Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.09.1988, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 08.09.1988, Blaðsíða 1
15. árgangur Vestmannaeyjum 8. sept. 1988 64. tölublað EFLIÐ YKKAR HEIMABYGGÐ Skiptið við Sparisjóðim «SPARISJÓÐLR \ ES r.\IANNAEYJA Grunnskólarnir: Nemendum hefur fækk- að um 90 á tveim árum ífylgd með mömmu í skólann Nú eru nemcndiir að tínast í skolana að afloknum sumarleyfum og má ætla að uin fjórðungur Eyjamanna sctjist á skólabekk í vetur til að nema fræðin. Stærstu sporin taka krakkarnir sem eru hefja skólagöngu sína í stubbadeildunum, og rakst Ijósm. á þessa þrjá krakka á myndinni, í fylgd með mömmu á leiðinni í skólann í gær (Sjá ennfremur Spurningu vikunnar, bls. 4). Síðustu dagana hafa nem- endur verið að tínast inn í skólana að alloknum sumarfrí- um. Sumir í fyrsta skiptið, aðrir orðnir sjóaðir, kannski mis- jafnlega eins og gengur. E'innst ekki verra að vita af mömmu eða pabba í grendinni, en lljót- lega öðlast þau sjálfstraust, að- lagast skólastarfinu og læra að fóta sig í lífsins ólgusjó. í samtali við skólastjóra grunnskólanna, Halldóru Magnúsdóttur í Hamarsskóla og Hjálmfríði Sveinsdóttur í Barnaskólanum á bls. 9 í blað- inu í dag kernur í ljós að nemendum hefur fækkað um 90 í grunnskólunum í Vest- mannaeyjum síðustu 2 árin. Skýringuna segir Hjálmfríður megi að einhverju leyti rekja til minni árganga, en mest sé þetta vegna brottflutnings fólks úr bænum og er það Ijótt ef satt er. Sjá nánar bls. 9. Eldsneyti fyrir þyrlur komið á flugvöllinn — Öryggi í leitar og björgunarflugi. Loksins er komið eldsneyti á þyrlur og Fokker vélar Flug- lciða á Vestmannaeyjaflugvöll. Þetta er mikið öryggisatriði og á örugglega eftir að koma sér vel. einkum við leitar og björgunarflug. Petta er mikið framfaraspor því til þessa hafa þyrlur þurft að sækja eldsneyti á Hvolsvöll. C lugibergur Finarsson llug\allarstarfsmaður við dæluna. • Sigursteinn Óskarsson. Sigursteinn hættir í Kjarna Undanfarin ár hefur Raf- tækjaversliinin Kjarni verið rekin sem sameignarfélag Sigursteins Óskarssonar og Sigríðar Óskarsdóttur. Því félagi befur nú verið slitið. Að sögn Sigríðar hefur hún og fjölskylda hennar keypt hlut Sigursteins og verður stofnað hlutafélag í kringum reksturinn. ,.Pett;i er allt í góðu hjá okkur Sigursteini, þessi verslunarrekstur okkar var bara ekki nægilega stór til að bera tvær fjölskyldur. Ég kent til með að vinna hér áfram en það er allt óljóst hvað Sigursteinn fer að gera, en til að byrja með fer hann í sumarfrí" sagði Sigríður að lokum. Sjónvörp, vídeó og vídeóskápar. ◄ ► Eigum myndlykla á staðnum. 0+0 Vorum að taka upp mjög fallegar Kaffivélar Hraðsuðukatla og brauðristar frá Russel Hobbs. <>♦0 Síma- standarnir komnir aftur! Sjón er sögu ríkari!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.