Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 5

Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 5
03/05 Leiðari að þjóðin hefði verið blessunarlega laus við þau svifaseinu skrifræðisbákn sem hömluðu framför í öðrum löndum.“ Hér verður ekki fjallað meira um þjóðernisdramb forset- ans um að Íslendingar séu yfirburðamenn. Hér verður ekki fjallað um þá firru að eitthvað annað en ódýrt fjármagn sem streymdi til Íslands vegna hárra vaxta hér hafi gert íslenskum athafnamönnum kleift að vinna marga sigra í samkeppni við stærri fyrirtæki á heimsmarkaði. Hér verður meira að segja ekki fjallað um andúð forsetans á skrifræðisbákni (reglum?) né þá staðreynd að Íslendingum virðist skítsama um aðalhlut- verk forsetans í þessum útrásarbrandara. Honum hefur enda verið fyrirgefið af Icesa- ve-skelkaðri þjóð. Hér verður einungis fjallað um tvennt sem forsetinn nefndi og er líklega meira einkennandi en nokkuð annað fyrir okkar litlu og samofnu þjóð. Stuttar boðleiðir og trúnað í samskiptum einstaklinga. Spilling og frændhygli Það sem forsetinn og ýmsir viðskipta- forkólfar kalla stuttar boðleiðir og trúnað í samskiptum einstaklinga upplifa margir aðrir landar þeirra nefnilega sem spillingu og frændhygli. Þeir sem hafa aðgang að upp- lýsingunum og peningunum strjúka þeim sem standa nærri með því að leyfa þeim að græða líka. Það er stundum sagt að ef Íslendingur þekki ekki ein- hvern annan Íslending þekkir hann pottþétt einhvern sem þekkir hann. Við erum svo skyld og tengd að það hefur verið stofnað fyrirtæki utan um að rannsaka þann skyldleika. Það var raunverulega markaður fyrir app sem kemur í veg fyrir að við stundum óvart kynferðismök með einhverjum landa okkar sem er of skyldur til þess að slík athöfn þyki boðleg. Smæðin og nálægðin skapar því mýmörg vandamál fyrir okkur, ekki bara í viðskiptalífinu. Það sést ágætlega á ýmsum málum sem upp hafa komið á undanförnum misserum. Þegar mál Baldurs Guðlaugssonar var tekið fyrir í Hæstarétti í „Það sem forsetinn og ýmsir viðskipta- forkólfar kalla stutt- ar boðleiðir og trún- að í sam skiptum einstaklinga upplifa margir aðrir landar þeirra nefnilega sem spillingu og frændhygli.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.