Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.1986, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.1986, Blaðsíða 1
□ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ FtFTTIt Vikublað í Vestmannaeyjum 1 3. árgangur Vestmannaeyjljm 23. janúar 1 986 4. töluiblaö Útkeyrsluprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum Sjálfstæðismenn hér í bæ hafa nú ákveðið með hvaða hætti þeir ætla að stilla upp á lista sinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á vori komanda. Á fulltrúaráðsfundi sem hald- inn var sl. sunnudag var ákveðið að hafa prófkjör með sama sniði og flokkurinn hafði fyrir síðustu kosningar, með þeirri breytingu þó að í stað krossa sem notaðir voru síðast mun nú eiga að raða upp 6 frambjóðendum í númera- röð. Prófkjörið verður haldið helgina 22 og 23. febrúar n.k. og verður atkvæðaseðlum dreift heim til þátttakenda laugardag- inn 22. og þeir síðan sóttir heim aftur seinnipart sunnudagsins 23. Þá mun einnig verða opin kjörstaður fyrir þá sem áhuga hafa á þátttöku í prófkjörinu en hafa ekki fengið sendan heim atkvæðaseðil. Rétt til þátttöku í prófkjörinu munu allir hafa sem ekki eru yfirlýstir stuðningsmenn annara flokíca. Ekki er vitað hverjir munu gefa kost á sér í prófkjörið að þessu sinni utan þess að Bragi I Ólafsson mun vera ákveðinn í því að verða með. Uppsagnarfrestur framlengdur Á fundi í bæjarráði 18. janúar s.l. varsamþykktmeð atkvæðum Arnars Sigurmundssonar og Ge- orgs Þórs Kristjánssonar, Sjálf- stæðisflokki, gegn atkvæði Þor- bjarnar Pálssonar, Alþýðu- flokki, að framlengja uppsagn- arfresti sjúkraliða við Sjúkrahús Vestmannaeyja. Fyrstu sjúkra- liðarnir sem sögðu upp hefðu að öllu óbreyttu hætt 1. febrúar. Bæjarráð beitir fyrir sig í þessu máli heimild í 15. grein laga nr. 38 frá 1954 um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna og framlengir uppsagnarfrestinn um 3 mánuði. Varðandi þetta mál, sem er nr. 7 í fundargerð stjórnar sjúkrahússins lét Þorbjörn Páls- son gera bókun. Segir Þorbjörn, að þrátt fyrir lagaákvæðið þá sé hann á móti þessum vinnubrögð- um. Er það óþolandi, að hans mati, að vinnuveitandi þvingi fram framlengingu á uppsagnar- fresti á síðustu stundu. Bendir hann á að krafa sjúkraliða sé frá 1. júní s.l. og fyrstu uppsagnir frá 1. nóvember. Sjúkraliðar settu fram kröfur um staðaruppbót svipaða þeirri og hjúkrunarfræðingar fengu. Hefur saxast á raðir þeirra síðan og vinnuálag orðið ill-þolandi samkv. heimildarmanni blaðsins. Undanfarið hefur Skipstjóra og stýrimannafélagið Verðandi verið með björgunarnámskeið í samvinnu við menn frá Slysavarnafélagi Islands. Síðasti dagur námskeiðsins átti að vera í dag og stendur til að æfa björgun úr þyrlu. Námskeið þetta hefur mælst mjög vel fyrir og hafa útgerðarmenn jafnt og sjómenn sýnt því áhuga. Nánar verður sagt frá þessu námskeiði í næsta blaði í grein sem ber heitið: Bestu eftirmæli um sjómann: „Það kom aldrei neitt fyrir hann.“ Myndin sýnir þar sem verið er að sýna á Herði Jónssyni, hvernig bjarga á manni frá köfnun. Afleysinga öskubíll Nýtt fyrirtæki Fyrir bæjarráði lá bréf á mánudaginn var, frá nýju fyrirtæki sem býður eftirlits og öryggisþjónustu hjá fyrir- tækjum og stofnunum í Vest- mannaeyjum. Að sögn heimildarmanna blaðsins mun hér vera á ferð- inni samskonar þjónusta og Securitas býður þjófhrædd- um höfuðborgarbúum. Eig- endur fyrirtækisins munu vera nokkrir dyraverðir á Gestgjafanum • Bæjarráð samþykkti að óska eftir frekari upplýsing- um um fyrirkomulag og kostnað. tækjum. Flestirmunaeflaustþað ástand sem myndast hefur í þau skipti sem öskubíllinn hefur bil- að og ekki komið á réttum tíma til hreinsunar. Enda hefur ekki mátt gera við hann öðruvísi en á stöðvunarskyldu svo vel væri, eins og Elías Baldvinsson yfir- verkstjóri orðaði það. Þessi nýi öskubíll ersvokallað- ur pokabíll, sem þjappar sorpinu saman meö pressu en hrærir því ekki eins og gamli bíllinn gerir. Ragnar sagði að nokkurs mis- skilnings hefði gætt hjá mörgum bæjarbúum varðandi bíl þennan. Því vildi hann ítreka það að þessi bifreið væri fyrst og fremst keypt til þess að hafa til taks, svo ekki skapaðist ófremdarástand, ef að taka þyrfti aðal öskubíl bæjarins úr umferð til viðgerðar. Sorphreinsunarbifreið sú sem bæjarsjóður Vestmannaeyja festi kaup á s.l. haust er nú komin hingað til Eyja. Að sögn Ragnars Baldvins- sonar þá er bifreið þessi sem er af Volvo gerð fyrst og fremst hugsuð sem afleysingartæki fyrir þá sorphreinsunarbifreið sem þjónað hefur bænum undanfarin ár. Sá öskubíll þarfnast nú orðið mikillar viðgerðar, en það má aldrei stoppa bílinn því þá er fljótt að myndast ófremdará- stand bæði hjá heimilum og fyrir- í dag eru 13 ár liðin frá þvf gos hófst í Vestmannaeyjum. Barna- deildin Vorum að taka upp: -Kerrupoka -Klæðaborð -Baðborð -Ömmustóla -Hoppirólur -Hokus pokus stóla Vorum að fá hið stórkostlega YAMAHA 200 C orgel OPIÐ laugardaga kl. 10-12 f.h.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.