Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2012 H lutverk okkar er ekki að finna börn fyrir foreldra heldur að finna foreldra fyrir börn. Þeir sem koma til okkar í viðtal eru yfirleitt fólk sem vill ættleiða barn sem fyrst. Maður verður samt að gæta þess að það eru alltaf réttindi barnsins að eign- ast fjölskyldu en það eru ekki mannréttindi að eignast barn“ seg- ir Kristinn Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Íslenskrar ættleið- ingar. Íslensku lögin eru ágæt og þau gera ekki greinarmun á stöðu fólks. Jafnt giftir, sambúðarfólk, einhleypir og samkynhneigðir á aldrinum 25-45 ára geta sótt um að ættleiða barn og er tekið á móti öllum umsóknum. Umsækjendur þurfa að átta sig á að regluverkið er tvískipt, annars vegar eru ís- lenskar reglur og hins vegar reglur í upprunaríkjum barnanna og þess- ar reglur geta stangast á. Þó að umsækjendur séu komnir með leyfi íslenskra stjórnvalda til að ættleiða er ekki sjálfgefið að upprunaríki barnanna taki á móti umsóknunum eins og á við í tilfellum samkyn- hneigðra. „Ekkert okkar sam- starfslanda tekur á móti umsókn- um samkynhneigðra og þekkjum við ekki neitt land sem gerir það. Við erum samt sem áður með sam- kynhneigða félagsmenn sem óska eftir að fá að ættleiða barn og við spyrjumst reglulega fyrir um um- sóknir samkynhneigðra í sam- starfslöndum okkar,“ segir Krist- inn þegar hann er spurður út í Ættleiðingarferlið 1 Fólk byrjar á því að koma í viðtalhjá Íslenskri ættleiðingu. Sumirhverjir hafa átt í vandræðum með að eignast barn en alls ekki allir. Kristinn bendir á að aðgát skuli höfð í nærveru sálar þegar þetta er rætt því mörgum ættleiddum börnum sárnar sú umræða að ættleiðing sé eitthvert lokaúrræði. 2 Því næst tekur við námskeið sem verðandi foreldrar þurfa aðfara á. Námskeiðin eru hönnuð af dönskum sálfræðingi, LeneKamm, en hún er ættleidd sjálf. Þessi námskeið Lene eru notuð víða á Norðurlöndunum undir yfirskriftinni Er ættleiðing fyrir mig? Námskeiðið er mjög mikilvægt þegar þessi stóra ákvörðun er tekin og kemur fyrir að fólk dragi sig út úr ferlinu að nám- skeiðinu loknu. „Verðandi foreldrum er gerð grein fyrir að ættleidd börn koma alltaf með eitthvað inn í fjölskylduna. Í bakpokanum þeirra getur leynst ýmislegt. Það er ekki bara bleikt ský sem fylgir barninu. Því fylgja líka ýmiss konar viðfangsefni sérstaklega hjá barni sem hefur fram að þessum tíma alist upp á stofnun. Ef fólk fer í gegnum þetta námskeið og er enn sannfært um að það vilji ættleiða að því loknu þá er það á réttum stað og sama má auðvitað segja um fólk sem hættir við,“ segir Kristinn. 3 Íslensk ættleiðing fer yfir pappíra umsækjenda og sendir tilSýslumannsembættisins í Reykjavík sem áframsendir skjölin tilviðkomandi barnaverndarnefndar þegar farið hefur verið yfir skjölin. Það er síðan mismunandi fyrirkomulag hjá barnavernd- arnefndum eftir sveitarfélögum en yfirleitt eru þetta þrjú til fimm viðtöl við umsækjendur. Starfsmaður barnaverndarnefndar skrifar skýrslu sem er í raun mikilvægasta plaggið í þessu ferli. „Þetta ferli truflar fólk oft en við megum ekki gleyma því að það er verið að meta fjölskylduna, hvort hún sé hæf til að ættleiða barn þar sem það er alltaf verið að hugsa um hag barnsins. Það verða líka allir að átta sig á því að þetta barn er til og býr við einhverjar aðstæður og aðstæðurnar sem barnið fer í,“ segir Kristinn. Það eru nokkur dæmi um það að umsækjendum hafi verið hafnað og þá er þar oftast fjárhagur eða heilsa sem spilar inn í. Eina landið sem er með kröfur um ákveðna eignastöðu foreldra er Kína en umsækjendur verða að eiga eignir upp á 80.000 dollara til að vera gjaldgengir, en í öðrum samstarfslöndum eru reglurnar í samræmi við íslenskar reglur, þ.e. að fjárhagur skuli vera traustur. 4 Skýrsla barnaverndarnefndar er send til Sýslumannsembættisinsí Reykjavík og þar er skýrslan metin. Ef sýslumaður er í vafagetur hann leitað til ættleiðinganefndar sem er ráðgefandi líkt og barnaverndarnefnd. Sýslumaður tekur síðan endanlega afstöðu. Einhver dæmi eru um að sýslumaður hafi synjað umsækjendum. Þann úrskurð er þá hægt að kæra til innanríkisráðuneytisins og eru dæmi um að úrskurði sýslumanns hafi verið snúið við. 5 Þegar forsamþykki liggur fyrir ganga umsækjendur frá öllumgögnum, eins og til dæmis að safna vottorðum og að láta þýðaumsögn barnaverndaryfirvalda, og senda til erlendra yfirvalda. 6 Eftir að erlend yfirvöld fá umsóknina í hendur líður nokkur tímiþar til unnið er úr henni og hún samþykkt, mislangur eftir þvíum hvaða land er að ræða. Síðan kemur að því að væntanlegir foreldrar fá upplýsingar um barnið. Oftast fá þau mynd ásamt læknisvottorði, skírteini með nafni barnsins og fæðingardegi og fleiri upplýsingar ef til eru.Væntanlegir foreldrar skrifa þá undir yfirlýsingu um að þeir óski eftir að ættleiða þetta barn og þá tekur við ákveðinn biðtími á meðan kerfið í upprunalandi barnsins lýkur við frágang málsins. 7 Foreldrarnir leggja í ferð til að ná í barnið sitt.Ferðalögin taka 2-6 vikur, allt eftir því frá hvaðalandi börnin koma. Börnunum er fylgt eftir fyrst eftir heimkomu. Þau fara í læknisskoðun á Barnaspítalanum þegar þau koma til landsins og síðan er þeim fylgt eftir af félagsráðgjöfum en upprunaríkin gera kröfur um að fá eftirfylgnis- skýrslur eftir að heim er komið. Ættleidd börn á Íslandi í gegnum Íslenska ættleiðingu á árunum 2004-2012 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 28 35 8 20 13 14 18 19 15 Indland Kína Kólumbía Tékkland Tógó Börn með skilgreindar þarfir, frá Kína HAGSMUNIR BARNSINS HAFÐIR AÐ LEIÐARLJÓSI Finna foreldra fyrir börnin ÞAÐ ERU BÆÐI FJÖLMARGAR OG MJÖG SVO ÓLÍKAR ÁSTÆÐUR FYRIR ÞVÍ AÐ FÓLK TEK- UR ÞÁ ÁKVÖRÐUN AÐ ÆTTLEIÐA BARN. ÞEIR ÍSLENDINGAR SEM SÆKJAST EFTIR ÞVÍ AÐ ÆTTLEIÐA BÖRN UTAN ÚR HEIMI GERA ÞAÐ MEÐ MILLIGÖNGU ÍSLENSKRAR ÆTTLEIÐ- INGAR. Í ÞESSU FERLI ERU HAGSMUNIR BARNSINS HAFÐIR AÐ LEIÐARLJÓSI OG MARK- MIÐIÐ ALLTAF AÐ FINNA BARNINU GOTT OG ÁSTRÍKT HEIMILI. Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Úttekt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.