Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2002, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2002, Blaðsíða 1
 29. árg. • 6. tbl. • Vestmannaeyjum 7. febrúar 2002 • Verðkr. 170 • Sími 481 1300 • Fax481 1293 • www.eyjafrettir.is Opin vika Nú er í fullum gangi opin vika á unglingastiginu í Barnaskólan- um. Margir hópar eru starfandi og er þema vikunnar friður. Opnu vikunni lýkur svo í kvöld með veglegri árshátíð sem byrjar með kvöldverði. A eftir er vönduð skemmtidagskrá og kvöldinu lýkur svo með heljar- ins dansleik. Þeir hópar sem hafa starfað í vikunni eru árshátíðar- hópur. leiklistarhópur sem æfir leikrit undir stjóm Andrésar Sigur- vinssonar, fréttahópur sem gefur út fréttablað og sér um heimasíðu og framleiðir stuttmynd. Sköpun og danshópur æfir dansa og fram- kvæmir aðra gjörninga. Útivis- tarhópur fer um eyjuna, skoðar m.a. hella og mælir þá og vinnur sfðan úr niðurstöðunum. Listahópur hefur búið til mósaíklistaverk sem mun prýða veggi skólans. Loks má nefna sjónvarpsstöðina Star One sem Stjómfríður opnar og taka svo hver dagskrárliðurinn við af öðrum. Á myndinni eru Hjörleifur Guðnason, Kristný Steingrímsdóttir og Helga Hjartardóttir, nemendur í 8. SB í Barnaskólanum, að taka veðrið sem er þáttur í Globeverkefninu sem skólinn er aðili að. Fundur samgönguráðherra veldur titringi í bæjarráði: Hverjum má kenna um ástandið í samgöngumálum? Bæjarráð kom saman á niánu- daginn og fyrsta mál á dagskrá var fjölmennur borgarafundur sem haldin var á föstudag og samgönguráðuneytið boðaði til. Ekki voru fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins og Vestmannaeyja- listans sammála uni ágæti yfir- lýsinga Sturlu. Sjálfstæðismenn fögnuðu þeim en Ragnar Oskars- son fulltrúi Vestmannaeyjalistans gaf b'tið fyrir þær og fannst sjálf- sagt að Sturla bætti fvrir það sem miður hefur farið í samgöngu- málum Vestmannaeyja. „Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með borgarafund er Sturla Böðvars- son samgönguráðherra hélt sl. föstudag hér í Eyjum og fagnar yfir- lýsingu ráðherrans m.a. um fjölgun á ferðum Herjólfs milli lands og Eyja og rannsóknum tengdum möguleikum á ferjuaðstöðu í Bakkafjöru. Þá fagnar bæjarráð þeirri ákvörðun samgönguráðherra að skipa sérstakan starfshóp þar sem heimamenn fái fulltrúa í, en starfshópurinn á að kanna alla þætti í samgöngum á sjó á ntilli lands og Eyja. Einnig þeirri ákvörðun ráðherrans að við útboð á strand- stöðvum verði það gert að skilyrði að Vestmannaeyjaradíó starfi a.m.k. áfram með svipuðum hætti og verið hefur. Samgöngumál og samgöngu- öryggi er eitt brýnasta mál okkar Eyjamanna. Hinn geysifjölmenni fundur þar sem mættir voru þrjú til fjögur hundruð manns auk þess sem fundinum var sjónvarpað beint á Fjölsýn sýnir mikilvægi þessa málaflokks fyrir okkur Eyjamenn í nútíð og framtíð. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í þeim hagsmunamálum sem að ofan greinir og öðrum þeim málum er tengjast samgöngum við Vest- mannaeyjar.“ Ragnar Oskarsson var ekki alveg sáttur við þetta og óskaði eftir að bóka. „Ég tel nauðsynlegt að halda almennan borgarafund um brýn hagsmunamál Vestmannaeyinga sérstaklega þegar vegið er að þess- um hagsmunum eins og nú er gert í samgöngumálum. Ég bendi sér- staklega á að Sturla Böðvarsson hafði forgöngu um að taka forræði Herjólfs úr höndum Vestmanna- eyinga og tel því skyldu hans að bæta nú þegar úr því ástandi sem við það skapaðist." Élsa Valgeirsdóttir og Guðjón Hjörleifsson óskuðu þá eftir að bóka: „Við viljum benda Ragnari Oskarssyni bæjarfulltrúa V-listans, sem var eini bæjarfulltrúinn sem ekki mætti á fjölmennan og mál- efnalegan borgarafund um sam- göngumál okkar Eyjamanna, að hann getur nálgast upptöku af fund- inum á Fjölsýn, þar kemur m.a. fram að fjölga á ferðum Herjólfs milli lands og Eyja enn frekar og aðrar upplýsingar sem að ofan er getið. Bókun okkar byggir eingöngu á því að við höfum fengið skýr svör við ýmsum hagsmunamálum okkar og í hvaða farvegi þau eigi að fara. Bókun Ragnars er því eingöngu gerð til þess að reyna að skapa nei- kvæð viðhorf viðsemjenda okkar gagnvart framangreindum málum.“ Ragnar svaraði. „Ég ítreka þá kröfu að samgönguráðherra bæti úr því ástandi sem hann skapaði þegar hann hafði forgöngu um að taka for- ræði Herjólfs úr böndum Vest- mannaeyinga. Útúrsnúningum í bókun Guðjóns og Elsu hirði ég ekki um að svara.“ Þá kom önnur bókun frá sjálf- stæðismönnum. „Við viljum benda Ragnari Óskarssyni, bæjarfulltrúa V-listans, á að ef Steingrímur Sig- fússon fyrrverandi samgönguráð- herra og flokksbróðir Ragnars hefði ekki í krafti embættis sins látið stytta Herjólf um átta metra þá værum við í betri stöðu en við erum í dag þar sem stærra skip hefði m.a. gengið hraðar og rekstrarkostnaður hefði verið minni.“ Ragnar átti svo síðustu bókun varðandi þetta mál. „I bókuninni fara Guðjón og Elsa vísvitandi með rangt mál. Þeir sem stóðu fyrst og fremst á móti nýsmíði Herjólfs voru sjálfstæðismenn. Steingrímur J. Sigfússon á auðvitað annað skilið en slíkar þakkir fyrir að hafa beitt sér af miklum dugnaði að smíði nýs Herjólfs.“ Sjá bls. 14 og 15. TM-ÖRYGGI fýrir fjölskylduna sameinar öll tryggingamálin á einfaldan og hagkvæman hátt Viðgerðir og smurstöð Sími 4S1 3235 Réttingar og sprautun Sími 481 1535 Skip og bill EIMSKIP Œffim-n sími:481 3500 sími: 481 3445

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.