Fréttablaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 28
12. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 20 MYNDLIST ★★★ ★★ Líkist Baldur Geir Bragason GALLERÍ KUNSTSCHLAGER Rétt við Hlemmtorg, í gömlu versl- unarhúsnæði við Rauðarárstíg 1, er komið nýtt gallerí fyrir sam- tímamyndlist. Galleríið heitir Kunstschlager og er rekið af fimm ungum myndlistarmönnum. Í fremri sal gallerísins eru haldnar sýningar en í innri sal gallerísins er eins konar myndlistarbasar, eins og starfsmaður gallerísins orðaði það þegar undirritaður kom í heim- sókn. Þar er með öðrum orðum hægt að kaupa myndlist eftir ýmsa myndlistarmenn, bæði þá sem reka gallerí ið og aðra. Þar inni er mest um málverk og teikningar, sem hanga þétt upp um alla veggi með verðmerkingar sér við hlið, en einnig eru í rým- inu höggmyndir og bækur, listræn íslensk tímarit og ljóðabækur. Það er rétt að hvetja áhugamenn til að kíkja þarna inn og skoða úrvalið, enda eru ekki margir staðir í bænum þar sem hægt er að nálgast úrval af myndlist yngri kynslóðar- innar með góð kaup í huga. Í fremri sal gallerísins stendur nú yfir sýning myndlistarmannsins Baldurs Geirs Bragasonar. Þessi salur er hvítmálaður í hólf og gólf, öfugt við innra rýmið þar sem er heimilislegri stemning og hlýlegri. Baldur hefur fengist mestmegn- is við höggmyndagerð og sýningin í galleríinu samanstendur einmitt af tveimur höggmyndum. Þetta eru tveir nánast alveg eins skúlptúrar sem eru eins og spegilmynd hvor af öðrum. Um er að ræða tvær steinsteypt- ar tröppur með nokkrum þrepum. Á báðum tröppunum eru handrið sem búin eru til úr bronslitum rörum og bronslitum, svörtum og þykkum rafmagnsvírum. Ef handriðin væru ekki bæði vinstra megin á tröppun- um mætti auðveldlega raða þeim saman og mynda einar „venjulegar“ tröppur, en tröppurnar eins og þær eru í galleríinu eru ekki venjulegar. Munurinn á tröppunum tveim- ur, sem eru báðar þríhyrndar að segja má, þ.e. eins og fleygar, er sá að önnur trappan byrjar í engu og breikkar svo út, en hin byrjar á breiðari endanum og mjókkar svo upp. Titill verksins er Líkist. Lista- maðurinn gæti átt við með þessu að tröppurnar líktust hvorri annarri. Þær líktust tröppum, þó þær væru ekki tröppur, að höggmyndirnar líkist einhverju sem er venjulegt og við þekkjum úr daglega líf- inu, en sé ekki alveg eins – minni á eitthvað, en er ónothæft. Eins og myndlist! Þetta er ekki fyrsta verk lista- mannsins sem líkist einhverju, en er það ekki. Tröppur geta haft ýmsa skírskot- un. Menn klífa metorðastiga, eða falla niður þá, og talað er um valda- píramída, og tröppur eru einnig eins og inngangur að einhverju. Að mörgu leyti koma högg- myndirnar út eins og skynvillur og verður manni hugsað til frægra teikninga Eschers, af stigunum endalausu. Í texta í sýningarskrá bend- ir Ásmundur Ásmundsson m.a. á mögulegar tilvísanir í nærum- hverfi gallerísins, eins og Frímúr- arahúsið handan götunnar. Verk Baldurs Geirs bera vott um mikla sköpunargleði, auk þess sem efnismeðferðin er honum mikil- væg. Hér er það steinsteypa og járn, sem spilar vel saman í þess- um ágæta verki. Frágangur í salnum hefði mátt vera vandaðri, þar sem rafmagns- snúrur og millistykki hanga neðan úr lofti. Þóroddur Bjarnason NIÐURSTAÐA: Verkið er áhuga- verður snúningur á hlut sem við þekkjum vel úr umhverfi okkar. Líkist tröppum LÍKIST Skúlptúrarnir líkjast venjulegum tröppum og virðast spegla hvorn annan en eru, þegar betur er að gáð, hvorki spegilmyndir né nothæfar tröppur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HVAÐ? HVENÆR? HVAR? ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 Félagsvist 20.00 Félagsvist verður spiluð hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík, Stangarhyl 4. Tónlist 20.30 Standard Issue kvartett kemur fram á djasskvöldi KEX Hostels, Skúla- götu 28. Lengra komnir nemendur frá Tónlistarskóla FÍH koma einnig fram og áherslan verður á djass-standarda. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Edgar skemmtir á Café Rosen- berg. Fyrirlestrar 12.00 Dr. Natalia Loukacheva fjallar um höfuðlínur og þróun heimskautaréttar í stofu M102 í Sólborg við Norðurslóð. 12.05 Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands, heldur erindið Saga handa börnum í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Erindið er hluti af hádegisfyrir- lestraröð Sagnfræðingafélags Íslands. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Nicotinell Fruit lyfjatyggigúmmí, inniheldur 2 eða 4 mg . nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Ekki má nota Nicotinell Fruit ef þú reykir ekki og ekki má reykja samhliða notkun Nicotinell Fruit. Ráðlagður skammtur fer eftir því hversu háð/-ur þú ert reykingum. Þú skalt nota Nicotinell Fruit 4 mg ef þú ert með mikla nikótínþörf, reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring eða ef þér hefur ekki tekist að hætta að reykja með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Annars skaltu nota Nicotinell Fruit 2 mg ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggið hægt þar til finnst sterkt bragð, látið tyggigúmmíið hvíla á milli kinnar og tannholds, tyggið aftur þegar bragðið dofnar, endurtakið í um 30 mínútur. Ekki má kyngja lyfjatyggigúmmíinu. Í upphafi meðferðar skaltu venjulega nota eitt stk á 1 2 klst. fresti þegar þú finnur fyrir reykingaþörf. Venjuleg notkun er 8-12 stk í á sólarhring. Þú mátt ekki nota fleiri en 25 af 2 mg eða meira en 15 af 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Lengd meðferðar er einstaklingsbundin en varir yfirleitt í a.m.k. 3 mánuði, þá skal draga úr fjölda stk. smám saman. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 stk á sólarhring og er ekki mælt með notkun lengur en í 1ár. Sumt reykingafólk gæti þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Leitaðu faglegrar ráðgjafar hjá lækni eða lyfjafræðingi ef þú getur ekki hætt að nota lyfið eftir eitt ár eða ef þér tekst ekki að fækka fjölda reyktra sígaretta eftir 6 vikur. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er tilbúinn til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing áður en þú notar Nicotinell því ekki er víst þú megir nota lyfið ef þú hefur: ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefna lyfsins,fengið einhverja hjarta eða æðasjúkdóma, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, ert með alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi, með magasár eða gervitennur. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ Nicotinell Fruit 2 mg 24 608 25.33 507 -56% Nicotinell Fruit 2 mg 96 2.437 25.39 508 -55% Nicotinell Fruit 2 mg 204 4.511 22.11 442 -61% Nicotinell Fruit 4 mg 96 3.491 36.36 727 -35% Nicotinell Fruit 4 mg 204 6.280 30.78 616 -46% Tegund Bragð Styrkleiki Pakkning Meðalverð Meðalverð Meðalverð Sparnaður pr. pakka** pr. tyggjó x20 * Verðkönnun framkvæmd af MMR, 29. janúar 2013 í 10-11, Stöðinni, N1, Olís, Hagkaup, Krónan, Samkaup og Nóatún. ** Verðkönnun framkvæmd af MMR, 29. janúar 2013 í 16 apótekum. ***Í flestum tilfellum nægir að nota á bilinu 8-12 tyggjó á dag. Mest skal nota 25 stk. af 2 mg og 15 stk. af 4 mg Í þessum samanburði er gert ráð fyrir því að einstaklingurinn tyggi eitt tyggjó fyrir hverja sígarettu sem hann reykti*** Verðsamanburður á Nicotinell Fruit og þremur vinsælustu tegundum sígaretta Það er ódýrara að nota Nicotinell Fruit heldur en að reykja!61%SPARNAÐUR! 46% SPARNA ÐUR! 3 vinsælar tegundir 200 11.407 57.04 1.141 Tegund Fjöldi í Meðalverð Meðalverð Meðalverð kartoni pr. karton* pr. sígarettu pr. pakka 20 13 N CH 0 07 N ic ot in el l MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.