Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.08.2001, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 09.08.2001, Blaðsíða 1
Alvarlegt umferðarslys: Ung kona flutt með sjúkrafugi til Reykjavíkur Alvarlegt umferðarslys varð aðfaranótt 2. ágúst Hinn slasaðist minna en þurfti þó á sjúkrahússvist að þegar ökumaður, sem grunaður er um að hafa halda. Slysið átti sér stað á Vestmannabrautinni og verið undir áhrifum áfengis, ók á tvo gangandi voru tildrögin þau að ökumaðurinn missti stjórn á vegfarendur. bifreiðinni þegar hann beygði af Skólavegi og austur Slasaðist annar þeirra alvarlega og var fluttur á Vestmannabraut. gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Karl Gauti sýslumaður: Mesta rólyndis helgi í manna minnum -Hann furðar sig á tómlæti fjölmiðla fyrir þjóðhátíð þegar vel gengur Að sögn Karls Gauta Hjalta- sonar sýslumanns tókst þjóð- hátíðin að þessu sinni með afbrigðum vel. Engin alvarleg fíkniefnamál eða líkamsárásir komu upp og muna elstu menn ekki eftir annari eins rólyndis- þjóðhátíðarhelgi. Tólf fíkniefnamál komu til kasta lögreglu en engin stór, aðallega menn með efni á sér til eigin nota. Fíkniefnalögreglu- menn sem komu frá Reykjavík sáu engin þekkt andlit úr fíkni- efnaheiminum. „Við lögðunt mikla áherslu á fíkniefnaleit og höfum aldrei leitað á fleirum en í ár, rúmlega 200 manns, þá var leit hert á Bakka og í Þorlákshöfn þar sem lögreglumenn sáu nokkrar bif- reiðir snúa við, er ökumenn þeirra sáu fíkniefnahundinn,“ sagði Karl Gauti. Eins var lögregla vel á varð- bergi gagnvart ölvunarakstri og tveir ökumenn teknir grunaðir unt ölvun. „Þetta var rólegasta þjóðhátíð í manna minnum, og vil ég þakka þjóðhátíðargestum og öllum þeim sem komu að hátíðinni fyrir þeirra framlag til þess að gera þjóðhátíðina svo glæsilega og fyrir langflesta ánægjulega.“ Að sögn Karls Gauta voru lang- flestir gestirnir til fyrirmyndar og greinilegt að betri helmingur af útihátíðargestum hafi verið í Eyjum um helgina. Karl Gauti segir umræðuna í fjölmiðlum eftir þessa helgi vera einhæfa, greinilegt sé að enginn áhugi sé á að ræða um þjóðhátfð þegar hún heppnast eins vel og í ár. „Það væri hægt að halda langar ræður um hversu vel hátíðin heppnaðist en tjölmiðlar hafa engan áhuga á þeim fréttum og eins vil ég vísa því til föður- húsanna að nauðgunarbrot komi ekki upp á yfirborðið hér í Eyjum vegna þess að við gerum ekkert í því.“ Sjúkrahúsið er með neyðarmót- töku og eins var fagfólk á vakt og með móttöku inni í Dal fyrir þá sem þurftu á hjálp að halda, nokkurs konar áfallahjálp eða sálgæsla, sálfræðingar og félags- ráðgjafar, sem hafa þekkingu til þess að beina t.d. nauðgunar- málum í réttan farveg. Eitt kyn- ferðisbrot kom til kasta lögreglu en var ekki kært. „En við rannsökuðum málið og eigum til skýrslur ef kæra verður lögð fram síðar. Menn hér eru ekkert að halda þjóðhátíð í fyrsta skipti, hér er þaulvant fólk, hvort sem um er að ræða lögreglu, heilbrigðisstarfsfólk, gæslufólk eða þjóðhátíðarnefnd, þessir menn kunna til verka og hlutirnir gengu frábærlega fyrir sig í þetta skipti," sagði Karl Gauti. SÝSLUMAÐUR með sínum mönnum á setningu þjóðhátíðar. TM-ÖRYGGI fyrir fjölskylduna sameinar öll tryggingamálin á einfaldan og hagkvæman hátt Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð Sími 481 3235 Réttingar og sprautun Sími 481 1535 SUMARÁÆTLUN HERJÓLFS Júní - september Fró Vestmannaeyjum Frá Þorlákshöfn Alla daga. 8.15 12.00 Aukaferð món., fim., fös. og sun. 15.30 19.00 HERJÓLFUR Nánari upplýsingar: Vestmannaeyjar: Sími 481-2800 • Fax 481 2991 Þorlákshöfn: Sími 483-3413 »Fax 483 3924 jmdfiutrvngar /SAMSKir

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.