Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.1987, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.1987, Blaðsíða 1
14. árgangur Vestmannaeyjum, 27. maí 1987 28. tölublað J arðskj álftinn fannst vel í Eyjum 9 Biaðið úr jarðskjálftamælin- um í Stórhöfða. í fyrradag um kl. 11:30, varð allharður jarðskjálfti, mældist 5,8 stig á Richter, og átti upp- tök sín ■ Vatnafjöllum rétt sunnan við Heklu. Undanfari skjálftans var skjálftahrina sem mælst hafði fyrr um morguninn og voru upptök hennar á svip- uðum slóðum. Vestmannaeyjar eru ekki nema í 50 - 60 km. fjarlægð frá upptökum skjálftans og fannst hann greinilega hér. Byrjaði hann sem snöggur titringur sem dvínaði lítilega, en síðan jókst hann og þá meira eins og öldu- hreyfing. Ekki er hægt að gera sér grein fyrir hvað skjálftinn stóð lengi yfir, en sennilega hefur það verið innan við mín- utu. Ekki urðu skemmdir hér nema hvað skriða sem féll norðaustan í Klifinu braut nið- ur girðingu, eitthvað var um að vörur féllu úr hillum í verslun- um, t.d á Tanganum duttu nokkur kryddglös í gólfið og Bann við log- veiðum innan þriggja mflna við Heimaey í reglugerð frá Sjávarút- vegsmálaráðuneytinu, sem tók gildi 15. maí s.l. er gert ráð fyrir banni við fiskveið- um með flot- og botnvörpu innan 3ja sjómflna við Heimaey þannig: Austan eyjarinnar gildir bannið í 10 mánuði ársins frá 15. maí til 1. febrúar. Vestan eyjarinnar gildir bannið 5 mánuði ársins frá 1. septembertil 1. febrúar. brotnuðu. Rafmagn fór af í stuttan tíma efst í bænum og truflun varð á símakerfinu. Sem betur fer urðu skemmdir óverulegar bæði hér og annars- staðar, en heldur er óþægilegt að finpa jörðina hreyfast undir sér og sjá nærliggjandi hús leika á reiðiskjálfi. Einn jarðskjálftamælir er á Heimaey, út í Stórhöfða, sem hefur verið hér síðan í gosinu 1973, einnig er hallarmælir staðsettur í Ráðhúsinu. Blaðamaður Frétta heimsótti Óskar Sigurðsson vitavörð í Stórhöfða á mánudagskvöldið og sagði hann að þetta væri stærsti jarðskjálfti sem hann myndi eftir. Sýndi hann blaða- manni blaðið úr jarðskjálfta- mælinum og sást hann greini- lega. Einnig sást að mælst höfðu jarðskjálftar fyrr um morguninn, einn hafði komið um nóttina og svo einn u.þ.b. klukkutíma eftir þann stóra. Óskar sagðist lítið kunna að lesa útúr þessu. Sagðist hann senda þetta til veðurstofunar þar sem lesið væri útúr þessu. Þarf hann að skipta um blað í mælinum einu sinni á sólar- hring og sendir hann þau mán- aðarlega til Reykjavíkur. Ósk- ar sagðist hafa fundið vel fyrir skjálftanum sem kom um hálf tólf leytið, en ekki orðið neitt var við hina þó þeir kæmu vel sérstaklega sá sem kom fram klukkutíma síðar. Ekki vilja jarðvísindamenn segja hvort þetta sé upphafið af Suðurlandsskjálftunum, sem beð- ið er eftir, en talið er nauðsynlegt að fólk sé á varðbergi og Al- mannavarnir fylgjast vel með. Vilhjálmur vill ekki vinnuna Morgunblaðið skýrir frá því í gær að allir útibússtjórar Út- vegsbanka íslands hafi þáð boð bankastjórnar um áframhald- andi störf við hinn nýstofnaða hlutafélagsbanka Útvegsbanka íslands hf., að Vilhjálmi Bjarna- syni, útibússtjóra í Vestmanna- eyjum undanskildum. Fyrst um sinn mun því Jóhannes Tómasson gegna störfum úti- bússtjóra, en starfið verður síð- an auglýst laust til umsóknar. • Óskar Sigurðsson vitavörður í Stórhöfða við jarðskjálftamæl- inn. Óskar segir að jarðskálftinn á mánudaginn sé sá stærsti sem hann muni eftir. Humarvertíðin fer vel af stað Humarvertíðin hófst þann 21. maí sl. og er ekki hægt að segja annað en hún hafi farið vel af stað. Torfi Haraldsson á Vinnslu- stöðvarvigtinni gaf okkur þær upplýsingar að bátarnir hefðu verið með mjög góðan afla eða frá tæpu tonni af slitnum humri upp í 3 tonn. Torfi sagði að túrarnir hefðu verið mislangir hjá bátunum. Sumirhefðufarið út strax á aðfararnótt þess 21., en sumir seinna þannig að afl- inn segði ekki allt um fiskiríið. Sjöstjarna VE og Sjöfn VE voru með rúmt tonn, Sigurbára VE 2 tonn, Erlingur VE 8-900 kg. Ófeigur 3. VE 2 tonn og með mestan afla var Ófeigur VE eða 3 tonn. Ekki vissi Torfi hvað mikill fiskur var með hjá humarbátunum. Yalur kom með nýju vélina til landsins á laugardaginn Valur Andersen flugmaður kom á hinni nýju tveggja hreyfla vél sinni til Reykjavíkur á laugardaginn. Heimferðin tók lengri tíma en reiknað var með því vegna óhagstæðra veðurskilyrða tepptist hann ■ 5 daga í Kanada og tvo á Græn- landi. Valur sagði að vélin hefði reynst vel heimleiðinni og eftir að búið er að koma henni í gegnum kerfið í Reykjavík verður vélin tekin í notkun. Sagðist Valur vonast til að vélin kæmi til Eyja á morgun. Þess má geta í leiðinni að reiknað er með að þá verði haldin lendingarkeppni Flug- klúbbsins, sem frestað var vegna veðurs fyrir skömmu. Núertími tii að vera sem mest úti! Hjá okkur færðu hjól í úrvali fyrir a la aldurshópa. Eigum bæði Kalkhoff og Eurostar í hvítu, bleiku og svörfu. Alveg topphjól á toppverði. ATH! Myndlykl- ar á lager. Sjáumst! Skólavegi 1 Sími1300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.