Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						L A U G A R D A G U R 2 2. D E S E M B E R 2 0 1 2
 Stofnað 1913  301. tölublað  100. árgangur 
MACBETH
KREFST MIKILS
AF LEIKARANUM
EDDA HEIÐRÚN
MEÐ MÁLVERK 
Í MUNNI
ALVÖRULJÓÐ
HREINSA TUNGU-
MÁLIÐ AF KLISJU 
SUNNUDAGUR LJÓÐORKULIND SIGURÐAR 54RÖNTGENMYND AF SÁLINNI 52 
Hönnun Tískufatnaður er meðal afurða
sem unnar eru úr íslensku þangi.
 Þang úr Breiðafirði er notað í
vefjariðnaði í Evrópu, meðal ann-
ars til framleiðslu á fatnaði, rúm-
fatnaði og handklæðum.
Þýskt fyrirtæki kaupir þangmjöl
frá Þörungaverksmiðjunni á Reyk-
hólum fyrir ákveðna gerð af þræði.
Þangmjölið er malað fínt og bland-
að saman við sellulósa og önnur
efni áður en spunninn er þráður.
Fatahönnuðir og framleiðendur
taka við og búa til fatnað og ýmsar
aðrar vörur. Við kynningu er lögð
áhersla á hreinleika og vítamín-,
steinefna- og snefilefnainnihald
þangsins sem geti haft góð áhrif á
húð og líkama. »22
Fatnaður fram-
leiddur úr þangi 
úr Breiðafirði
Hlutur sjúklinga
» Hlutur sjúklinga í lyfjakostn-
aði hækkar um 3,9% 1. janúar. 
» Hefur hækkað um 12,5% frá
árinu 2010. 
» Hlutdeild ríksins hefur
minnkað, segir lyfjafræðingur
» Hlutur sjúklinga fylgir verð-
lagsþróun, segir skrif-
stofustjóri.
Viðar Guðjónsson 
vidar@mbl.is
Hlutur sjúklinga í greiðslu lyfja-
kostnaðar hækkar úr 2.300 krón-
um í 2.400 krónur þann 1. janúar
árið 2013 samkvæmt breytingu á
reglugerð um greiðsluþátttöku
sjúkratrygginga við kaup á lyfjum.
Hlutur almennra sjúklinga við
lyfjakaup var 2.100 krónur árið
2010 og hefur hann því hækkað um
tæp 12,5 % á þessum tíma. 
Að sögn Ólafs Adolfssonar lyfja-
fræðings hjá Apóteki Vesturlands
er um að ræða 7. reglugerðar-
breytinguna á greiðsluþátttöku-
kerfi almennra sjúklinga á síðustu
þremur árum. Hann segir að þess-
ar breytingar hafi gert það að
verkum að hlutdeild ríkisins í
lyfjakostnaði landsmanna hafi
minnkað. 
?Það eru engin tilefni til þess að
lækka hlutdeild ríkisins og hækka
hlutdeild sjúklinga. Lyfjaverð á Ís-
landi hefur verið að lækka. Samt
sem áður er sjúklingum gert að
borga meira,? segir Ólafur.
?Stjórnvöld hafa verið að koma
þessum hækkunum inn smátt og
smátt. Tölur sýna einfaldlega að
ríkið er sífellt að lækka sinn hluta í
lyfjakaupum,? segir Ólafur. 
Hrönn Ottósdóttir skrifstofu-
stjóri hjá velferðarráðuneytinu
segir að hækkanir á hlut sjúklinga
megi skýra með áætlaðri verð-
lagsþróun sem gert sé ráð fyrir í
fjárlagafrumvarpinu. ?Ríkið við-
heldur sínu hlutfallslega framlagi
þrátt fyrir þessa 3,9% hækkun,?
segir Hrönn sem undirritaði reglu-
gerðarbreytinguna ásamt Guð-
bjarti Hannessyni ráðherra. 
Hlutur sjúklinga hækkar 
 Hlutur sjúklinga í lyfjakostnaði hækkaði um 12,5% frá árinu 2010  Hlutur 
ríkisins lækkaði segir lyfjafræðingur  Segir verðlagsþróun skýra hækkun 
Morgunblaðið/Jim Smart
Gjald Hætt var við vegagjaldið.
Meirihluti efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingis hefur fallið frá til-
lögu sinni um að sett verði svokallað
vegagjald á bílaleigur, en greint var
frá tillögu þess efnis á forsíðu Morg-
unblaðsins í gær.
?Nefndin hefur í þinglegri meðferð
fengið sjónarmið frá bílaleigum um
það hvernig þeim þætti hagfelldast að
skila þessum tekjum í ríkissjóð og í
tengslum við það skoðuðum við meðal
annars þessa leið,? segir Helgi Hjörv-
ar, formaður efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingis, aðspurður hvers
vegna fallið hafi verið frá þessari til-
lögu, og bætir við: ?Á henni reyndust
hinsvegar vera ýmsir gallar, bæði
fyrir ríkissjóð og fyrir greinina, sem
ekki var tóm til að vinna úr í þeim
tímaramma sem nefndin hefur.?
Að sögn Helga varð niðurstaðan
því sú að þessar tekjur kæmu frekar í
gegnum vörugjaldakerfi út næsta ár-
ið. Það útiloki þó ekki að menn geti á
þeim tíma unnið frekar með þær hug-
myndir sem greinin sjálf hefur um
heppilegustu leiðina í þessu máli.
?Um leið höfum við ákveðið að fram-
lengja heimildir þeirra til að selja bíla
sem þeir hafa átt í aðeins sex mánuði,
þannig að bíla sem þeir kaupa inn
núna í vor geta þeir selt þegar í haust
og það ætti að vera þeim hvatning til
að kaupa nýja bíla þrátt fyrir auknar
álögur,? segir Helgi. skulih@mbl.is
Hættu við að setja vegagjald
 Helgi Hjörvar segir ýmsa galla hafa verið á gjaldinu
Það er heldur betur jólalegt um að litast fyrir
norðan og fjallið Kaldbakur er komið í hvítu
sparifötin fyrir hátíðirnar. Jólin verða því að öll-
um líkindum hvít á Norðurlandi og einnig Aust-
urlandi en sömu sögu er ekki að segja fyrir sunn-
an þar sem óvenjuhlýtt hefur verið í veðri
undanfarið. Allt útlit er þó fyrir bláar tölur eftir
helgina í höfuðborginni og víst að húfur og trefl-
ar í jólapakkanum munu koma að góðum notum.
Kaldbakur í hvítum klæðum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
 Starfsmönnum á bæjarskrifstofu
sameinaðs bæjarfélags Garðabæjar
og Álftaness mun fækka um fjóra
en stöðugildum fækkar úr sex í tvö
og hálft. Gunnar Einarsson, bæj-
arstjóri Garðabæjar, segir það eðli-
lega fækkun. 
?Það verður bara einn bæj-
arstjóri og einn fjármálastjóri en
þar fyrir utan eru sáralitlar breyt-
ingar,? segir Gunnar en að hans
sögn ættu bæjarbúar ekki að verða
varir við miklar breytingar við
sameiningu. »35
Starfsfólki fækkar
við sameiningu
 Heildareign heimila í hluta-
bréfasjóðum hefur tvöfaldast á
undanförnum tólf mánuðum. Í lok
síðastliðins októbermánaðar nam
eign heimila í slíkum sjóðum 7,3
milljörðum króna, sem er tvöfalt
hærri upphæð en á sama tíma fyr-
ir ári. 
Á það er bent í fréttabréfi Júpi-
ters, rekstrarfélagsins, þar sem
vakin er athygli á þessari þróun,
að þetta sé til marks um að ís-
lensk heimili séu óðum að taka
hlutabréf í sátt sem fjárfesting-
arkost og sparnaðarform.
Hlutabréfavísitala Kauphallar
Íslands hefur hækkað um 13% það
sem af er þessu ári. »28
Ásókn almennings
í hlutabréf eykst
dagar til jóla
2
Ketkrókur
kemur í kvöld
www.jolamjolk.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60