Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.02.1988, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 23.02.1988, Blaðsíða 1
15. árgangur Vestmannaeyjum, 23. febrúar 1988 14. tölublað Fiskupp- boð kl. 16:30 alla virka daga Mt FISKMARKAÐUR VESTMANNAEYJA HF. Sími1777 Ófeigur III strandar við Þorlákshöfn: — Ægir Ármannsson skipstjóri: Vorum aldrei í hættu. • Á efri mvndinni er skipsáhöfnin á Ófeigi III við komuna til Eyja eftir strandið á laugardaginn. F.v. Kristján Þorsteinsson matsveinn, Óskar Friðriksson stýrimaður, Ægir Ármannsson skipstjóri og Haukur Sölvason, fyrsti vélstjóri. Á neðri mvndinni má sjá Ófeig á strandstað og innfellda mvndin sýnir afstöðu bátsins gagnvart Hafnarnesvita. Ófeigur III VE strandaði við innsiglinguna í Þorlákshöfn á laugardagsmorguninn. Áhöfn- inni, fjórum mönnum var bjargað í land af þyrlu Land- helgisgæslunnar. Báturinn er nú talinn ónýtur. Það var rétt fyrir kl. 06:00 á laugardagsmorguninn að bát- urinn strandaði við Hafnar- nesvita, rétt vestan við innsigl- inguna í Þorlákshöfn. Erindi Ófeigs var að sækja fimmta skipverjann þar. Stórgrýtis- fjara er á strandstað og kom strax gat á bátinn, sem nú er talinn ónýtur. Veður var þokkalegt, suðvestan átt, en nokkuð brim. Að sögn skipstjórans, Ægis Ármannssonar, kom Björgun- arsveitin Mannbjörg úr Þor- lákshöfn fljólega á staðinn og kom línu til þeirra, en þeir ákváðu að bíða þyrlu Land- helgisgæslunnar, sem fór fljót- lega í loftið. Voru þeir sfðan hífðir upp í þyrluna og ferjaðir í land. Sagði Ægir að þeir hefðu aldrei verið í bráðri hættu og vel hefði farið um þá á meðan þeir biðu björgunar. Ófeigur III VE 325, er í eigu Viktors Helgasonar. Byggður í Hollandi 1955, og var fyrsti stálbáturinn, sem var sérstak- lega smíðaður fyrir íslendinga. Ófeigur III hefur verið mikið happa og aflaskip og því eftir- sjá í svo góðum bát. Tilboð opnuð í rafskautaketil - Hæsta tilboð 27,5 milljónir. - Lægsta 12,2 milljónir. Tilboð í rafskautaketil í kvndistöð Fjarhitunar voru opnuð á föstudaginn. Mikill munur er á tilboðunum, lægst var innlent tilboð frá Vélsmiðju Orms og Víglundar. Eiríkur Bogason veitustjóri sagði að 4 aðilar hefðu gert tilboð í smíði og uppsetningu á katlinum. Hæsta tilboðið kom frá Jóhann Rönning hf. að upp- hæð kr. 27.490.000, Bræðurnir Ormsson buðu 15.350.000 kr. og. lægsta tilboðið kom frá Vélsmiðju Orms og Víglundar og hljóðaði upp á 12.253.000 kr. Fjórða tilboðið var fráviks- tilboð frá Kanada (Adólf Bjarnason) og hljóðaði upp á 392.000 Kanadadollura fob. Sagði Eiríkur þetta óraunhæft tilboð vegna þess kostnaðar, sem þá á eftir að leggjast ofan á, flutningur og fleira. Eftir er að ieggja söluskatt á öll tilboðin, en innifalin í þeim eru uppsetning og allur tilheyr- andi búnaður. Aðspurður um þá sem eru með lægsta tilboðið, sagði Eír- íkur að Vélsmiðja Orms og Víglundar væri eini innlendi tilboðsaðilinn, hinir hefðu boð- ið í nafni erlendra framleið- anda. „Þessi vélsmiðja hefur mikla reynslu í smíði slíkra katla, hafa þeirsmíðað flesta af þessum stóru kötlum sem settir hafa verið upp t.d. á Hornafirði og víðar.“ Að lokum sagðist Eirikur vera fyllilega sáttur við þessi tilboð. Unnið væri að því að skoða þau, hvert væri hagstæð- ast. Þegar það verður ljóst verður gengið til samninga. Þessi ketill á að geta fullnægt hitaþörf bæjarins og á hann að komast í gagnið 15. sept. SUPER SQUASH veggjatenn- is-skór Mjög vandaJir með styrktum haelkappa Stærðir 37-45. Verðkr. 2.480. Leikfimifatnadur: NÝTTFRÁ ZETA Toppar, buxur (minij, buxur (niður fyrir hné), bolir og legghlífar, Litir: Hvítt/svart röndótt, gult/svart röndótt. Verðkr, 988-1995. ADIDAS: Ferðatöskurmeðogán hjóla. Allskonar íþróttatöskurog pokar. Sjón er sögu ríkari. Verð frá kr. 994-7.200 SKÓP0KAR Farið vel með skóna og notið skópokann. í ferðatöskuna, skógeymslunaogþegarfarið I er út við ýmis tækifæri. Vestmannaeyjúm!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.