Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						M Á N U D A G U R 2 7. F E B R Ú A R 2 0 1 2
 Stofnað 1913  48. tölublað  100. árgangur 
SKREYTT MEÐ
PERSÓNULEGU
HANDVERKI
SARA OG DÍVA
STÁLU 
SENUNNI
MATARHÁTÍÐ 
SEM LYFTIR 
ANDANUM 
TÖLTKEPPNI 9 SIGGI HALL Í VIÐTALI 29ÚTBÚA GESTABÆKUR 10 
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
?Ef menn eru að ræða um mitt nafn í
því samhengi, þá mun ég krefjast
þess að lögreglan leggi þau gögn á
borðið,? segir Steingrímur J. Sigfús-
son vegna ummæla Geirs Jóns Þór-
issonar yfirlögregluþjóns um að al-
þingismenn hafi stýrt mótmælum á
Austurvelli á sínum tíma og með því
stuðlað að því að harðar var veist að
lögreglumönnum. Geir Jón hefur
ekki nefnt nein nöfn en í fyrri um-
ræðu um þetta mál hefur nöfn Álf-
heiðar Ingadóttur og Steingríms
borið á góma.
?Ég tel þetta ósæmilegt að vera
með umfjöllun um þetta af þessum
toga áður en menn hafa gögn og
sannanir á borðunum og geti nafn-
greint þá sem í hlut eiga. Varðandi
sjálfan mig þá er enginn fótur fyrir
neinu slíku. Ég minnist þess að hafa
einu sinni, svo ég muni, hringt út á
Austurvöll. Og það var til þess að at-
huga hvort sonur minn, ungur
menntaskólanemi, væri öruggur af
því að ég frétti af því að hann væri í
mótmælunum. Það voru nú öll af-
skipti mín af því.? Steingrímur sagði
einnig að foreldrar hefðu í eitt eða
tvö skipti haft samband vegna barna
sinna sem þá voru í vörslu lögreglu.
?Það er eins fjarri lagi og nokkuð
getur verið að ég og aðrir alþingis-
menn hafi staðið fyrir slíku. Það er
ósæmilegt að vera uppi með slíkar
ásakanir nema menn færi sönnur
fyrir því og ef einhver getur það þá
er það lögreglan, því hún er að vinna
að þessu málum,? sagði Steingrímur.
?Og þvert á móti þá minni ég á það
að við vorum að reyna að sameinast
um það forystumenn í stjórnmálun-
um að hvetja til þess að menn sýndu
stillingu og hófsemi og héldu öllum
mótmælum friðsamlega. Það gerði
ég til að mynda úr ræðustól Alþingis
þessa daga. Þannig að ásakanir um
hið gagnstæða eru auðvitað grafal-
varlegar og það bætir ekki úr skák
að frambjóðandi til embættis vara-
formanns Sjálfstæðisflokksins skuli
koma þeim í fjölmiðla.?
Ekki náðist í Álfheiði í gær vegna
málsins en í umræðum á Alþingi hef-
ur hún harðneitað því að hafa haft
einhver áhrif á mótmælin. »4
Vill fá gögn lögreglunnar á borðið
Steingrímur J. 
Sigfússon
Geir Jón
Þórisson
 Yfirlögregluþjónn segir þingmenn hafa stýrt mótmælum á Austurvelli  Ósæmilegar ásakanir, segir
Steingrímur J. Sigfússon  Segist hafa hringt í son sinn og tekið við símtölum frá foreldrum ungmenna
Fálki rífur hér í sig hræ af hvítum ref í Mýrdalnum
um helgina. Þórir N. Kjartansson, áhugamaður um
fuglaljósmyndun, segir það ekki algenga sjón að sjá
fálka leggjast á ref þó að þeir séu þekktir fyrir að
fara í alls konar hræ. Rjúpan hefur verið í mestu
uppáhaldi hjá fálkanum en lítið hefur verið um
hana á svæðinu, enda refnum fjölgað verulega
þarna undanfarin ár. Segja má því að fálkinn sé að
reyna að farga keppinautnum um rjúpuna. ?Er það
ekki endanlegur sigur?? spyr Þórir en að hans sögn
hefur nokkuð borið á flökkufálkum í Mýrdalnum yf-
ir veturinn á undanförnum árum, sérstaklega eftir
að gæsin fór að láta sjá sig í meira mæli, en fálka-
varp hafi ekki verið staðfest á svæðinu. Hins vegar
hafi verið óvenjumikið um haferni í V-Skaftafells-
sýslu og undir Eyjafjöllum í vetur. bjb@mbl.is
Ljósmynd/Þórir N. Kjartansson
Reif svangur í sig refinn
Fálkinn étur keppinautinn um rjúpuna í Mýrdalnum
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
?Fyrst Ögmundur reisir þessa kröfu nú af
svo miklum krafti þá hefði hann betur beitt
sér innan villikattavængsins í VG ásamt vini
sínum í utanríkisráðuneytinu til að flýta við-
ræðunum þannig að það væri hægt að ljúka
þeim fyrir lok kjör-
tímabilsins,? segir
Össur Skarphéð-
insson utanríkis-
ráðherra um þá
kröfu innanríkis-
ráðherra að kosið
skuli um aðild að
ESB innan árs eða
til vara við næstu
alþingiskosningar.
?Satt að segja er
það ekki í þágu hagsmuna Íslendinga þegar
einn öflugasti ráðherra ríkisstjórnarinnar
sendir ESB þau boð að ríkisstjórn Íslands
sé til í að setja nafnið sitt undir nánast hvað
sem er og henda því í þjóðaratkvæði.? 
Líka við íslensk stjórnvöld að sakast
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og
formaður utanríkismálanefndar, tekur und-
ir að ekki sé heppilegt að kjósa með hraði.
?Ég tel að það gangi ekki að segja það
núna að atkvæðagreiðslan þurfi að fara
fram á einhverjum tilteknum degi. Frá mín-
um bæjardyrum séð hefði verið best að
þessu lyki sem fyrst. Þar er hins vegar ekki
aðeins við ESB að sakast heldur hefur
ýmislegt tafist af okkar völdum hér heima.?
Flokksbróðir Össurar, Sigmundur Ernir
Rúnarsson, lýsir sig því hins vegar fylgjandi
að ?flýta beri aðildarviðræðum eins og kost-
ur er og kjósa fyrir næstu alþingiskosning-
ar? en þó aðeins ef mikilvægustu samnings-
kaflarnir í viðræðunum eru að baki. Annars
yrði aðeins kosið um það hvort halda bæri
aðildarviðræðunum áfram. »2
?Villi-
kettir?
á kreik
 Össur hafnar kröfu
innanríkisráðherra
Bitbein
» Steingrímur J.
Sigfússon, for-
maður VG, segir
tekist á um mak-
ríl í viðræðunum
og það tefji rýni-
vinnu ESB. 
 Ekkert banaslys hefur orðið í um-
ferðinni hér á landi, það sem af er
árinu. Á seinni árum hefur það
gerst í tvígang að ekkert banaslys
hefur orðið fyrstu tvo mánuðina;
árin 2007 og 2010.
Merkjanleg fækkun banaslysa
hefur orðið á undanförnum árum.
Þannig lést 31 í umferðinni árið
2006 en síðan þá hafa slysin verið
frá átta til 17, og á síðasta ári létust
12. Ef skoðað er meðaltal undan-
gengin fimm ár hefur það á hverju
ári lækkað úr 25 árið 2006 og niður
í 13 á síðasta ári. Einar Magnús
Magnússon, upplýsingafulltrúi Um-
ferðarstofu, segir það óumdeilan-
legt að náðst hafi mikill árangur
undanfarin ár við að fækka bana-
slysum, þó að slysin séu vitanlega
alltaf of mörg. Margir þættir geti
skýrt þessa fækkun. »6
Ekkert banaslys það
sem af er árinu
Banaslys Skiltið við Sandskeið í gær.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
 Landsvirkjun
auglýsti nýverið
eftir 160 lausum
sumarstörfum í
ár fyrir unglinga
og háskólanema.
Þetta eru heldur
færri stöðugildi
en síðasta sumar,
þegar um 200
unglingar og um
50 háskólanemar
voru við störf. Að þessu sinni bárust
um 450 umsóknir. Þá kom stór hluti
um 2.500 umsókna um störf hjá Bau-
haus frá yngra fólki. Ráðgjafi hjá
Hinu húsinu segir erfiðara en áður
fyrir ungmenni að fá vinnu. »16
Mikil ásókn í sum-
arstörf ungmenna
Ungmenni sækja í
laus störf.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32