Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2007, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 21.06.2007, Blaðsíða 1
Bílaverkstæðið BRAGGINN sf. Flötuivi 20 Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 34. árg. I 25. tbl. I Vestmannaeyjum 21. júní 2007 i Verð kr. 200 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is 1 i ^ 3p VPi SUMARSTÚLKAN 2007 er Anna Ester Óttarsdóttir. Ljósmyndafyrirsætan er Þóra Sif Kristinsdóttir, Sportstúlkan Anna María Halldórsdóttir og Sigrún Elia Ómarsdóttir var kjörin vinsælasta stúíkan af þátttakendum. F.v. Þóra Sif, Sigrún Ella, Anna Ester og Anna María. Bls. 8 og 9. Eins og þruma úr heiðskíru lofti -segir Óskar í Höfðanum, Hetja umhverfisins Á þriðjudag, þann 19. júní, var Óskar J. Sigurðsson, vitavörður í Stórhöfða, heiðraður sérstaklega af bandarisku stofnuninni National Oceanic and Atmospheric Administration (NOAA). Sú stofnun stundar rannsóknir á úthafmu og andrúmsloftinu. Óskar hefur á síðustu 15 árum unnið við loftsýnatökur sem gert hafa stofn- uninni kleift að framkvæma kol- efnismælingar og aðrar loftmæl- ingar. Þessi verðlaun bera heitið „Hetja umhverfisins" og voru fyrst veitt árið 1995. Óskar er eini verðlaunahafmn sem ekki er af bandarísku þjóðemi og aðeins níu hlutu þessa viðurkenn- ingu í ár. Yfirmaður NOAA, Conrad Lautenbacher segir að CAROL VAN VOORST, sendi- herra, afhendir Óskari verðlaunaskjöldinn en hann er eini verðlaunahafinn sem ekki er af bandarísku þjóðerni. þúsundir sjálfboðaliða um heim allan geri stofnuninni kleift að þróast með því að gefa vinnu sína. Carol van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, afhenti Óskari viðurkenninguna við hátíð- lega athöfn í sendiráðinu á þriðju- dag en þar vom einnig, auk fjöl- miðlamanna, fulltrúar frá Veður- stofu Islands og Siglingastofnun. Óskar er löngu landsþekktur fyrir störf sín sem vitavörður, veður- athuganamaður og ekki síst fyrir fuglamerkingar sínar, en þarna kom fram enn einn þátturinn í starfi hans á undanfömum ámm. Óskar vildi ekki gera mikið úr þessu starfi sínu á síðustu fimmtán ámm. „Þetta hefur svo sem ekki verið nein óskapleg vinna, ég tek þessi sýni um það bil vikulega fyrir þá. Veðurstofan hefur haft milli- göngu um þetta og nýtur síðan góðs af rannsóknum þeirra.“ En hvernig skyldi honum hafa orðið við þegar honum var tilkynnt að til stæði að heiðra hann? „Ætli það sé ekki rétt að nota hug- tak úr veðurfræðinni og segja að þetta hafi komið yfir mig eins og þmma úr heiðskíru lofti. Eg bjóst ekki við neinu slíku. En auðvitað er ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir það sem maður er að gera og kannski ánægjulegast að fá staðfest að maður hefur verið að gera eitt- hvert gagn,“ sagði vitavörðurinn hógværi, Óskar J. Sigurðsson. Alvarlegt mótor- hjólaslys Alvarlegt mótorhjólaslys varð við Steinsstaði í Vestmannaeyjum þegar ökumaður missti stjórn á hjóli sínu rétt fyrir miðnætti á þriðjudagskvöldið. Maðurinn slasaðist alvarlega og var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Að sögn lögreglunnar í Vest- mannaeyjum var ökumaður á leið norður Höfðaveg og missti hann stjóm á hjólinu uppi á hæðinni við Steinsstaði. Ökumaðurinn rann eftir götunni og höfnuðu hann og hjólið á vegriði. Maðurinn slas- aðist mikið og hjólið fór í tvennt og er sennilega ónýtt. Eftir rannsókn á Sjúkrahúsinu var ákveðið að flytja ökumanninn með sjúkraflugvél til Reykjavíkur til frekari rannsóknar. Samkvæmt heimildum Frétta er hann líklega lærbrotinn og gmnur um hrygg og innvortisáverka. Hann var með meðvitund þegar að var komið. Þama er 50 km hámarkshraði. Kært vegna dauðaslyss i hofninm Þann 29. júní næstkomandi verður mál tekið fyrir dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur sem Dögg Pálsdóttir, héraðsdómslögmaður sækir fyrir hönd Kristínar Sigurðardóttur. Stefndu eru Elliði Vignisson, bæjarstjóri, Vestmannaeyjabær, Vestmannaeyjahöfn og Trygg- ingamiðstöðin. Forsaga málsins er slys sem varð í Vestmannaeyjahöfn um miðjan desember árið 2000 þar sem bfil rann út í höfnina og tveir menn drukknuðu. Farið er fram á frekari bætur þar sem bryggju- kantur var ólöglegur, þ.e. hæð hans var ekki nægjanleg en nægi- lega hár kantur hefði hugsanlega stöðvað bifreiðina. Ekki er búist við því að málflutningur hefjist fyrr en í haust. VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMU netáhamar VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / ÞJÓNUSTUAÐILI I'OYOTA í EYJUM FLATIR 21 / S.481-1216 / GSM.864-4616 Br barist um fjarstýringuna á þínu heimili c Áskriftnrsíminn er 481-1300 FJHLSYN p£&Si | pEP& SSSS® um.M f TILB0D - SENT -4 r pten 0/3 átern*t isBÆEap + 9 hviUiUiksnraiió + 1/2 I Pepsi clos 4 » M 12“ pizza m/3 áleggst. toOfírrrLp + 9” hvitlauksbr. / niargarita + 1 '2 I. Pep'si-dós 16“ pizza m/2 áleggst. „ ocvro, n / + 16” hvitlauksbr. margarita + 2 1. Pepsi dós l2?uxíiLLLLtP LoH. ÉÉ

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.