Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.09.2011, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 01.09.2011, Blaðsíða 1
 Viðgerðir og smurstöð //W - Sími 48 1 3235 BRAGGINN Réttingar og sprautun Bílaverkstæði - Flötum 20 - Sími 481 1535 38. árg. I 35. tbl. I Vestmannaeyjum 1. september 2011 I Verð kr. 350 I Sími 481-1300 | www.eyjafrettir.is STUÐNINGSMENN ÍBV fögnuðu hressilega þegar þeirra menn jöfnuðu á síðustu mínútu í leiknum gegn KR í Frostaskjólinu á fimmtudaginn. IBV og KR berjast nú um Islandsmeistaratitilinn, Vesturbæjarliðið er með 38 stig á toppnum og Eyjamenn með 36. KR á einn leik til góða en á eftir að mæta IBV á Hásteinsvelli sem gæti orðið úrslitaleikurinn í baráttunni um titilinn. Fimm umferðir eftir og næstu leikir eru 11. september. Makrílævintýrinu að ljúka Makrflveiðum er senn að ljúka bæði hjá skipum Isfélags og Vinnslu- stöðvarinnar enda eru þau búin að ná þeim veiðiheimildum í makríl sem félögin ráða yfir. Huginn VE er sömuleiðis um það bil að ljúka veiðum en hann var með 10.000 tonna veiðiheimildir í makríl. Skip Vinnslustöðvarinnar hafa sótt rúm 14.500 tonn og skip ísfélagsins 16.700 tonn. Samtals eru þetta 41.200 tonn og munar um minna fyrir sjómenn og fólk í landi. Mikil vinna hefur verið hjá fólki í landi og langt er síðan skólafólk hefur haft eins mikla vinnu sem hlýtur að tel- jast gott á krepputímum. Vaktir frá 3. júní „Þetta hefur gengið mjög vel og Kap VE og Sighvatur eru að landa síð- asta túrnum," sagði Sindri Viðars- son, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, þegar rætt var við hann á þriðjudag en félagið hafði veiðiheimildir upp á 14.500 tonn.. „Gandí VE hefur verið á sfld síðustu tvo túra og það hefur gengið vel hjá honum í allt sumar. Mak- ríllinn hefur allur verið unninn til manneldis og það hefur verið unnið á vöktum frá því 3. júní og búið að selja allar afurðir,“sagði Sindri og er ánægður með ganginn í veiðum og vinnslu á makríl. Hvað tekur við núna? „Við förum á norsk-íslensku síldina, Gandí er búinn að fara tvo túra og Kap og Sighvatur fara af stað í kringum aðra helgi. Við erum að enn að vinna humar og verðum fram á haust og svo vinnum við sfld í september," sagði Sindri, ánægður með ganginn í makrílnum en tók fram að það væri grátlegt ef útgerðir næðu ekki þeim heimildum sem þeim hefði verið úthlutað. Skólakrakkar brosa hringinn Þorsteinn landaði 250 tonnum í morgun og Álsey VE er með 300 tonn og landaði svipuðum afla í síð- ustu viku,“ sagði Olafur Guðmunds- son, þjónustustjóri ísfélagsins, þegar spjallað var við hann á þriðju- dag en skip félagsins eru að ljúka veiðum á makríl. Þorsteinn ÞH, Álsey VE og Júpiter ÞH eru búnir að vera í sfld og landa á Þórshöfn í ágúst en fóru þessa þrjá túra í makrflnum. Heildaraflinn er 16.700 tonn í makríl og þá eru 2000 tonn eftir af veiðiheimildum sem verða trúlega notuð sem meðafli með norsk-íslensku síldinni. Guð- mundur VE er með 5.700 tonn af heildaraflanum og annað hefur farið í gengum vinnsluna héma,“ sagði Ólafur og tók fram að eðlilega væru menn ánægðir með þetta. „Það er flott að vera búinn með þessa vertíð og skólakrakkarnir brosa hringinn. Nú hefja skipin aftur veiðar á norsk-íslensku sfldinni," sagði Ólafur en Suðurey VE mun sjá frystihúsinu fyrir bolfiski. Huginn VE að klára „Þessu fer að Ijúka og við eigum eftir einn eða tvo túra, það fer eftir því hvemig þetta vinnst,“ sagði Páll Guðmundsson, útgerðarstjóri Hug- ins, þegar Fréttir náðu tali af honum. „Þetta hefur gengið ljómandi vel og aflinn unninn meira og minna um borð,“ sagði Páll en Huginn VE var með um 10.000 tonn í veiðiheimild- um í makríl. „Við setjum stefnuna á norsk-íslensku síldina," sagði Páll um framhaldið og var mjög sáttur við ganginn í makrflnum. Rangárþings eystra: Árleg Kjöt- súpuhátíð um helgina Árleg Kjötsúpuhátíð verður uin helgina á Hvolsvelli. Hátíðin er aðeins fyrr á ferðinni í ár en áður hefur verið og góð leið til að byrja haustið," segir í frétt frá þessum nágrönnum okkar. Hátíðin sem áður hefur verið eingöngu með dagskrá á laugar- degi er óðum að færa sig yfir á föstudag, með súpukvöldi, brennu og brekkusöng og har- monikku-fjölskyldudansleik í Hvolnum. Súpukvöldið var haldið í fyrsta sinn í fyrra og heppnaðist ljóm- andi vel. Þannig að í ár hafa bæst við nokkrir sem bjóða heim í súpu, og það er alls ekki sjálfsagt að um sé að ræða kjötsúpu á öllum stöðum. Heilsuvika Rangárþings eystra verður líka sett á laugardaginn um leið og heilsustígurinn á Hvolsvelli verður opnaður. Markmið heilsuvikunnar er að kynna fyrir íbúum svæðisins það sem í boði er til að efla bæði líkama og sál. Sjá nánar á Eyjafréttum.is Nýr organisti við Landa- kirkju Kitty Kovács hefur verið ráðin organisti við Landakirkju frá og með 1. september. Kittý er ráðin til eins árs í hundrað prósent stöðu og mun sjá um orgelleik í kirkjunni og stýra Kór Landa- kirkju og Litlu lærisveinunum í tveimur aldurshópum en sá eldri er kallaður stúlknakórinn. Kittý og Balázs Stankowsky, eigin- maður hennar, eru frá Ungverja- landi en hann er líka tónlistar- maður og mjög fær fiðluleikari. Þau hjónin eiga örugglega eftir að setja svip sinn á tónlistarlíf kirkjunnar og Eyjanna á komandi vetri. VIÐ ERUM ÞJÓNUSTUAÐILI TOYOTA í EYJUM 5MUR5TÓÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI...! VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI FLATIR21 / 5.481 1216 i G5M.EM 4610

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.