Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 1
• Frá útskriftinni s.l. laugardag. Fiskvinnslunámskeiðin: 78 útskrifast Jóla- blað Frétta Jólablað Frétta kemur að þessu sinni út 22. DES- EMBER eða n.k. þriðju- dag, en ekki á Þorláks- messu eins og venja er til. Er það gert til að gera auglýsendum kleyft að auglýsa hefðbundar versl- unarauglýsingar í því blaði. Þeir sem ætla að koma auglýsingum og/eða jóla- kveðjum í jólablað FRÉTTA, er bent á að síðustu forvöð til að skila þeim í blaðið er á hádegi á laugardaginn. Efni blaðsins verður fjölbreytt að vanda og tengt nútímanum. Nú er Iokið fiskvinnslunám- skeiðum sem staðið hafa í haust og á laugardaginn voru 78 út- skrifaðir sem sérhæfðir fisk- vinnslumenn. Jón Kjartansson einn kenn- aranna á námskeiðunum sagði að með þessum hóp væri búið að útskrifa milli 350 og 360 manns af þessum námskeiðum hér í Eyjum og væri það lang- stærsti hópurinn á landinu, sem í heild losar 3000. Hver nemandi þarf að sækja 10 námskeið og er ætlað að í það fari ein vinnuvika. Níu leiðbeinendur voru á þessum 10 námskeiðum. Útskriftin fór fram í Alþýðu- húsinu og var nemendum af- hent skrautskrifað skjal, sem staðfestingu á því að þeir hefðu lokið námskeiðunum. Auk nemenda og leiðbein- anda voru forstöðumenn frysti- húsanna viðstaddir útskriftina. Loðnusjómenn í jólafrí: Síðustu bátarnir í dag og á morgun • Gígja VE á loðnumiðunum. Jólafrí eru að hefjast á loðnu- flotanum og eru síðustu iandanir hér í Eyjum í dag og á morgun. Miðin eru nú fyrir miðju Norðurlandi, er um tveggja sól- arhringa sigling af miðunum til Vestmannaeyja. Bátarnir eru að koma með síðustu farmana fyfir jól. Sigurður RE landaði 1400 tonnum í gær og Gígja VE er væntanleg á morgun með 750 tonn. Eru þeir í FES þá búnir að taka á móti 16.500 tonnum í haust. Á sama tíma í fyrra voru þeir búnir að taka á móti 10.000 tonnum. í FIVE er búið að taka á móti um 15. 000 tonnum, en bátar voru á leiðinni með loðnu í gær. Síðast landaði Kap VE 687 tonnum á aðfararnótt sunnudagsins. Von var á ísleifi VE í morgun með 680 - 700 tonn, Gullberg VE er á leiðinni með 550 tonn, verður á morgun. Bernharð Ingimund- arson sagði að einnig ætti hann von á að Erlingur KE landaði hjá þeim en hann er á landleið með 600 tonn. Einnig sagði hann að Bergur VE væri á miðunum og ekki ólíklegt að hann landi hér heima. Með þeim afla sem er á leiðinni verða þeir búnir að taka á móti allt að 16 - 17.000 tonnum, en á haustvertíðinni í fyrra tóku þeir á móti um 10.000 tonnum, sagði Bernharð. Munið staðgreiðslu skatta 1988 Greiðið álögð gjöld ársins og eldri skuldir Bæjarsjóður Vestmannaeyja - - Bæjarfógetinn i Vestmannaeyjum MUNIÐ Veðdeildar- bréfin 9,75% ávöxtunarkrafa n SPARISJÓÐl R \ KS I MANNAIA JA VEÐDEILD Rakvélar Philps og Braun. Kaffivélar 10 gerðir ATH! Eigum enn á lager þvottavél- ar og ísskápa. Vorum að taka upp ný ljós, og einnig leikföng í barnadeild. T ' 1 ■ n {• i i Jolagjofin 1 ar er auðvitað myndlykill. Skólavegi 1 Sími1300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.