Morgunblaðið - 09.12.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.12.2013, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2013 Heillandi, en samt skelfi-legur er sá heimur semdreginn er upp í bókAndra Snæs Magnason- ar, Tímakistunni. Sagan gerist í ná- inni framtíð þegar fólk hefur gefist upp á almennum leiðindum, kreppu, leiðindaveðri og hrakspám hagfræð- inga og hefur því komið sér fyrir í svörtum kössum, framleiddum af fyrirtækinu Tímax, þar sem bíða má af sér leiðindin uns úr rætist. Á meðan fólkið er í kössunum stendur það í stað, þ.e. eldist ekki neitt. En þar sem allir eru innilokaðir í köss- um hrörnar heimurinn auðvitað þar sem enginn er til staðar til þess að sinna neinu. „Draugahús, draugagötur og draugaborgir, allt yfirgefið og tómt en alls ekki dautt að sjá. Heim- urinn var grænn og blómstrandi, skógur huldi malbik og steypu. Veröldin hafði svo sann- arlega verið hneppt í álög.“ [18]. Nokkur börn sleppa úr kössum sínum, finna hvert annað og sögu- konuna Svölu sem segir þeim æv- intýri af Dímon, konungi í Pangeu, sem lætur gera fyrstu tímakistuna fyrir Hrafntinnu dóttur sína, því að eftir að hann hafði sigrað heiminn var hann ósáttur við að geta ekki líka sigrað tímann. Hann má ekki til þess hugsa að fegurð Hrafntinnu fölni með tímanum eða að hún þurfi að upplifa eitthvað annað en það sem þykir allra skemmtilegast. Sagan gerist á tveimur plönum: annars vegar í konungsríkinu Pan- geu í fyrndinni, hins vegar í náinni framtíð. Margslungið ævintýri sem teygir anga sína inn í nútímann og það er barnanna, þeirra sem munu erfa landið, að koma málum í lag. Lesturinn vekur upp ýmsar pæl- ingar. T.d. höfum við ekki náð tök- um á svo til öllu nema tímanum? Hver hefur ekki óskað þess að hafa meiri tíma til umráða, að geta fryst tímann um stund? Og þessi eilífðar krafa um að allt eigi að vera svo óskaplega skemmtilegt. Erum við ekki stundum að hlífa börnunum okkar og okkur sjálfum við því að upplifa lífið eins og það er? Fólkið í Tímakistunni húkir inni í kössum og bíður eftir því að einhver eða eitt- hvað reddi málum. Erum við kannski mörg hver í sömu sporum – í einhvers konar huglægum kassa í stað þess að taka málin í okkar eigin hendur? En burtséð frá öllum pælingum og vangaveltum, er Tímakistan fyrst og fremst afskaplega skemmtileg lesning. Andra Snæ tekst hér, rétt eins og í t.d. Sögunni af bláa hnett- inum, að segja bráðskemmtilega sögu, ævintýri sem inniheldur sterk og áleitin skilaboð, án þess að pre- dikunartóns gæti nokkru sinni. Stíll- inn áreynslulaus að vanda, gam- alkunnug minni úr ævintýrunum eru sett í nýtt samhengi og svo er atburðarásin á köflum æsispenn- andi. Hér sannast enn og aftur að Andri Snær er einn af okkar allra snjöllustu sögumönnum. Morgunblaðið/Kristinn Snjall Andri Snær er einn af okkar snjöllustu sögumönnum, segir rýnir. Bráðskemmtilegt ævintýri frá Andra Snæ Barnabók Tímakistan  Eftir Andra Snæ Magnason. Mál og menning, 2013. 296 blaðsíður. ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR Mannfræðifélag Íslands stendur fyrir fyrirlestri á morgun kl. 20 í Reykjavíkurakademíunni, Hring- braut 121. Þar munu Helga K. Hall- grímsdóttir, PhD í félagsfræði og dósent við háskólann í Victoria í Kanada, og Emmanuel Brunet- Jailly, dósent við sama skóla, fjalla um rannsókn sína á áhrifum gras- rótarhreyfinga á pólitíska ákvarð- anatöku eftir efnahagshrunið. Fyrirlestur á vegum mannfræðifélags Sólskálar -sælureitur innan seilingar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 29 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 EGILSHÖLLÁLFABAKKA MACHETEKILLS KL.5:40-8-10:20 MACHETEKILLSVIP KL.5:40-8-10:20 DELIVERYMAN KL.5:40-8-10:20 THOR-DARKWORLD3DKL.5:30-8-10:30 THEFIFTHESTATE KL.8 ENDER’SGAME KL.5:30 ESCAPEPLAN KL.10:40 BADGRANDPA KL.8 GRAVITY2D KL.10:20 PRISONERSSÍÐUSTUSÝNINGAR 2S KL.5 KRINGLUNNI MACHETE KILLS KL. 5:40 - 8 - 10:20 DELIVERYMAN KL. 5:40 - 8 - 10:20 ESCAPE PLAN KL. 10:30 THOR - DARKWORLD 2D KL. 5:30 - 8 MACHETE KILLS KL. 5:40 - 8 - 10:20 DELIVERYMAN KL. 8 - 10:20 ENDER’S GAME KL. 5:30 ESCAPE PLAN KL. 8 - 10:30 THOR - DARKWORLD 3D KL. 5:30 - 8 - 10:30 GRAVITY 3D KL. 5:50 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK MACHETEKILLS KL.8-10:20 DELIVERYMAN KL.8 HUNGERGAMES:CATCHINGFIRE KL.10:20 AKUREYRI MACHETE KILLS KL. 8 - 10:20 DELIVERYMAN KL. 5:40 - 8 ENDER’S GAME KL. 5:30 ESCAPE PLAN KL. 10:20 ERTU BÚINN AÐ SJÁ EINA AF BESTU MYNDUM ÁRSINS? EMPIRE  TOTAL FILM  VAR BARA BYRJUNIN CHRIS HEMSWORTH TOM HIDDLESTON NATALIEPORTMAN JOBLO.COM  “ELDFIM OG ÖGRANDI” “FYRSTA FLOKKS ÞRILLER” ROLLING STONE GQ MÖGNUÐ MYND SEM VAR TEKIN AÐ HLUTA TIL Á ÍSLANDI EMPIRE  “NON-STOPACTION” M.S. WVAI RADIO „SMARTANDFUN“ J.B – WDR RADIO FRÁBÆR GAMANMYND MACHETE ER MÆTTUR AFTUR Í GEGGJUÐUSTU MYND ÁRSINS! DANNYTREJO - LADYGAGA -AMBERHEARD - MICHELLERODRIGUEZ-SOFÍAVERGARA-MELGIBSON- CHARLIESHEEN-ANTONIOBANDERAS-CUBAGOODINGJR. VARIETY  FAÐIR 533 BARNA. BARA VESEN! S.B. Fréttablaðið ★★★★★ T.V. Bíóvefurinn/Vikan „ÞAÐ BESTA SEM HEFUR KOMIÐ FRÁ HOLLYWOOD Í LANGAN TÍMA“ S.B. Fréttablaðið 16 16 12 12 L FRÁ STEPHEN FEARS LEIKSTJÓRA THE QUEEN -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar HUNGER GAMES 2 Sýnd kl. 5 - 7 - 10 CARRIE Sýnd kl. 10:50 MANDELA Sýnd kl. 8 - 10:10 PHILOMENA Sýnd kl. 5:50 - 8 FURÐUFUGLAR 2D Sýnd kl. 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.