Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.12.1987, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 01.12.1987, Blaðsíða 1
14. árgangur Vestmannaeyjum, 1. desember 1987 78. tölublað EFLIÐ YKKAR HEIMABYGGÐ Skiptíð við Sparisjóðim nSI'AKIS.IOÐl K \ i:S I MAWAKY.IA Hvalreki fyrir handknattleiksunnendur: S-Kóreumenn tíl Eyja? Að sögn Jóshúa Steinars Óskarssonar í handknatt- leiksráði ÍBV, eru miklar líkur á því að Suður-Kórea og ísland leiki landsleik í handknattleik í Eyjum í kringum 20. desember n.k. Steinar sagði að Suður- Kóreumenn myndu leika tvo landsleiki við íslendinga í 18. og 19. desember n.k. og nú væri unnið markvisst að því að fá þriðja leikinn hingað út í Eyjar. Þetta skýrðist allt saman í næstu viku. Ekki þarf að tíunda það hér hve mikill hvalreki koma Suður-Kóreumanna til Eyja yrði á fjörur handknattleiks- unnenda. Suður-Kórea er nýtt stórveldi í handknatt- leiksheiminum og þykja leika einstæðan en jafnframt einstaklega skemmtilegan og árangursríkan hand- knattleik. Eins og kunnugt er, er mikil uppsveifla í hand- knattleik í Eyjum og ekki er að efa að landsleikurinn yrði enn meiri lyftistöng fyrir handknattleikinn hér. DIMMITERAÐ Útskriftaraðallinn í Framhaldsskólanum sem setur hvítu húfuna á kollinn um næstu jól og yfirgefur skólann með stúdentspróf upp á vasann, dimmiteraði að venju síðasta föstudaginn fyrir prófin. Stúdentsefnin bráðgáfuðu litu við á ritstjórn Frétta til að fá birta mynd af sér í blaðinu. Einhver afföll höfðu verið í hópnum þegar myndin var tekin, en stúdentsefnin, klædd að þessu sinni í munka- og nunnuklæð- um voru með hressasta móti nú sem endranær. Umferðin: Talsvert um ohöpp - Ekið á kyrrstæða bifreið, grunur um ölvun. - Tveir bílar látnir renna stjórnlaust. Talsvert hefur verið um óhöpp í umferðinni síðustu daga. í tveim tilfellum var farið inn í mannlausar bifreiðar og þær látnar renna stjórnlaust. Alvarlegasta tilfellið varð seinniparts sunnudags þegar ekið var á kyrrstæða bifreið á Faxastíg. Talsverðar skemmdir urðu á bifreiðunum og er öku- maður grunaður um meinta ölvun við akstur. Á föstudagsmorguninn var ekið á kyrrstæða bifreið við Áshamar. Skemmdir urðu óverulegar. Bæði á aðfararnótt laugar- dags og sunnudags var farið inn í kyrrstæðar bifreiðar og þær látnar renna stjórnlaust. Fyrra tilfellið var á Boðaslóð og hafn- aði bifreiðin á umferðarmerki, skemmdist hún lítið. í seinna tilfellinu rann bifreiðin frá Fél- agsheimilinu, út á Heiðarveg. Nokkrir hafa verið teknir fyr- ir of hraðan akstur undanfarið að sögn lögreglu og mun hún áfram halda uppi ströngu eftir- liti með ökuhraða í bænum. Innbrot í íþróttahöllina_ Óskílamun- um stolið Á aðfararnótt föstudagsins var brotist inn í íþróttahöllina. Farið var inn um glugga og innbrotsþjófurinn skildi eftir sig mikinn blóðferil. Lögreglunni var tilkynnt um innbrotið um morguninn og við rannsókn kom í Ijós að rúða var brotin í glugga og farið þar inn. Innbrotsþjófurinn hafði greinilega skorið sig því mikill blóðferill var á staðnum. Ein- hverju af óskilamunum var stolið úrum og fl. en ekki er Ijóst hvað miklu. Málið er í rannsókn og biður lögreglan alla þá sem einhverj- ar upplýsingar geta gefið að hafa samband við hana. Munið staðgreiðslu skatta 1988 Greiðið álögð gjöld ársins og eldri skuldir Bæjarsjóður Vestmannaeyja ■ ■ Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.