Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.01.1988, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 28.01.1988, Blaðsíða 1
15. árgangur Vestmannaeyjum, 28. janúar 1988 7. tölublað VANTAR ÞIG SKÓ? ÞÁ FÆRÐU ÞÁ HJÁ AXEL Ó. Verð- lækkun í a - Rakvélum - Ryksugum - Sjónvörpum Eigum enn á gamla verðinu: - Saumavélar - ísskápa - Þvottavélar Vorum að taka upp áhöld í örbylgjuofna. Sjón er sögu ríkari! Skólavegi 1 Sími1300 Klakkur YE tilbúinn í slaginn Varð hált á hálkubletti Þrátt fyrir hálku, snjó og rysjótta tíð hefur umferðin gengið þokkaiega síðustu daga. Þó varð ökumanni hált á svellinu í gær. Missti hann vald á bílnum, lenti á hálku- bletti og utan í Ijósastaur. Bíllinn er mikið skemmdur, en ökumaður slapp ómeidd- ur. Árekstur varð rétt fyrir hádegi á laugardaginn, litlar skemmdir urðu og ekki urðu skemmdir miklar á bíl sem ekið var á, á mánudaginn, en sökudólgurinn stakk af og hefur ekkert til hans spurst síðan. Það er ekki ofsögum sagt að miklar endurhætur hafa verið gerðar á Vestmannaeyjaflotan- um síðustu misseri. Það hefur varla liðið svo vika að ekki hafi bátur verið að koma úr meiri- háttar breytingum, vélaskipt- um, yfirbyggingu svo eitthvað sé nefnt. Danski Pétur VE sem verið er að breyta í Skipalyftunni er kominn á flot og stutt í að Þórunn Sveinsdóttir VE fari niður. Fyrir utan þetta eru nokkur skip í smíðum, ný Björg og ný Emma. Smíði Emmunnar gengur mjög vel og sama niá segja um Vestmannaey VE sent er til breytinga í Póllandi, en þetta var útúrdúr. Ætlunin var að skrifa frétt urn togarann Klakk VE sem kom um helgina frá Þýskalandi, þar sem gerðar voru á honum ýmsar endurbætur. Hjörtur Hermannsson framkvæmda- stjóri Samtogs hf. var fenginn til að lýsa því helsta sem gert var. „Það voru settar í hann nýjar hjálparvindur, gilsa og grandaraspil. Grandaraspilin eru nú 4, tvö við sinn hvora skeifuna, sem voru settar í. Komið var fyrir sjálfvirkum togstýribúnaði (auto trolli), bolur og yfirbygging sandblásin og galvaniseruð og skipið mál- að í nýjum lit og orangerautt." Auk þessa var snyrtiaðstaðan fyrir mannskapinn endurnýjuð. „Þetta hefur gengiö vel," sagði Hjörtur,“en það má alveg koma fram að, við höfum notið góðrar aðstoðar Útvegsbank- ans hérna í Eyjum við þetta verkefni eins og reyndar önnur," sagði Hjörtur. Klakkur átti að fara á veiðar i gærkvöldi að öllu forfalla- lausu. Stjórn Herjólfs: Samþykkti teikning- ar og gögn til útboðs - Bæj arstj órn samþykk, næst kynnt fulltrúum ríkisins. - Magnús Kristinsson sat hjá við atkvæðagreiðslu. Stjórn Herjólfs hf. samþykkti á fundi sínum á mánudag- inn, teikningar að nýju skipi og fyrirliggjandi gögn til útboðs. Magnús Jónasson fram- kvæmdastjóri Herjólfs hf. sagði að málið væri afgreitt í stjórninni. Fyrirliggjandi gögn og teikningar verið samþykktar og væri hægt að senda þær út til útboðs. Næsta skref er að kynna málið fulltrúum ríkis- sjóðs, sem ásamt Bæjarsjóði Vm. er stærstí hluthafinn í fyrirtækinu, fjármálaráðherra, samgönguráðherra og fjárveit- inganefnd Alþingis. Annar stærsti eigandi fyrir- tækisins, Bæjarsjóður Vest- mannaeyja hefur veitt stjórn- inni heimild til að halda áfram á þessari braut. Einn stjórnarmanna, Magn- ús Kristinsson, sat hjá við af- greiðsluna og lét bóka að hann væri á móti þetta stóru skipi. Ekki hefur blaðið bókunina undir höndum, en samkvæmt heimildum blaðsins kemur þar fram að Magnús er alls ekki á móti nýju skipi, en telur þetta of stórt skip. Herjólfur I, IloglII Myndimar hér til hliðar sýna Herjólf I, II og III en myndirnar em allar í réttum hlut- föllum og gefa þannig rétta mynd af þróun Herjólfs frá fyrsta skipinu 1959 til þriðja skipsins sem er væntanlegt árið 1990. HERJÓLFURI (1959) Lengd 49 metrar, breidd 9 metrar HERJÓLFURII (1976) Lengd 60 metrar, breidd 12 metrar HERJÓLFURIII (1990) Lengd 79 metrar, breidd 16 metrar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.