Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 16
16 | MORGUNBLAÐIÐ Fæst í Fjarðakaup og helstu apótekum brokkoli.is Fæst í helstu apótekum brokkoli.is 15. stk. freyðitöflur í stauk – skellt út í vatnsglas – þegar þér hentar C VÍTAMÍN/1000 mg + BROKKOLÍ + GRÆNT TE + BIOFLAVONOIDS + ZINK Drekktu í þig hollustuna! Bragðgóður og frískandi heilsudrykkur – fyrir alla daga ! Jarðaberjabragð Grape og sítrónubragð C-VITA + STYRKIR ÓNÆMISKERFIÐ Fjölþætt viðurkennd innihaldsefni fyrir heilsubætandi áhrif. V ið leggjum mikla áherslu á að gera æfingarnar að leik og að gera æfingarnar skemmtilegar fyrir bæði börn og fullorðna,“ segir Guðjón. „Það eru alls staðar tækifæri og aðstæður til þess að taka stutta æfingu og fá svolitla hreyfingu út úr því. Málið er bara að hafa augun opin og stökkva á tækifærin þegar þau gefast.“ Guðjón og Vala eiga sjálf fjóra stráka og segir hann þau hjónin hafa æft talsvert með þeim í gegnum tíð- ina. „Það hefur einhvern veginn bara komið af sjálfu sér og í framhaldinu hefur þetta námskeið verið að taka á sig mynd í kollinum á okkur, enda er þetta okkur hjartans mál, að fjöl- skyldan öll fái svolitla hreyfingu.“ Foreldrar taki meiri ábyrgð Guðjón heldur áfram. „Í kringum allar þessar fréttir frá því á síðasta ári um að heilbrigðiskerfið væri í rúst, meiri pening þyrfti í málaflokk- inn og enginn stæði sig á þeim vett- vangi, þá fórum við að hugsa um ábyrgðina í þessum efnum. Að okkar mati er ábyrgðin vitanlega okkar for- eldranna hvað börnin varðar. For- eldrar eru fyrirmyndir barna sinna og það að æfa saman er besta leiðin til að hvetja börnin til þess að hreyfa sig og verða hraust og heilbrigð,“ segir Guðjón. „Foreldrar og forráðamenn verða að taka meiri ábyrgð á sinni heilsu og heilsu barnanna í stað þess að velta henni yfir á skóla, íþrótta- félög og svo framvegis. Við erum svo- lítið dugleg að finna einhvern annan sökudólg.“ Námskeiðið er miðað að foreldrum barna og unglinga og gengur út á að kenna þeim aðferðir og æfingar sem öll fjölskyldan getur gert saman. Fjölskyldan og forvarnir „Í framhaldi af þessum hugleið- ingum fórum við hjónin að hugsa um hvað við gætum sjálf gert, hvað gæt- um við lagt af mörkum til að bæta samfélagið. Það var hugmyndin í upphafi, að finna eitthvað skemmti- legt sem myndi virka sem forvörn. Ef allir sjá um sjálfa sig og sína, halda sér í góðu formi og við góða heilsu, þá þarf í kjölfarið eðli máls samkvæmt minni peninga í heilbrigðiskerfið,“ út- skýrir Guðjón. „Með því að æfa með krökkunum erum við ekki bara að sinna okkar hlutverki sem fyr- irmyndir og stuðla þannig að hreysti barnanna okkar, heldur fáum við sjálf fína hreyfingu og erum um leið að halda okkur sjálfum í æfingu.“ Guðjón bendir á að þó kostirnir blasi við sé það sjaldgæft að foreldrar hreyfi sig með börnunum sínum. „Við sendum börnin á æfingu og förum svo sjálf í ræktina, út að hlaupa eða hvað sem vera skal. Það er gott og blessað út af fyrir sig en þá förum við á mis við þessar dýrmætu sameiginlegu stundir sem fást þegar fjölskyldan fer saman út að hreyfa sig. Auðvitað geta börnin farið á sínar æfingar eftir sem áður og við foreldrarnir stundað okk- ar líkamsrækt en samvera af þessu tagi, kannski tvisvar í viku, gefur al- veg geysimikið. Það hefur líka miklu meira að segja að vera lifandi fyr- irmynd heldur en að vera að predika fyrir börnunum. Þau taka frekar mark á því sem þau sjá en því sem þau heyra bara.“ Fjölbreyttar æfingar Ketilbjöllur eru ær og kýr Guðjóns og Völu Markar þegar kemur að lík- amsrækt en hann segir æfingarnar á námskeiðinu talsvert fjölbreyttari en sem nemur bjöllunum eingöngu. „Ketilbjöllurnar koma við sögu en eru alls ekki í aðalhlutverki á nám- skeiðinu,“ útskýrir Guðjón. „Frekar erum við að nýta okkur umhverfið og það sem á vegi okkar verður, stokka og steina, stiga og hóla, drumba, okk- ar eigin þyngd og hvað sem er. Þann- ig má búa til skemmtilega hreyfingu fyrirvaralaust. Sem dæmi má nefna að þegar maður er á ferðalagi á leið- inni norður í land er kjörið að stoppa við Grábrók og hlaupa þar upp tröpp- urnar. Það tekur kannski fimm mín- útur, þú tekur vel á því og æfingin er ferlega skemmtileg. Allskonar lítil at- riði á borð við þetta eru fyrir augum okkar hvarvetna. Það er hugsunin með námskeiðinu, að opna augu fólks fyrir tækifærum á borð við þetta til að fá lauflétta æfingu og kenna þá lík- amsbeitingu þar sem hennar er þörf.“ Guðjón útskýrir að endingu hvern- ig námskeiðið verður uppbyggt. „Annars vegar förum við yfir grunn- styrktaræfingar á borð við hnébeygj- ur, pressur, upphífingar og annað í þeim dúr, brotið niður í æfingar sem allir geta gert. Hins vegar erum við að fara yfir umhverfið, finna æfing- arnar þar sem þær liggja og bíða þess að einhver komi og taki á því. Við för- um á röltið og búum til æfingar sem má heimfæra upp á umhverfið hvar sem er. Loks fá foreldrar bækling til að taka með sér heim sem inniheldur grunnleiðbeiningar fyrir þau til að styðjast við að námskeiði loknu. Þannig eiga allir að vera klárir í fjöl- skylduæfingar hvar og hvenær sem er,“ segir Guðjón að endingu. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni Kettlebells.is. jonagnar@mbl.is Fjölskyldan hreyfir sig saman Æfingar „Við erum að nýta okkur umhverfið og það sem á vegi okkar verður,“ segir Guðjón Svansson, ketilbjöllukennari um námskeiðið. Morgunblaðið/Rósa Braga Grunnnámskeið í fjöl- skylduæfingum er nýtt námskeið sem hjónin Guð- jón Svansson og Vala Mörk hjá Kettlebells Iceland bjóða upp á nú eftir ára- mótin. Námskeiðið byggist á margra ára reynslu þeirra af æfingum og hreyfingu með þeirra eigin börnum, eins og Guðjón segir frá. Heilsa „Með því að æfa með krökkunum erum við ekki bara að sinna okkar hlutverki sem fyrirmyndir og stuðla þannig að hreysti barnanna okkar, heldur fáum við sjálf fína hreyfingu og erum um leið að halda okkur sjálfum í æfingu,“ segir Guðjón sem er hér ásamt syni sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.