Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.12.2002, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 05.12.2002, Blaðsíða 1
mKitti nvntfi nwiti HERJOLFUR VETRARÁÆTLUN Vestm.cyjum ÞsH.hófn Mánu- til Idugarcteaa.08.15 12.00 Aukaferö föstudaga...16.00 19.30 Sunnudaga.............14,00 18.00 Enggr feröir eru: jóladag og nýáradag Alh. sérástlun gildír fyrir J6I og áramót HERjÓLFUR Upplýíinganmi: 481-2800 • wi»rw.h«rjolfur.i» 29. árg. 4íf tbl. • Vestmannaeyjum 5. desember 2002 • Verð kr. 170 • Sími 481 1300 • Fax 481 1293 • www.eyjafrettir.is IFi Þessi föngulegi hópur verðandi stúdenta leit við á ritstjórn Frétta á föstudaginn þegar dimmiter- ing stóð sem hæst. Alls er áætlað að tuttugu og þrír útskrifist með stúdentspróf um jólin. Prófin byrjuðu í Framhaldsskólanum í gær og lýkur þeim 16. desember. Útskrift verður svo 21. desem- ber en auk stúdentanna er áætlað að einn vélstjóri og níu vélaverðir verði útskrifaðir. -minnkandi karfi kallar á breytt útgerðarmynstur Þórður Rafn Sigurðsson, útgerð- armaður á Dala Rafni VE, hefur keypt Háey VE af Berg-Hugin ehf. Var gengið frá þessu í síðustu viku og skipið afhent nýjum eiganda á fimmtudaginn. Þórður sagði í samtali við Fréttir að ekki væri enn búið að ganga frá sölu á Dala Rafni en það væri í bígerð. „Það kemur í ljós í dag eða á morgun.“ Það eru útgerðarmenn frá Fær- eyjum sem eru að íhuga kaup á Dala-Rafni. Einhverjar breytingar þarf að gera á skipinu til að það standist nýjustu reglugerðir en Þórður sagði enn óvíst hversu miklar breytingar það væru. Þórður sagði þetta litlu breyta í sínum rekstri. „Við verðum minna í karfanum enda er ég skíthræddur um að búið sé að eyðileggja djúp- karfastofninn þar sem veitt hefur verið mikið af honum sem úthafs- karfa,“ sagði Þórður Rafn. Þær veiðar eru stundaðar af öfl- ugum fjölþjóðlegum flota og eru oftast kenndar við Reykjanes- hrygginn. Þórður sagði að líklega myndi þetta þýða fækkun um þrjá til fjóra í áhöfn. Hann vildi ekki gefa upp kaupverð skipsins. Yfirgáfu Eyjar með gleði í hjarfa yfir móttökunum Tökum á þeim hluta, sem gerist hér í Eyjum í kvikmyndinni Stormy Weather, lauk á föstudag. Vélaverkstæðið Þór smsðar vinnslulínur í þrjú þýsk skip í síðustu viku fór héðan 40 feta gámur með þrjár vinnslulínur sem setja á um borð í skip þýska fyrirtækisins KutterFish sem staðsett er í Cuxhaven í Þýska- landi. Það var Vélaverkstæðið Þór sem sá um smíðina og segir Garðar Garðarsson framkvæmdastjóri, að það hafí verið hálfgerð tilviljun að verkið var unnið hér. „Þeir skoðuðu vinnslulínur um borð í íslenskum skipum og voru ánægðir með það sem þeir sáu,“ segir Garðar. Meðal annars fóru þeir um borð í Stíganda VE en starfsmenn Þórs unnu mikið þar um borð eftir að skipið kom til Eyja fyrr á þessu ári. „Kutterfish er með þrjú skip og það er verið að lengja þau unt þess- ar mundir. Það tók okkur góðan mánuð að klára verkið og í síðustu viku sendum við búnaðinn út.“ Aðspurður hvort von sé á fleiri verkefnum erlendis frá sagði Garðar GLAÐBEITTIR Þórarar, Garðar, Eddi og Jóshúa Steinar. að það væri aldrei að vita. „Við vonum það auðvitað enda munar um öll verkefni sem við fáum." Garðar sagði að verkefnastaðan væri nokku góð um þessar mundir og nóg væri að gera. „Við erum með Qórtán manns í vinnu og eins og er er yfirdrifið nóg að gera og við nokkuð bjartsýnir á framhaldið,1 sagði Garðar að lokum. Á laugardag fóru fram tökur á Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík en kvikmyndatökuliðið hét út til Parísar á mánudag. Mireya Samper, aðstoðarmaður Sólveigar Ansbach, leikstjóra, sagði undirbúning standa yfir í Belgíu og að kvikmyndatökufólk og leikarar fari þangað á næstu dögum og ljúki upptökum á myndinni. „Allir að- standendur myndarinnar voru mjög ánægðir með veruna í Eyjum. Tökur fóru fram á vfðs vegar, meðal annars á flugvellinum, afgreiðslu Herjólfs og um borð í skipinu. Þá var myndað í Vinnslustöðinni, Sjúkrahúsinu, Vöruvali, Skýlinu og í heimahúsum. Ber að þakka öllu þvf fólki fyrir allt sem það gerði fyrir okkur. Þá má ekki gleyma Arngrími Magnússyni á Bæjarveitunum en hann kveikti og slökkti ljósin í bænum fyrir okkur til að gera bæinn eins fallegan og mögulegt er í myndinni. Við viljum líka þakka Þresti Johnsen og Jóa Henna, Lan- ternu, Café Maríu og Byggða- safninu fyrir veitta aðstoð. Allir sem komu að myndinni yfirgáfu Eyjar með gleði í hjarta yfir mót- tökunum og með góðar minningar. Þetta mun tvímælalaust skila sér til Vestmannaeyinga en við vonumst til að hafa sérstaka sýningu á mynd- inni í Eyjum. Persónulega vil ég þakka Vestmannaeyingum fyrir frá- bæra samvinnu," sagði Mireya. Þórður Rafn kaupir Háey VE TM-ÖRYGGI fyrir fjölskylduna sameinar öll tryggingamálin á einfaldan og hagkvæman hátt Viðgerðir og smurstöð Sími 481 3235 Réttingar og sprautun Sími 481 1535 Skíp og bíll EIMSKIP sími: 481 3500 sími: 481 3500

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.