Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.05.1996, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 09.05.1996, Blaðsíða 1
Leitið ekki langt yfir skammt. Allar byggingavörur á einum stað. HÚSEY BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYINGA Garðavegi I 5 - sími 48 1 115 1 ♦lamella PARKET J 23. árgangur Vestmannaeyjum, 9. maí 1996 19. tölublað - Verð kr. 130 - Sími: 481-3310 - Myndriti: 481-1293 Mælingará blóðfitu og blóðþrýstingi í Framhaldsskólanum: Nokkrír nemendur í áhættuhóp Margt athyglisvert kom fram þegar hjúkrunarfræðingar mældu blóðþrýsting og blóðfitu (kolestrol) í tveimur árgöngum í Framhaldsskólanum í síðasta mánuði. M.a. kom í Ijós of hár blóðþrýstingur og of mikil blóð- fita hjá nokkrum í hópi nemenda. Eins virðast reykingar algengari meðal nemenda en gera hefði mátt ráð fyrir. Hjúkrunarfræðingar ætla að fylgja þessu eftir með því að bjóða öllum bæjarbúum upp á blóðþrýstings- og blóðfitumæl- ingu á morgun. Hjúkrunarfræðingar könnuðu ástandið hjá nemendum fæddum 1976 og 1979 og náði hún til 78 einstaklinga. Af árgangi 1976 náðist til 28 nemenda eða 65% þeirra sem stunda nám við FIV. Ur þessum hópi reyndist einn vera með óæskilega háan blóðþrýsting og tveir með of háa blóðfitu. Krakkamir voru einnig spurð um lifnaðarhætti sína, hvort þau stunduðu líkamsrækt og hvort þau reyktu eða ekki en hvort tveggja era áhrifavaldar þegar blóðfita og blóðþrýstingur eru annars vegar. Kom í ljós að 60% nemenda stundaðu einhverja líkamsrækt en 39% þeirra reyktu. í hinum hópnum náðist til 50 nemenda og reyndust allir vera með eðlilega blóðfitu en einn reyndist með of háan blóðþrýsting og tveir með mikið hækkaðan blóðþiýsting. Líkamsrækt stund- uðu 80% en 24% þeirra reyktu. Hjúkrunarfræðingar verða í íþróttamiðstöðinni frá klukkan 7 í fyrramálið til klukkan 1 eftir há- degi og bjóða öllum sem vilja ókeypis blóðþrýstingsmælingu og blóðfitumælingu en hún kostar 300 krónur. Fréttirá miðvikudag Vegna uppstigningardags, finimtudaginn 16. maí nk. , koma Fréttir út á miðviku- dagsmorgun. Greinahöfundar og auglýsendur eru beðnir um að hafa þetta í huga. Greinum þarf að skila á mánudag fyrir hádegi og auglýsingum á þriðjudagsmorguninn. Á laugardag í síðustu viku var fjölskyldudagur hjá Leikskólanum Rauðagerði. ítilefni dagsins var haldið suður á eyju þar sem haldin var grillveisla og fleira sér til gamans gert. Þessi tvö höfðu hina bestu lyst á pylsunum. Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 481 Ticrjólfur hi BRUAR BILIÐ Sími 481 2800 Fax 481 2991 Vetraráætlun Herjólfs Alla virka daga - Frá Eyjum: Kl. 08:15 Frá Þorl.höfn: Kl. 12:30 Aukaferð á Fostudogum Frá Eyjurn 15 45 Frá horl.höfn 19:00 Sunnudaga: Frá Eyjurn kl. I4::00 Frá Þorlákshöfn kl 18:00 Fjórtán Eyjaskip fengu aflaheimidir í norsk-íslensku síldinni: Fjórðungur kvótans Iroin f hlut Eyjamanna í gær úthlutaði sjávarútvegsráðu- neytið veiðileyfum úr norsk-ís- lenska sfldarstofninum. Af 190 tonna hlut íslendinga koma 182 þúsund í hlut nótaskipa og 8 þúsund tonn í hlut togara. Fjórtán nótaskip frá Vestmannaeyjum fá leyfi til sfldveiða. Er kvóti þeirra nálægt 44 þúsund tonnum eða tæp- lega fjórðungur af því magni sem Islendingum er heimilt að veiða á vertíðinni. Mikið hefur verið að gera við höfnina undanfama daga vegna síldarbátanna sem verið var að undirbúa fyrir veiðar í Síldarsmugunni. íslendingar mega helja veiðar eftir miðnætti í kvöld og þá má gera ráð fyrir að flestir bátamir verði komnir á miðin fýrir austan land. Veiðarfærin gerð klár. Það var þó ekki ljóst fýrr en síðdegis í gær hvað hver bátur fengi að veiða. Fjórtán vestmannaeyskir bátar fá leyft til síldveiða og er samanlagður kvóti þeirra 43.858 tonn. Vantar ekki nema rúmlega 1000 tonn upp á að fjórðung- urinn komi í hlut Eyjamanna. Kvótinn skiptist þannig: Glófaxi VE 300 fær 2452 tonn og Glófaxi II VE 301 fær 2102, Huginn VE 3068 tonn, Bergur VE 2492 tonn, Gullberg VE 3068 tonn, ísleifur VE 3294 tonn, Sig- hvatur Bjamason VE 4515 tonn, Sólfell VE 2773 tonn, Kap VE 2909 tonn, Antares VE 3515 tonn, Heimaey VE 2461 tonn, Gígja VE 2853 tonn, Sigurður VE 5047 tonn og Guð- mundur VE 3309 tonn. Þrír hafa bæst við frá síðustu vertíð, Sighvatur Bjamason, Glófaxi og Antares. I gær vom aðeins tvö síldarskip eftir í höfninni, Sighvatur Bjamason VE, sem átti að fara út í gærkvöldi eða í nótt og gamli Glófaxi. Erfitt er að segja til um hvort og hvenær síld fer að berast til Eyja. Það ræðst af veiði en verði afli góður verða bræðslur á Austfjörðum fljótar að fyllast. Hlýjar móttökur við heimkomu Guðmundur Sveinbjörnsson, skipstjóri á Sighvati Bjarnasyni, sem hér er með Sveinbirni sýni sínum og Lilju Dóru Guðmundardóttur, tilvonandi tengdadóttur hélt í síldarsmuguna í nótt. Myndin er tekin þegar nýr Sighvatur Bjarnason VE kom til heimahafnar á laugardagskvöldið. Sameigin- legum af- skiptum lokið Ekkert verður af því að sex- menningarnir svokölluðu, taki við stjórn íþróttabandaiags Vestniannaeyja eins og þeir höfðu boðist til að uppfylltum nokkrum skilyrðum. „I framhaldi af bréfi okkar til íþróttafélaga og ráða innan ÍBV, dagsett 15. apríl sl. ásamt tillögum um skipulagsmál innan IBV, viljum við tilkynna stjómum aðild- arfélaga og ráða innan ÍBV að sameiginlegum afskiptum okkar af þessu máli er lokið. Þessi afstaða er tekin á gmndvelli þeima svara sem borist hafa frá aðildarfélögum og ráðum innan IB V,“ segir í bréfi sem þeir sendu frá sér eftir fund sl. fimmtudags- kvöld.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.