Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 1
HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is Handknattleiksdeild Víkings, í umboði nokk- urra félaga, leggur fram breytingar á keppn- isfyrirkomulagi í úrvalsdeild karla, fyrir árs- þing Handknattleikssambands Íslands sem fram fer á laugardaginn í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Í tillögunni er lagt til að leikið verði í einni 14 liða deild á næsta keppn- istímabili í stað úrvalsdeildar með átta liðum og 1. deildar með sex liðum eins og var í vetur. Í sameinaðri deild verði leikin tvöföld um- ferð og tekin upp átta liða úrslitakeppni í stað fjögurra liða eins og nú er. Um leið verður ný 1. deild sett undir stjórn mótanefndar HSÍ en hún þarf að hafa ákveðin atriði að leiðarljósi. Í þeirri deild gætu ný félög stigið sín fyrstu skref og þar með yrði reynt að fjölga liðum í meistaraflokki karla en þau hafa verið mun færri á síðustu árum en áður var. Rýmkað verði fyrir lán Þá leggja Víkingar einnig til að reglur um lán á leikmönnum milli liða verði rýmkaðar til að það sé auðveldara fyrir leikmenn sem eru ekki að spila að færa sig til. Að sögn Davíðs Hjaltested hjá Víkingi er markmiðið með framlagningu þessarar tillögu að freista þess að koma í veg fyrir fækkun liða og tryggja þeim liðum sem nú eru til staðar ákveðið svigrúm til að þróa sig áfram. „Það er heppilegra að jafna liðin smám sam- an í stað þess að gera nokkur ofurlið og mörg verri lið. Einnig er áhugi fyrir að fá lengra mót, fleiri leiki og að mótareglur séu skilj- anlegar sem flestum. Þá vonast menn til þess að með breytingunni aukist umfjöllun um handknattleik í fjölmiðlum og á meðal almenn- ings. Ég tel að þessar tillögur ættu að vera tæki- færi fyrir ný lið til að koma fram með meist- araflokka þar sem að það verður grundvöllur fjárhagslega og getulega að spila í 1. deild. Ég veit að þetta mun gera þeim erfitt fyrir að komast upp í efstu deild en er það ekki svo í dag hvort sem er,“ segir Davíð Hjaltested hjá handknattleiksdeild Víkings. Vilja fjölga liðum í efstu deild úr átta í fjórtán  Víkingar leggja fram tillögu í umboði nokkurra félaga á ársþingi HSÍ um næstu helgi  Vilja spila tvöfalda umferð og átta liða úrslitakeppni Morgunblaðið/Golli 1. deildin Víkingur og ÍR börðust um að komast upp í úrvalsdeildina og ÍR hefur tryggt sér sæti þar en Víkingur er úr leik. Nú verður kosið um það á ársþinginu hvort öll liðin leiki í einni deild. FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012 íþróttir Íshokkí Björn Róbert hefur spilað með íslenska landsliðinu í öllum aldursflokkum í vetur. Stefnir á að spila erlendis næsta vetur. Telur íslenska leikmenn verða stöðugt betri og betri 4 Íþróttir mbl.is Helena Sverr- isdóttir varð í gærkvöld slóvak- ískur meistari í körfuknattleik með liði sínu Go- od Angels Kosice þegar það vann MBK Ruzombe- rok, 72:41, í þriðja úrslitaleik liðanna. Good Angels hafði unnið tvo fyrstu leikina og var alltaf með undirtökin í kvöld. Staðan var 22:17 eftir fyrsta leikhluta og 55:38 í hálf- leik. Þetta er þriðja árið í röð sem liðið verður meistari í Slóvakíu. Helena skoraði 4 stig í leiknum og óhætt er að segja að hún fari vel af stað í atvinnumennskunni í Evr- ópu. Hún fór til Slóvakíu síðasta sumar eftir að hafa leikið í fjögur ár í bandarísku háskóladeildinni. vs@mbl.is Helena vann meistaratitil Helena Sverrisdóttir Hrannar Hólm varð í gærkvöld danskur meistari í körfuknattleik kvenna þegar lið SISU, undir hans stjórn, vann Horsholm í odda- leik um meist- aratitilinn. SISU vann mjög afger- andi sigur, 69:45, á heimavelli og hafði þar með betur í einvíginu, 3:2. Liðið hafði ekki tapað leik í 14 mánuði undir stjórn Hrannars fram að úrslitaleikjunum en SISU vann dönsku úrvalsdeild- ina í vetur með fullu húsi stiga. vs@mbl.is Hrannar náði í titilinn Hrannar Hólm Alexander Magn- ússon, leikmaður knattspyrnuliðs Grindavíkur, fór í speglun á hné í gær og því tví- sýnt um hvort hann getur beitt sér þegar Pepsi- deildin hefst hinn 6. maí. „Ég veit ekki hversu lengi ég verð frá og það á eftir að koma í ljós. Það hafði safn- ast fyrir vökvi í hnénu og ég lét tappa af því í vetur. Það gerðist aft- ur og þess vegna var ákveðið að ég færi í speglun,“ sagði Alexander við Morgunblaðið í gær en hann hefur ekki getað æft af fullum krafti und- anfarið. Alexander var fastamaður í Grindavíkurliðinu í Pepsi- deildinni í fyrra. kris@mbl.is Alexander fór í speglun Alexander MagnússonFramherjinn Björgólfur Takefusa kemur til með að missa af fyrstu leikjum Fylkismanna í Pepsi- deildinni í knattspyrnu í sumar. Björgólfur, sem er í láni hjá Árbæjarliðinu frá Víkingi, hefur átti við meiðsli að stríða í hné og lék ekkert með Fylkismönnum í Lengjubik- arnum. Hann gekkst undir aðgerð, svokallaða speglun, á hnénu í síðasta mánuði og ljóst má vera að hann verður ekki klár í slaginn þegar flautað verður til leiks á Íslandsmótinu hinn 6. maí. Björgólfur er byrjaður að skokka en er ekki farinn að sparka í bolta eftir aðgerðina og að sögn forráðamanna Fylkis gæti hann misst af 3-4 fyrstu leikjum liðsins í deildinni. Björgólfur skoraði 7 mörk í fjórtán leikjum með Víkingum í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili en þessi markheppni leikmaður hefur skorað sam- tals 80 mörk í 151 leik í efstu deild með KR, Fylki, Þrótti og Víkingi og er í tíunda sæti yfir markahæstu leikmenn deild- arinnar frá upphafi. Þar með er ljóst að tveir mestu markaskor- ararnir í sögu deildarinnar, sem enn spila þar, verða fjarri góðu gamni í fyrstu umferðum Ís- landsmótsins. Tryggvi Guðmundsson úr ÍBV fékk blóðtappa í vetur og má ekki fara af stað með Eyjamönnum fyrr en eitthvað verður liðið á sumarið. Finnur Ólafsson, annar öflugur leikmaður sem Fylkir fékk fyrir tímabilið, frá ÍBV, er að jafna sig af meiðslum og vonir standa til að hann verði tilbúinn með Árbæjarliðinu í fyrstu umferðinni, þegar það fær Keflavík í heimsókn. gummih@mbl.is Björgólfur ekki í byrjun móts  Fór í aðgerð á hné og þarf nokkrar vikur til að komast af stað með Fylki Björgólfur Takefusa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.