Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 48
Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.5. 2014 Þ orsteinn Bachmann er stífrakaður, vel til hafður og léttur í lund þegar hann tekur á móti mér á heimili sínu í Vesturbænum. Býð- ur af sér svolítið annan þokka en úfna örlagaskáldið og utangarðsmaðurinn Þormóður Thorlacius, Móri, sem hann leikur af mikilli innlifun í nýrri kvikmynd Baldvins Z, Vonarstræti. Þyngra er yfir þeim ágæta manni – í öllum skilningi. Það tekur mann eiginlega smástund að ná utan um þá stað- reynd að þetta sé einn og sami maðurinn. Þorsteinn vísar til stofu, þar sem hann býður upp á te, vínarbrauð og rúnnstykki með osti. „Og bíddu aðeins, ég hélt að ég hefði keypt rækjusalat líka,“ segir hann og skundar aftur inn í eldhús til að leita af sér allan grun. Allt kemur fyrir ekki. „Jahérna. Ætli frúin hafi ekki falið rækjusalatið, hún veit að ég hef ekki gott af því,“ bætir hann við sposkur á svip. Það reynist ekki vera. Spúsa Þorsteins, Rannveig Jónsdóttir, er sýkn saka. „Nú, ætli Móri blessaður sé þá ekki bara kominn í rækjusalatið. Það er svo sem ágætt, hann er hvort eð er meiri óhófsmaður en ég,“ segir Þorsteinn. Verði honum að góðu! Móri er auðvitað skáldaður en þegar menn lifa með slíkum persónum í þrjú ár fara þeir óhjákvæmilega að finna fyrir návist þeirra. Alltént ræðir Þorsteinn um Móra eins og hann sé manneskja af holdi og blóði. Gamall vinur miklu frekar en viðfangsefni. Og hver veit nema hann sé það? Leitar skjóls á flöskubotni Móri er réttnefndur bóhem og utangarðs- maður. Lífið hefur ekki farið um hann mjúk- um höndum og sorgin hvílir á honum eins og mara. Eins og gengur leitar Móri skjóls á flöskubotninum til að fresta uppgjörinu. En allt hefur sinn tíma. Inn í sögu hans fléttast tvö ungmenni, einstæða móðirin Eik og bankamaðurinn og fyrrverandi stormsenter- inn Sölvi. Líf þeirra er heldur ekki opin bók. Baldvin Z lýsti yfir því á síðum þessa blaðs um liðna helgi að hann hefði frá upphafi haft Þorstein í huga þegar kom að því að velja leikara í hlutverk Móra. „Ég kynntist Baldvin meðan ég bjó og Að spegla sig í harminum „ÞAÐ FYRSTA SEM ÉG HUGSAÐI VAR „NÚ ER TÆKIFÆRI!“ MÓRI ER MJÖG AFGERANDI KARAKTER, BÆÐI LÍKAMLEGA OG ANDLEGA. ÉG HEF EKKI LEIKIÐ ÞESSA TÝPU ÁÐUR OG SATT BEST AÐ SEGJA HEF ÉG EKKI FUNDIÐ MEIRI ÁSKORUN Í NOKKRU HLUTVERKI Á MÍNUM FERLI,“ SEGIR ÞORSTEINN BACHMANN SEM VAK- IÐ HEFUR MIKLA ATHYGLI FYRIR TÚLKUN SÍNA Á ÖRLAGASKÁLDINU MÓRA Í KVIKMYNDINNI VONAR- STRÆTI. ÞORSTEINN LIFÐI SIG INN Í HLUTVERKIÐ OG BJÓ MEÐAL ANN- ARS TIL TVO DRAUGA. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Mynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is „Ég var þarna með hörðustu nagla tárvota í fanginu. Myndin hafði haft svona djúpstæð áhrif á þá. Margir sáu sig í Móra, aðrir harm sinn. Þetta voru gríðarlega sterk viðbrögð,“ segir Þorsteinn Bachmann. Að hans dómi eru viðtökurnar alltaf bestu laun leikarans. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.