Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.01.1996, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 25.01.1996, Blaðsíða 1
Leitið ekki langt yfir skammt. Allar bygglngavörur á einum stað. HÚSEV BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYINGA Garöavegi 1 5 - sími -48 1 115 1 <LAMELLA PARKET 23. árgangur Vestmannaeyjum, 25. janúar 1996 4. tölublað - Verð kr. 120 - Sími: 481-3310 - Myndriti: 481-1293 ísfélagið fær 1000 tonna síldarkvóta: Lengir veriíðina um viku Guðmundur VE og Gígja VE komu í vikunni með samtals 700 tonn af sfld sem fékkst við Eldey. Sfldina fengu bátamir í einu kasti á Eldeyjar- svæðinu. Voru þetta síðustu tonnin af kvóta ís- félagsins en í vikunni fékkst viðbót upp á 1000 tonn. „Við vorum beðnir um að geyma 1000 tonna kvóta af sfld sem við höfum ákveðið að veiða sjálfir,“ sagði Jón Ólafur Svansson, framleiðslustjóri ísfélagsins. „Þessa sfld verðum við að taka af eigin kvóta á næstu vertíð en þetta skapar vinnu í viku í viðbót. Þegar þessi 1000 tonna viðbót verður komin á land erum við búnir að taka á móti 9000 til 10.000 tonnum á þessari sfldarvertíð.“ Myndin er af Gígju VE þegar hún kom til hafnar á mánudaginn. Bæjarstarfsmenn óhressir með launalækkunina: Lagahliðin r athugun Mikil ólga virðist krauma undir niðri meðal starfsmanna bæjarins sem lækkaðir voru í launum um áramótin. Finnst þeim aðferðin, að segja upp launalið kjarasamnings einhliða, lýsa virðingarleysi í sinn garð. Eins finnst þeim erfitt að skilja hvers vegna starfsmenn lækki misjafnlega. Enn síður segjast þeir skilja hvers vegna sumir hafi hækkað í launum. Mál tækni- fræðinganna þriggja, sem allir lækkuðu í launum, er nú til með- ferðar hjá Stéttarfélagi tækni- fræðinga. Er verið að kanna hvort uppsögnin standist Iög eða ekki. Bæjarstjóri segir að málinu sé lokið af hálfu bæjarins enda sé það álit bæjarstjómar að tæknifræðingar hafi gefið út viðmiðunartöflu um laun sem ekki er stoð fyrir í kjarasamningum. Fréttir fóm fram á það í síðustu viku að fá birt starfsheiti allra sem sagt var upp launalið kjarasamningins um ára- mótin. Þeirri bón var synjað í bæjarráði en áður höfðu Fréttir fengið upp gefið að bæjarstjóri, bæjartækni- fræðingur, bæjarritari, tækniteiknari og byggingafulltrúi væm meðal þeirra 16 sem fengu uppsögn á launalið um áramótin. Tók þetta fólk laun sam- kvæmt kjarasamningum BHMR og Stéttarfélags tæknifræðinga. Sam- kvæmt heimildum blaðsins lækkuðu laun flestra á bilinu 5% til 12% en einhverjir þeirra hækkuðu í launum. Ekki hefur það þó fengist staðfest. Enginn þeirra sem blaðið ræddi við úr hópi sextánmenninganna vildi tjá sig um málið en greinilegt er að margir þeirra em mjög ósáttir. Þau rök bæjarstjómar, að laun þessa hóps hefðu hækkað 15% umfram laun annarra starfsmanna bæjarins sl. fimm ár, finnst þeim léttvæg. Með upp- sögninni sé vegið að stéttarfélögum og samkvæmt þessu taki bæjarstjóm sér það vald að ákveða í hvaða stéttarfé- lagi einstaka starfsmenn em. Tæknifræðingamir þrír hjá bænum hafa vísað máli sínu til Stéttarfélags Tæknifræðinga. Formaður þess, Stefán Ragnarsson, kannaðist við mál- ið sem er til skoðunar hjá lögfræðingi félagsins. „Verið er að kanna hvort löglega var staðið að uppsögnunum. Eg veit ekki hvert næsta skref verður en tæknifræðingar em í samningum við launanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og ég vona að niðurstaða þeirra leysi þetta mál í Vestmanna- eyjum,“ sagði Stefán í samtali við Fréttir. Ekki sagði Stefán að mál þessu lík hefðu komið upp í öðmm sveitarfé- lögum. „Víða hefur samningum við tæknifræðinga verið sagt upp en hvergi hefur launalið kjarasamnings verið sagt upp einhliða eins og gert var í Vestmannaeyjum. Önnur sveitar- félög hafa vísað málinu til launanefndarinnar og við vonumst eftir að samningum ljúki öðm hvoru megin við næstu mánaðamót,“ sagði Stefán að endingu. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, segir að málinu sé lokið af hálfu bæjarins og þessir 16 starfsmenn fái greitt eftir nýju launatöflunni þann 1. apríl nk. „Við teljum að launatöflur Stéttarfélags tæknifræðinga hafi verið ólöglegar undanfarin ár. Það er munur á launatöflu sem er í anda samninga á almennum vinnumarkaði eða við- miðunartöflu um laun sem gefin er út án þess að nokkrar samþykktir séu íyrir hendi,“ sagði Guðjón. Aðspurður að því hvort niðurstaða í samningum launanefndarinnar og tæknifræðinga gæti haft áhrif á afstöðu bæjarstjómar, sagði hann að það yrði að skoða sem seinni tíma mál. Fagmannleg innbrot: Lögreglan ráðþrota Ekkert lát virðist vera á innbrota- faraldri sem byrjaði fyrir nokkru og á mánudaginn var lögreglu kunnugt um sex innbrot. Mest hafði þjófurinn eða þjófarnir upp úr krafsinu í Týshcimilinu þar sem m.a. tölvu og tveimur prenturum var stolið. Annars staðar var litlu eða engu stolið og engar skemmdir hafa verið unnar umfram það sem til þurfti til að komst inn. Segir lög- reglan að innbrotin séu mjög fagmannlega unnin og enn hefur hún engan grunaðan. Tryggvi Kr. Ólafsson, rannsóknar- lögreglumaður segir að fyrsta innbrotið hafi verið á aðfaranótt þriðjudagsins 15. janúarþegar brotist var inn í Veitingaskálann við Friðar- höfn. Ekki var að sjá að þar hefði nokkru verið stolið. Nóttina eftir var brotist inn í Kap VE, Skipalyftuna og Steypustöðina. Engu var stolið í þessum þremur innbrotum en rótað hafði verið í lyfjakistunni um borð í Kap en ekki var að sjá að nokkuð hefði verið tekið. Brotist var inn í Týs- heimilið á aðfaranótt fimmtudagsins en þar var farið inn í geymslu í kjallara hússins og inn á skrifstofu á hæðinni. Tjón Týraranna er tilfinnanlegt því frá þeim var stolið tölvu, tveimur prenturum, tíu þúsund krónum í peningum og posavél. Síðasta inn- brotið var svo í Krána á aðfaranótt laugardagsins þar sem einhverju af sígarettum var stolið. Ummerkin eru ekki alls staðar þau sömu að sögn Tryggva. A þremur stöðum, Skipalyftunni, Skýlinu og Kránni, voru útihurðir spenntar upp, í Steypustöðinni var rúða brotin og í Týsheimilinu vargluggi spenntur upp. „Hugsanlega er vanur maður þama á ferðinni eða þá að gamlir kunningjar okkar em að taka upp nýjar aðferðir. Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvort er og enn höfum við engan grunaðan," sagði Tryggvi. Ahöfnin á Bylgju VB fær viðurkenningu í síðasta mánuði fékk áhöfnin á frystiskipinu Bylgju VE 75 viður- kenningu frá íslenskum sjávar- afurðuni fyrir góða framleiðslu sem seld var í Bandaríkjunum. Eru það umboðsmenn IS ytra sem ákveða hver hlýtur viðurkenningu hverju sinni. Ebeneser Guðmundsson, skipstjóri á Bylgju, segir að þetta sé mikil viður- kenning fyrir áhöfnina og hvatning úl að gera betur. „Það vom þrjú skip sem fengu viðurkenningar að þessu sinni,“ sagði Ebeneser. ,JEitt skip fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur á Evrópumarkaði, eitt fyrir sérstakt gæðaátak og við fengum viðkenningu íyrir árangur okkar í Bandaríkjunum. Það em umboðsmenn ÍS úti sem velja það skip sem fær viðurkenningu hverju sinni. Þeir eru í bestu sam- bandi við kaupendur þannig að þetta er ekki valið á skrifstofunni. Eðlilega er þetta okkur mikil hvatning. Bandaiíski markaðurinn er sá kröfu- harðasti og það gerir þetta ennþá skenmitilegra.“ Ekki segir Ebeneser að þetta skili sér í hærra afurðaverði til þeirra en engu að síður geti ávinningurinn verið þó nokkur. „Það er sama verð til allra framleiðenda en þegar tregða er á mörkuðunum er hugsanlega betra fyrir okkur að losna við fram- leiðsluna. Þetta sýnir líka að það gæðastjómunarkerfi sem við vinnum eftir skilar árangri. Þetta er eins og lítið frystihús og það verður að hafa gott innra eftirlit í gangi,“ sagði Ebeneser. 1 (@) FJÖLSKYLDU- TRYGGING TRYCGINGA FASTEIGNA- MIÐSTÖÐIN HF. TRYGGING Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 4813235'• m BRUAR BILIÐ Vetraráætlui Alla virka dag? Frá Eyjum: Kl. 08:! 5 Frá Þorl.höfn: Kl. 12:30 Sunnudaga: Frá Eyjum kl. 14::00 Frá Þorlákshöfn kl. 18.00 Simi 481 2800 Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.