Kjarninn - 10.07.2014, Blaðsíða 6

Kjarninn - 10.07.2014, Blaðsíða 6
05/06 leiðari hvort það ætti ekki bara að leyfa neytendum að hafa sitt val um það var svar hennar einfalt og ósjokkerandi: „Nei.“ Enda hefur Framsóknarflokkurinn fyrir löngu öðlast svart belti í hræðsluáróðri hvers háttar. Auk þessa skrifaði þingflokksformaðurinn grein í Frétta- blaðið þar sem hún kveðst lafhrædd við smitsjúkdómahættu vegna óhefts innflutnings á „hráu“ kjöti frá löndum sem allir vita að meðhöndli dýr með allt öðrum hætti en sé gert hér á landi? Er Íslendingum ómögulegt að ráðast í breytingar á stöðnuðu kerfi án þess að hér fari allt til andskotans? Er ekki hægt að liðka til án þess að slaka á gæðakröfum? Bjartsýni sem ekki reyndist innistæða fyrir Eins og við var að búast hefur iðnaðar- og nýsköpunar- ráðherra síðan dregið í land, enda fátt nýtt í því að Sjálfstæðis flokkinn skorti þor til að gera þarfar og löngu tímabærar breytingar á lögum hérlendis, neytendum til hagsbóta. En ekki sáu allir yfirvofandi skammlífi og hörmungar fyrir íslenska þjóð samfara Costco. Samtök verslunar og þjónustu fögnuðu mögulegum lagabreytingum með til- komu smásölurisans, enda hafa samtökin lengi barist fyrir nauðsynlegum breytingum á lagaumhverfi smásölunnar. Það olli hins vegar töluverðum vonbrigðum að heyra Guð- rúnu Hafsteinsdóttur, formann Samtaka iðnaðarins, stilla málinu þannig upp að það væri furðulegt ef íslensk stjórn- völd væru allt í einu reiðubúin að kollvarpa „kerfinu“ um leið og bandarísk verslanakeðja bankaði upp á. Auðvitað felast tækifæri fyrir alla á íslenskum markaði ef ráðist verður í breytingar á starfsumhverfi smásala. Málið snýst líka ekkert bara um Costco, heldur þarfar breytingar sem ráðast þarf í fyrir alla sem sinna smásölu í landinu. Því miður er Ísland gróðrarstía fákeppni, frændhygli, þjóðernisgorgeirs, hagsmunagæslu og kunningjanudds. Það er óþolandi að við völd í landinu séu annars vegar flokkur sem kennir sig við frjálshyggju, sem skortir allt þor til breytinga í átt að auknu frelsi, og hins vegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.