Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 18

Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 18
CLAItA PONTOPPIDAN Úr ævíminnmgum dönsku leikonunnar Klöru Pontoppidan. Clara Pontoppidan, hin frœga danska leikkona, skrifar hér endurminningar sínar úr ís- landsferð, er hún fór til að leika Höddu Pöddu í sam- nefndu leikriti eftir Guð- mund Kamban, sem kvik- myndað var á íslandi fyrir mörgum árum. Þegar kvikmyndin „Hadda Padda“, eftir bók Kambans, var kvikmynd- uð hér heima á íslandi, lék ein fraég- asta leikkona Dana, Clara Pontop- pidan, aðalhlutverkið í henni. Hér segir hún frá því, er hún komst í lífshættu meðan á kvikmyndaupptök- unni stóð, og lætur einnig í ljós hrifningu sína yfir náttúrufegurð landsins. Það tók mig sárt, að þurfa að yfir- gefa garðinn minn, sem er svo yndis- legur, og það svona um hásumarið, en það var óhjákvæmilegt. Það var viðburðamikill dagur, þegar við veif- uðum hrærð til ástvina okkar hérna heima og sigldum af stað með „Gull- fossi“ til íslands. Við áttum að taka þar kvikmyndina „Hadda-Padda“. Rithöfundurinn, Guðmundur Kamb- an, átti sjálfur að stjórna leiknum, ásamt Gunnari Hansen, Svend Meth- ling og Alice O’Fredericks. Ungi leik- arinn Poul Rohde og ég lékum aðal- hluverkin. Auk þess var frú Mehling og frú Kamban með í ferðinni. Yndis- legt var að vagga hægt og mjúklega á öldum Atlantshafsins, og finna salt hafsvatnið streyma á okkur úr steypi- böðum skipsins. Þegar til Reykjavíkur kom, stóðu 18 þeir Kamban og Gunnar Hansen á hafnarbakkanum og tóku á móti okk- ur. Þeir höfðu siglt til íslands á und- an okkur. Við bjuggum fyrst í nokkra daga á Hótel Skjaldbreið í Reykja- vík, meðan leikstjórarnir fóru út á land að leita að stöðum, sem hæfa myndu kvikmyndinni. Ekki er hægt að segja annað, en að okkur leiddist að bíða svona aðgerðalaus; við þráð- um að fara að geta tekið til starfa, og fara að ferðast um og sjá Sögu- eyna. Loks rann upp sú .stund, að okkur og farangri okkar var komið fyrir í tveim bílum. Við ókum í eilífðar- tíma, ég held í einar 5—6 klukku- stundir. „Erum við komin á áfangastað?“ Nei, nú þurftum við að fara ríðandi nokkuð af leiðinni. Það var langt síðan ég hafði komið á hestbak, en nú dugði ekki annað en standa sig, og við urðum hvert um sig að klöngr- ast á bak litlum íslenzkum hesti. Nú hófst ógleymanlegt ævitýri úti í Mynd frá prestssetrinu í Stenlöse. Ég sit hjá tengdaforeldrum mínum. Mað- urinn minn tók þessa mynd; skugginn af honum sést á kjól tengdamóð- ur minnar. \ lífshættu á íslandi FRÚIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.