Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.1988, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.1988, Blaðsíða 1
Fiskupp- boð kl. 16:30 alla virka daga Sími1777 FJÖLSÓTTIR TÓNLEIKAR Milli 70 og 80 manns mættu á kvöldtónleika hollensku myndin tekin við það tækifæri, en þá stjórnaði Guðmundur H. unglingasinfóníunnar sem var hér á ferðinni í síðustu viku. Fyrr Guðjónsson. Að tónleikunum loknum þakkaði Arnaldur Bjarna- um daginn voru fjölsóttir tónleikar ætlaðir nemendum skólanna. son bæjarstjóri gestum góðan flutning og færði hljómsveitinni gjöf. Kór Landakirkju söng með hljómsveitinni nokkur lög og var Fiskur frá Reykjavík til Yestmannaeyja Margt er skrýtið í kýrhausn- um og ekki öll vitleysan eins. Það nýjasta ■ hráefnisöflun, er að kaupa fisk á markaði í Reykjavík og flytja hann með gámum til Vestmannaeyja með Herjólfí. á kílóið, þannig að heildarverð á kíló verður 28,38 krónur. Ásmundur sagði að þetta kæmi ekki illa út fyrir þá, því í gærmorgun voru þeir í Frostver að kaupa karfakílóið á kr. 28,60 og 28,80. Heildarverðmæti aflans sem þeir keyptu í Reykjavík var um 510 þús. kr. Samkvæmt nokkuð öruggum heimildum var karfinn kominn úr togaranum Bergey VE, sem er gerð út frá Vestmannaeyj- um. Ásmundur Friðriksson í Frostver keypti í gærmorgun, á Faxamarkaði, 18tonn afkarfa. Meðalverðið var 26,98 kr. Flutningskostnaður er kr. 1,40 Næsta blað á föstudag Þar sem næsta fimmtudag ber upp á sumardaginn fyrsta, koma FRÉTTIR út daginn eftir, eða n.k. föstu- dag. Auglýsendum er bent á að skila texta eigi síður en fyrir kl. 19 á morgun, mið- vikudag. Auglýsingasími blaðsins er 1210. Stjórn á gámaútflutningi: Útgerðar- menn báta óánægðir Vegna verðfalls á Englands- markaði um páskana í kjölfar mikils framboðs af fiski eru uppi hugmyndir um að stjórna þessum útflutningi. Útgerðarmenn og sjómenn á bátum frá Vestmannaeyjum telja að þarna sé verið að höggva nærri hagsmunum þeirra. 'I'elja þeir að með þessu yrðu togararnir settir skör hærra en bátarnir. Máli sínu til styrktar benda þeir á bann við útflutningi á gámafiski til Þýskalands. Togurum var heimilt að selja að vild meðan bannið gilti, en þeir þurfa að fá heimild frá LÍÚ og Viðskipta- ráðuneytinu til að sigla með aflann. Með því að sama form yrði á gámaútflutningnum ótt- ast þeir að togararnir yrðu látn- Herjólfur í ferðum næstu viku Frestað hefur verið að taka Herjólf í slipp þangað til 3. maí og mun hann einnig stoppa næstu 2 daga á eftir. Áður hafði verið ákveðið að að hann færi í slipp eftir helgi. Ekki er vitað annað en Herjólfur gangi eðlilega í verkfalli verslunarmanna. Sótt hefur verið um undan- þágu handa skrifstofustúlku í Reykjavík, ef hún fæst ekki verða engir vöruflutn- ingar í gegnum skrifstofuna. ir sitja fyrir. Einn útgerðarmað- urinn sem rætt var við sagði að þetta væri mjög óréttmætt gagnvart sjómönnum í Vest- mannaeyjum. „Þessar tölur sem er verið að tala um í fjölmiðlum þekkjum við ekki hér í Eyjum. Verðið sem við fáum er yfirleitt 15-20 krónum hærra. En það sem skekkir myndina er þegar verið er að skella heilu togaraförmunum af smáþorski á markaðinn með litlum fyrirvara.“ Einnig telja þeir, að ef til stjórnunar komi eigi alveg eins að tala við þá sem sjá um útflutninginn, manna eins og Jóhannes Kristinsson hjá Gámavinum svo dæmi séu tekin. -SJÁ BLS 4. Til sumar- gjafa Fótboltar Verð kr. 695, 1535-2980 * Fótboltaskór grasskór. Verð kr. 2980-4300 * Fótboltaskór malarskór Verð kr. 1498- 2980 * Laser gallar Stærðir 150-198 * Glansgallar sama snið og Challenger. Verð kr. 3450. Str. 102-162 * Nýr galli frá Adi- das: Chicago galli Verð kr. 5650 * Nýr regngalli frá Adidas: Alberta Verð kr. 380 * Sokkar frá Adidas, Puma og Tibor * Fótboltasokkar Ótal gæðagerðir Verð kr. 355 Sundbolir. Verð frá kr. 1275-2530

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.