Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 1
Áætlun Herjólfs Brottfarartímar Vetur 1.12.-28.2. Frd Ves tmannaeyjum Frd Þorldkshöfn Mán.-lau. 8.15 12.00 Fim., fös. og sun. 8.15/16.00 12.00/19.30 Bókanir fyrir kojur, klefa og bíla þarf aó staófesta með fullnaðargreiðslu fyrir kl.12.00 daginn fyrir brottför. Nánari upplýsingar er að finna á www.herjolfur.i' og á sfðu 415 f Textavarpi RUV, auk þess sem upplýsingar eru veittar í síma 481 2800. H E RjÓLFU R 32. árg. / 01. tbl. / Vestmannaeyjum 6. janúar 2005 / Verð kr.200 / Sími 481-1300 / Fax 481-1293 / www.eyjafrettir.is w LANDSFLUG 3 570 3030/481 3300 Humareldi undirbúið Undanfarna mánuði hafa þeir Bergur Elías Agústsson, bæjar- stjóri og Páll Marvin Jónsson, forstöðumaður Setursins unnið að undirbúningi að humareldi í Vest- mannaeyjum. Nýverið fékkst fyrsti styrkurinn í verkefnið en hann kemur frá Rannsóknarsjóði í fiskiðnaði, AVS og afmarkast hann við undir- búning að verkefninu. Markmið þeirra og annarra sem komið hafa að verkefninu er að kanna grund- völl þess að hefja tilraunaeldi á humri. Stefnt er að því að búa til rannsóknarverkefni sem tæki tvö ár og á að byrja nú í febrúar. Gerðar verða tilraunir með tvær tegundir, annars vegar leturhumar og hins vegar Evrópuhumar. I kynningu þeirra segir að mikil þekking sé til staðar í Eyjum og vinnsluaðferðir þekktar ásamt þekkingu á markaðsmálum er til staðar og hér eru fyrirtæki sem hafa þekkingu til að hanna sérhæfðan búnað fyrir eldið ef þörf krefur. Eins er hér húsnæði til staðar. Hugmyndin er að mynda hóp í Eyjum sem yrði bakhjarl verkefnisins. Hefur verið leitað í sjóði eftir styrkjum og AVS var fyrsti sjóðurinn sem gaf vilyrði fyrir styrk. Leitað verður svara við þeirri spurningu hvort hægt sé að þróa arðbært eldi á humar fyrir neytendamarkað. Páll Marvin sagði þetta vera ákveðna viðurkenning á verkefn- inu og mikilvægt fjármagn til að koma því af stað. „Með þessu getum við komið okkur í sam- band við Norðmenn sem eru meðal þeirra fremstu í humareldi í heiminum og eins getum við undirbúið rannsóknarverkefnið. Þeirri vinnu á að ijúka um mánaðamótin ágúst september og þá ættu að liggja fyrir áætlanir um enn frekari rannsóknir og má segja að þá sé þetta komið á framkvæmdarstig." Hefðbundinn þrettándi Veðurspáin fyrir daginn í dag, þrettándann, er mjög góð og ættu allir að geta notið gleðinnar sem verður með hefðbundnum hætti. Jólasveinarnir leggja af stað ofan af Hánni klukkan 19.00 á leið sinni á Malarvöll. Arlegt grímuball Eyverja verður í Höllinni frá 16.00 til 18.00 þar sem veitt verða verðlaun fyrir flottustu búningana. Mér virðist sem það vanti einhvern slagkraft í Eyjarnar til að efla þar mannlíf og dóð. Það er eins og hálfgerður doði í kúlunni minni sem ég túlka sem ákveðið tákn um að það þurfi meiri kraft og festu í málin. Það vantar að kveikja þann vonarneista sem til þarf til að efla Vestmannaeyjar, er meðal þess sem Völvan segir. I BLS. 14 og 15 Jólaskreytingar setja mikinn svip á bæinn fyrir jólin og fyrirtæki og einstaklingar leggja mikið upp úr því að hafa þær sem veglegastar. Á undanförnum árum hafa í- búarnir lagt meira upp úr skreytingum við hús sín og hálfgerðir ævintýragarðar verða til í kring um há- tíðarnar. Hitaveita Suðurnesja og Lionsklúbbur Vestmannaeyja standa fyrir vali á fallegustu jólaskreytingum. Að þessu sinni varð Vestmannabraut 11 fyrir valinu en þar er smekk- legasta jólaskrevtingin og Litlagerði er jólagatan í ár. Þetta er sannarlega gott framtak hjá Hitaveitunni og Lionsklúbbnum og ætti að verða bæjarbúum hvatning til þess að halda áfram á sömu braut. Á myndunum má sjá Vestmannabraut 11 og Litla- gerði. Hvað segir Völvan um árið 2005? TM-Öryggi fyrir fjölskylduna www.tmhf.is Sameinaðu allar tryggingar é einfaldan og hagkvæman hátt. 'm ÖRYGGl Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð Sími 481 3235 Rettingar og sprautun Sími 481 1535 Áætlun Landsflugs gildir 31 .okí-26.mar frá RVK frá VEY mán-fös 07:30 08:15 mið-sun 12:00 12:45 lau 16:45 17:30 mán-fös/sun 18:45 19:30 Kynntu þér nettilboðin á www.flugfelag.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.