaðinu á laug-
ardaginn var. Óskað er eftir því að
fulltrúar frá samtökum fyrirtækja í
heilbrigðisþjónustu, velferðarráðu-
neyti og frá landssambandi eldri
borgara verði kallaðir á fundinn,
segir í beiðni Unnar Brár. »8
Vill fund í velferðar-
nefnd Alþingis
Unnur Brá 
Konráðsdóttir 
 ?Þessi stefna
snýst um það að
reyna að snúa við
þeirri þróun sem
er búin að eiga
sér stað í nokkra
áratugi og hefur
gert Reykjavík
að ofboðslega
mikilli bílaborg,?
segir Hjálmar
Sveinsson, vara-
borgarfulltrúi Samfylkingarinnar,
en hann flutti erindi um bílamenn-
ingu í Reykjavíkurborg á borgar-
stjórnarfundi í gær. Á fundinum
var einkum tekist á um hækkun
bílastæðagjalda í miðborginni. »6
Vilja breytta bíla-
menningu í borginni
Stöðumælir í mið-
borg Reykjavíkur.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36