Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						L A U G A R D A G U R 2 5. F E B R Ú A R 2 0 1 2
 Stofnað 1913  47. tölublað  100. árgangur 
ALA UPP NÝ OG
SPENNANDI 
LEIKSKÁLD
EINLÆGUR
TEIKNARI ÚR
ALDINGARÐI
STÆRSTI LEIKUR Á
FERLI ARONS 
EINARS 
SUNNUDAGSMOGGINN ÚRSLITALEIKUR Á WEMBLEY ÍÞRÓTTIRBORGARLEIKHÚSIÐ 47 
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
?Við eigum að segja það við okkar
samningamenn og samninganefnd
ESB að við viljum fá efnislegar
niðurstöður í
þessar viðræður
og kjósa síðan um
málið og koma
þessu óþurft-
armáli út úr
heiminum,? sagði
Ögmundur Jón-
asson innanrík-
isráðherra á
flokksráðsfundi
VG í gær og upp-
skar dynjandi
lófatak. Hafði ráðherrann nokkrum
augnablikum áður krafist þess að
þjóðin fengi að kjósa um aðild-
arsamning í síðasta lagi í næstu
þingkosningum. Ísland væri í ?miklu
dýpra, miklu kostnaðarsamara,
miklu frekara og miklu ágengara?
aðildarferli en hann hefði gert sér
grein fyrir sem m.a. kæmi fram í
kröfum ESB um að Ísland markaðs-
væði orkuna og auðlindir sjávar.
Raunhæft að viðræðum ljúki
Spurður út í ræðu Ögmundar
sagði Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður VG, að hann teldi að þessi
tímarammi ætti að geta staðist og
þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB far-
ið fram um vorið 2013.
?[Ég] veit ekki betur en að það sé
enn fullkomlega raunhæft að allir
kaflarnir opnist innan þessa árs, því
miður kannski ekki fyrr en á haust-
mánuðum, sumir þeirra,? sagði
Steingrímur um framhaldið.
Í ræðu sinni sagði Ögmundur
utanríkismálanefnd ESB hafa á
?ógeðfelldan hátt? fagnað því að Jón
Bjarnason hefði vikið úr stjórn. Jón
tók aðspurður undir kröfu Ögmund-
ar. Þolinmæðin væri á þrotum. »2
Sendi
ESB skýr
skilaboð
Kröfu Ögmundar um
lok viðræðna fagnað
Ögmundur 
Jónasson
Hækkuðu á milli mánaða
» Vetrarútsölum er víða að
ljúka og hækkaði verð á fötum
og skóm um 5,3% og verð á
bensíni og dísilolíu hækkaði
um 3% milli mánaða.
» Hækkun flugfargjalda til út-
landa á milli janúar og febrúar
kom á óvart en flugfargjöldin
hækkuðu um 17%. 
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
?Það er margt í þessum tölum frek-
ar á þann veg að það verði áfram-
haldandi verðhækkanir. Þar vegur
þyngst þróun eldsneytisverðsins, að
útsöluáhrifin frá því í janúar eru
ekki að öllu leyti gengin til baka og
svo hefur krónan haldið áfram að
veikjast,? segir Ingunn S. Þor-
steinsdóttir, hagfræðingur hjá ASÍ,
um nýbirta verðmælingu Hagstof-
unnar, sem sýnir að ársverðbólgan
er nú 6,3%. Verðbólguhorfur hafa
versnað að mati Greiningar Íslands-
banka, sem telur að þó svo að verð-
bólgan muni líklega hjaðna á næstu
mánuðum, þá megi búast við að hún
verði meiri á fyrsta fjórðungi ársins
en spáð hefur verið, sem auki líkur
á vaxtahækkun Seðlabankans í
mars.
Óróleiki og óvissa um olíuverð
Að mati greiningardeildar Arion
banka mun ársverðbólgan verða
hærri en búist var við og mun hún
ekki fara niður fyrir 6% fyrr en í
maímánuði. Búast megi við 0,9%
hækkun vísitölunnar í mars en ef
krónan heldur áfram að veikjast
muni verðbólgan verða öllu meiri. 
,,Það er áhyggjuefni að krónan
hefur verið að veikjast samfellt frá
áramótum og það er ekkert lát á
óróleika fyrir botni Miðjarðarhafs,
sem kemur fram í hækkandi olíu-
verði,? segir Gylfi Arnbjörnsson,
forseti ASÍ. 
M
Lífseig »14
Versnandi verðbólguhorfur
 Verðhækkanir halda áfram  Verðbólgan fer ekki undir 6% fyrr en í maí sam-
kvæmt spá  Samfelld veiking krónunnar frá áramótum veldur vaxandi áhyggjum 
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hjúkrun Tæpur helmingur hjúkr-
unarfræðinga er í vaktavinnu
Sjö prósent hjúkrunarfræðinga sem
tóku þátt í kjarakönnun Félags ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga sögðust
hafa unnið erlendis á síðustu tólf mán-
uðum. Frá þessu er greint í Tímariti
hjúkrunarfræðinga. 
544 hjúkrunarfræðingar svöruðu í
könnuninni en heildarfjöldinn var
3.268. Ef þessir svarendur sem fóru
utan til starfa í fyrra endurspegla hlut-
fallið meðal allra hjúkrunarfræðinga,
jafngildir það því að um 230 hjúkrun-
arfræðingar hafi starfað erlendis í
skemmri eða lengri tíma á seinasta ári.
Af þeim sem svöruðu játandi höfðu
flestir, eða 83,3%, farið til Noregs til
starfa. 
Könnunin leiddi í ljós að tæpur
helmingur hjúkrunarfræðinga er í
vaktavinnu. Meðalgrunnlaun þeirra
eru skv. könnuninni rúmlega 422 þús.
kr. á mánuði og heildarupphæð allra
launagreiðslna hjá almennum hjúkr-
unarfræðingum var 502 þús. kr fyrir
fullt starf. Tæp 40% töldu sig ekki hafa
fengið launahækkun á sl. 12 mánuðum
og segir í umfjöllun í tímaritinu að
þetta sé áhyggjuefni þar sem allir
starfandi hjúkrunarfræðingar hafi átt
að fá 4,25% launahækkun 1. júlí í fyrra. 
7% unnu erlendis á árinu
 83,3% hjúkrunarfræðinga sem störfuðu erlendis fóru til Noregs
Skíðasvæðið í Skálafelli verður opnað á ný í dag
eftir talsvert hlé og af því tilefni ætlar skíðadeild
KR að bjóða gestum upp á kaffi og kakó. Anna
Laufey Sigurðardóttir, formaður deildarinnar,
segir að þetta sé stór dagur fyrir skíðafólk á
höfuðborgarsvæðinu og langt sé síðan annar
eins snjór hafi fallið á skíðasvæðið. Það verður
opið frá kl. 10 til 17 í dag. Starfsmenn svæðisins
gera hér lyftu klára fyrir opnunardaginn. »18
Stór dagur fyrir skíðafólk á höfuðborgarsvæðinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eignabjarg ehf., dótturfélag Arion
banka hf., hefur ákveðið að bjóða til
sölu að lágmarki 10% eignarhlut í
Högum hf. Í tilkynningu segir að
endanleg stærð seldra eignarhluta
muni ráðast af þeim tilboðum sem
bankinn fái, en farið verður í lokað
útboð og gert er ráð fyrir að því ljúki
fyrir 1. mars.
Núverandi eignarhlutur bankans í
Högum nemur 19,3%. 
Skráð gengi í Kauphöll Íslands í
gær var 17,1, en þegar bankinn seldi
30% hlutafjár í desember var gengi
seldra bréfa 13,5. 
Hluturinn nemur 122 milljónum
króna að nafnvirði. Miðað við skráð
gengi gæti salan því hljóðað upp á
2,1 milljarð, að því gefnu að gengið
breytist ekki fyrir söluna.
Fjármálaeftirlitið gerir ekki at-
hugasemd við að bankinn eigi allt að
10% eignarhlut áfram. Bankinn yf-
irtók í upphafi 95,7% hlut og stefnt
er að því að klára sölu hlutarins fyrir
30. júní næstkomandi. ipg@mbl.is
Vilja selja að lágmarki
10% hlut í Högum 
 Virði hlutarins allt að 2,1 milljarður

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52