Morgunblaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2013 8 VIÐSKIPTI Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þeir sem heimsækja Smáralind ættu ekki að láta sér bregða þó þeir heyri eins og eitt vina- legt gelt eða mjálm. Stríður straumur af fer- fætlingum er í verslunina Dýrabæ en þar er einnig snyrtistofa sem þjónustar fjölda hunda og katta dag hvern. Guðríður Vestars er eigandi Dýrabæjar en fyrirtækið hefur farið ört stækkandi á síð- ustu árum. „Ég hóf reksturinn árið 1999 með innflutningi á fóðri og ýmsum vörum fyrir hunda og ketti. Við opnuðum okkar fyrstu verslun á Kleppsveginum en fluttum svo í Hlíðasmára og loks komumst við að í pínu- lítlu 25 fermetra plássi í Smáralind, gegnt af- greiðslukössum Hagkaupa.“ Guðríður segir að flutningurinn í Smára- lindina hafi verið vendipunkturinn því þótt rýmið hafi verið smátt var fjöldi við- skiptavina mikill. „Í hitteðfyrra vorum við svo heppin að komast í stærra rými í miðri Smáralind þar sem hægt er að taka á móti gestum á snyrtistofuna um bakdyrnar. Fyrir þremur árum opnuðum við litla verslun í Kringlunni og loks í mars í fyrra, bættist þriðja verslunin okkar við í verslunarmið- stöðinni Krossmóum í Reykjanesbæ.“ Að sögn Guðríðar er reksturinn með blómlegasta móti. Hún segir það hjálpa rekstrinum að verslunin flytur inn eigin vörur og getur því boðið mjög samkeppn- ishæft verð en einnig sé það raunin að gælu- dýraeigendum fari fjölgandi. „Gæludýrahald – og hundahald alveg sérstaklega – hefur aukist mikið á þessum síðustu fimm árum og kreppuárið 2009 var rosaleg uppsveifla.“ Þrjá tíma að þrífa baðherbergið Margur hefði haldið að í kreppu myndu hundaeigendur vera síður líklegir til að láta eftir voffunum sínum lúxus eins og ferð á snyrtistofuna enda má komast upp með margt með hundasápu inni í sturtu ef viljinn er fyrir hendi. Guðríður segir hins vegar nóg að gera hjá snyrtideildinni. „Einn við- skiptavinurinn komst þannig að orði við mig að eftir að hún var þrjár klukkustundir að þrífa baðherbergið eftir að hafa baðað hund- inn áttaði hún sig á að það var mun hag- kvæmara að koma einfaldlega til okkar.“ Svipmynd Guðrún Vestars Breytti öllu að flytja í Smáralind Morgunblaðið/Styrmir Kári Stækkun Dýrabær rekur nú þrjár verslanir. Guðríður segir vísbendingar um mikla aukn- ingu í gæludýrahaldi síðustu ár og óhætt að tala um sprengingu í hundahaldi. Rekstur fyrirtækja byggist á nátt- úrunni, því þau sækja þangað auð- lindir, beint eða óbeint. Náttúran tek- ur einnig við úrgangi sem fyr- irtæki skapa. Vaxandi mann- fjöldi, aukin neyslu og umsvif atvinnulífs skapa aukinn þrýsting á náttúruna. Um- hverfismál eru því meðal meginafla (e. megatrends) sem í vaxandi mæli hafa áhrif á rekstrarumhverfi fyrirtækja, sem ógn eða tækifæri. Umhverfishyggja (e. environmental- ism), skilgreind sem áhyggjur af um- hverfinu og verndun þess, hefur vaxið á undanförnum áratugum. Umhverf- ishyggja veldur því að fyrirtæki starfa undir auknum þrýstingi um að þau dragi úr neikvæðum umhverfis- áhrifum vegna starfsemi sinnar. Vegna vaxandi umhverfislegra vandamála mun þessi þrýstingur halda áfram að vaxa á komandi árum og áratugum. Þessi þrýstingur end- urspeglast m.a. í umhverfislöggjöf og alþjóðasáttmálum á sviði umhverf- ismála. Þrýstingur á fyrirtæki um að axla ábyrgð kemur frá ytra umhverfi, í gegnum löggjöf og þrýsting frá mis- munandi hagsmunahópum, t.d. fjár- festum, viðskiptavinum, birgjum eða almenningi. Fjárhagslegir hvatar mynda einnig þrýsting. Í þeim til- vikum átta framsýnir stjórnendur sig á því að þeir geta sparað fjármuni með því að sinna umhverfismálum, eða aukið tekjur með því að bjóða umhverfisvænar vörur eða lausnir sem draga úr neikvæðum umhverf- islegum áhrifum. Þá spilar siðfræði hér líka inn í ákvarðanatöku fyrirtækja. Í hvaða ásigkomulagi viljum við skila jörðinni til barna okkar, barnabarna og kom- andi kynslóða. Siðfræðin endurspegl- ast í gildismati þeirra sem stjórna fyrirtækjunum. Það eru þeir sem ákvarða framtíðarsýn fyrirtækjanna. Höfundur er nýdoktor við Viðskiptafræðideild HÍ. Pistill frá Stjórnvísi Umhverfis- hyggja og rekstur Lára Jóhannsdóttir www. stjornvisi.is Hinrik Örn Bjarnason, fyrr- verandi fram- kvæmdastjóri Eimskips í Þýskalandi, hef- ur verið ráðinn framkvæmda- stjóri fyr- irtækjasviðs N1. „Hinrik Örn útskrifaðist 1998 sem viðskiptafræðingur með cand. oecon-gráðu frá Háskóla Íslands. Að loknu námi starfaði hann í 5 ár sem sölustjóri hjá SÍF hf. og dótt- urfyrirtækjum, m.a. í 2 ár í Eng- landi. Í upphafi árs 2003 tók Hinrik við starfi forstöðumanns útflutn- ingssviðs Samskipa og sinnti því til 2007. 2007-2008 starfaði hann hjá Landsbankanum sem yfirmaður er- lends sjávarútvegsteymis bankans en starfið fól m.a. í sér fjármögnun á alþjóðlegum sjávarútvegsfyr- irtækjum. Frá 2009 og þar til nú í janúar starfaði Hinrik í Hamborg sem framkvæmdastjóri Eimskips í Þýskalandi þar til hann hóf störf á N1 í janúar. Hinrik er kvæntur Önnu J. Sæv- arsdóttir iðnrekstrarfræðingi og eiga þau þrjár dætur,“ segir í fréttatilkynningu. Nýr fram- kvæmdastjóri fyrirtækja- sviðs N1 Hinrik Örn Bjarnason Tekjur Marels árið 2012 námu 714 milljónum evra, sem er 6,8% aukning samanborið við tekjur ársins 2011, en Marel kynnti afkomu liðins árs í fyrradag. EBITDA var 86,0 milljónir evra, sem eru 12,0% af tekjum. Rekstr- arhagnaður (EBIT) var 61,1 milljón evra, sem er 8,6% af tekjum samborið við 73,2 milljónir evra árið 2011. Hagnaður ársins 2012 nam 35,6 milljónum evra [2011: 34,5 milljónir evra]. Hagnaður per hlut nam 4,88 evrusentum [2011: 4,70 evrusent á hlut], samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu. „Sjóðstreymi er traust og nettó vaxtaberandi skuldir í lok árs námu 243,2 milljónum evra [2011: 250,5 milljónir evra]. Pantanabók stóð í 125,4 milljónum evra í árslok 2012 [2011: 188,9 milljónir evra]. Góður vöxtur upp á 6,8% á síðasta ári byggist á styrkleikum Marels, samþættingu síðustu missera og þéttu sölu- og þjónustuneti um allan heim. Innri vöxtur í kjarnastarfsemi Marels á síðustu fjórum árum var 29% við krefjandi markaðsaðstæður. Tekjur ársins eru í samræmi við væntingar félagsins með 8,6% rekstr- arhagnað sem þó er undir 10-12% langtímamarkmiði félagsins. Mark- aðir í Evrópu og Bandaríkjunum voru krefjandi þar sem tafir voru á pöntunum á stöðluðum vörum sem gefa háa framlegð en á móti óx sala á stærri vinnslukerfum á nýmörkuðum áfram. Þess er vænst að stærri verk- efnin skili framtíðartekjum af stöðl- uðum vörum og tengdri þjónustu,“ segir orðrétt í tilkynningunni. „Heilbrigður 6,8% vöxtur er afrek við krefjandi markaðsaðstæður. Mar- el hefur vaxið gríðarlega á síðustu fjórum árum. Við bjóðum stöðugt upp á nýjar vörur og höfum styrkt okkar alþjóðlega sölu- og þjónustunet á sama tíma og við höfum skapað eina heild með samþættingu margra fé- laga,“ er m.a. haft eftir Theo Hoen, forstjóra Marels, í tilkynningunni. Tekjur Marels jukust um 6,8%  „Afrek við krefjandi markaðsaðstæður,“ segir forstjórinn Morgunblaðið/RAX Marel Theo Hoen, forstjóri. Seðlabanki Íslands keypti í fyrra- dag evrur í skiptum fyrir íslensk- ar krónur til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulífi eða gegn greiðslu í ríkisverð- bréfum í flokknum RIKS 33 0321. Alls bárust 68 tilboð að fjárhæð 41,3 milljónir evra og var til- boðum að fjárhæð 25,2 milljónir evra tekið. Jafnframt kallaði Seðlabanki Ís- lands eftir tilboðum frá aðilum sem vildu selja íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. Útboðsverðið var ákveðið með þeim hætti að öll samþykkt tilboð voru tekin á sama verði (e. single price), sem var ákvarðað 231 kr. fyrir hverja evru. Alls bárust 30 tilboð að fjárhæð 9,3 ma.kr. og var tilboðum að fjárhæð 5,7 ma.kr. tekið. Útboðin tvö um kaup á evrum fóru fram á milli kl. 9.45 og 10.45 í fyrradag. Krónukaupaútboðið fór fram á milli kl. 13.00 og 14.00. Útboðin voru liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011. Keypti evrur fyrir 5,8 ma. Evrópski seðla- bankinn mun þurfa að tvöfalda starfsmanna- fjölda sinn og ráða um 2 þúsund nýja starfsmenn til þess að geta sinnt því hlut- verki sem bank- anum er ætlað samkvæmt fyrir- ætlunum um að setja á laggirnar bankabandalag innan Evrópusam- bandsins. Þetta kemur fram í trún- aðarskýrslu sem unnin var fyrir bankann og breska viðskiptablaðið Financial Times hefur undir hönd- um. Fram kemur á fréttavef FT að markmið forystumanna ESB með slíku bankabandalagi sé að lagfæra hluta af þeim göllum á evrusvæðinu sem hafi stuðlað að þeim efnahags- erfiðleikum sem svæðið hefur glímt við undanfarin ár. Þarf að tvöfalda starfsmanna- fjölda sinn Evrópski seðlabankinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.